„Þeir hafa bætt sig frá því síðast en við einnig“ Aron Guðmundsson skrifar 16. nóvember 2024 10:30 Åge Hareide er brattur fyrir leikinn í dag. Vísir/Hulda Margrét Ísland heimsækir Svartfjallaland í mikilvægum leik í Þjóðadeild UEFA sem verður að vinnast í Niksic í dag. Ísland hafði betur í fyrri leik liðanna heima á Laugardalsvelli og segir Age Hareide, landsliðsþjálfari að stigalausir Svartfellingar hafi bætt sig síðan þá. Það hafi íslenska liðið hins vegar líka gert og Norðmaðurinn er bjartsýnn á jákvæð úrslit í dag. Ísland þarf sigur sem og treysta á að Wales tapi stigum gegn Tyrklandi á útivelli til þess að stilla upp hreinum úrslitaleik við Wales í Cardiff um umspilssæti fyrir A-deild Þjóðadeildarinnar en fjögur stig skilja nú liðin að. Landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson er mættur aftur í landsliðið eftir langa fjarveru vegna meiðsla og er það kærkomið fyrir landsliðið að fá mann með hans reynslu aftur inn. „Klárlega. Hann býr yfir ákveðnum drifkrafti,” segir Hareide um Aron í samtali við íþróttadeild. „Býr að þessari áralöngu reynslu sem fyrirliði og það er mjög náttúrulegt fyrir hann að snúa aftur í landsliðið og smella þar beint inn. Hann er maðurinn sem heldur liðsfélögum sínum á tánum. Hann er okkur mjög mikilvægur.“ Klippa: Aron Einar klár í að byrja gegn Svartfjallalandi En er Aron klár í að byrja gegn Svartfellingum? „Já hann lítur vel út. Er klár. Hann er búinn að spila tvo leiki í Meistaradeild Asíu í aðdraganda verkefnisins. Hann er heill heilsu og það er mikilvægt eftir að hafa glímt við meiðsli yfir lengri tíma. Honum hlakkar til að láta til sín taka í leiknum.“ Leikurinn við Svartfellinga fer fram í Niksic og felst hættulegur andstæðingur í heimamönnum sem, þrátt fyrir að vera stigalausir, hafa verið að taka skref upp á við. „Það er ekki auðvelt verk að mæta þeim. Þeir búa að góðum frammistöðum bæði frá leik sínum gegn Wales sem og Tyrklandi. Mér finnst þeir hafa bætt sig frá því að við mættum þeim á Laugardalsvelli en það höfum við einnig gert. Við áttum skilið fleiri stig en við náðum í úr síðasta verkefni og verðum að slá frá okkur núna. Sigra Svartfjallaland til þess að eiga möguleika gegn Wales.“ Fyrri leik liðanna á Laugardalsvelli lauk með 2-0 sigri Íslands þar sem að bæði mörk okkar manna komu úr föstum leikatriðum. Í samtali við íþróttadeild sagði Robert Prosinecki, þjálfari Svartfellinga að þeir hefðu farið sérstaklega yfir föstu leikatriði Íslands í aðdraganda leiksins. Er Hareide klár með einhver brögð upp í erminni hvað föstu leikatriðin varðar fyrir leik kvöldsins? „Já hver veit. Föstu leikatriðin gengu upp hjá okkur í fyrri leiknum en núna tel ég okkur hafa bætt sóknarleik okkar, höfum skorað sjö mörk í þessari Þjóðadeild, meðal annars mörk gegn Wales og Tyrklandi. Við erum sannfærðir um að geta skilað góðum leik gegn Svartfjallalandi.“ Svartfellingar verða án sinnar helstu stjörnu, fyrirliðans Stevan Jovetic sem tekur út leikbann í dag. Hareide segir það högg fyrir Svartfjallaland en einbeiting íslenska liðsins hefur farið á eigin leik í aðdraganda leiksins. „Jovetic er góður leikmaður sem býr yfir mikilli reynslu en höfum lítið hugsað um einst leikmenn Svartfjallaland. Fókusinn hefur verið á okkar leik, okkar lið og við erum klárir." Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Fótbolti Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Skilur stress þjóðarinnar betur Handbolti Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? Enski boltinn Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Enski boltinn „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Enski boltinn Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Fótbolti Fleiri fréttir „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Snjóbylur gæti lengt jólafrí liða í þýska boltanum Kudus bætir gráu ofan á svart Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Nýfæddur sonur Stefáns Teits tefur félagaskiptin Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Andrea til Anderlecht Mourinho vonaði að leikmenn hans ættu svefnlausa nótt Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Tækifæri fyrir Fanneyju eftir að Häcken lánaði markvörðinn til Liverpool Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Sjá meira
Ísland þarf sigur sem og treysta á að Wales tapi stigum gegn Tyrklandi á útivelli til þess að stilla upp hreinum úrslitaleik við Wales í Cardiff um umspilssæti fyrir A-deild Þjóðadeildarinnar en fjögur stig skilja nú liðin að. Landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson er mættur aftur í landsliðið eftir langa fjarveru vegna meiðsla og er það kærkomið fyrir landsliðið að fá mann með hans reynslu aftur inn. „Klárlega. Hann býr yfir ákveðnum drifkrafti,” segir Hareide um Aron í samtali við íþróttadeild. „Býr að þessari áralöngu reynslu sem fyrirliði og það er mjög náttúrulegt fyrir hann að snúa aftur í landsliðið og smella þar beint inn. Hann er maðurinn sem heldur liðsfélögum sínum á tánum. Hann er okkur mjög mikilvægur.“ Klippa: Aron Einar klár í að byrja gegn Svartfjallalandi En er Aron klár í að byrja gegn Svartfellingum? „Já hann lítur vel út. Er klár. Hann er búinn að spila tvo leiki í Meistaradeild Asíu í aðdraganda verkefnisins. Hann er heill heilsu og það er mikilvægt eftir að hafa glímt við meiðsli yfir lengri tíma. Honum hlakkar til að láta til sín taka í leiknum.“ Leikurinn við Svartfellinga fer fram í Niksic og felst hættulegur andstæðingur í heimamönnum sem, þrátt fyrir að vera stigalausir, hafa verið að taka skref upp á við. „Það er ekki auðvelt verk að mæta þeim. Þeir búa að góðum frammistöðum bæði frá leik sínum gegn Wales sem og Tyrklandi. Mér finnst þeir hafa bætt sig frá því að við mættum þeim á Laugardalsvelli en það höfum við einnig gert. Við áttum skilið fleiri stig en við náðum í úr síðasta verkefni og verðum að slá frá okkur núna. Sigra Svartfjallaland til þess að eiga möguleika gegn Wales.“ Fyrri leik liðanna á Laugardalsvelli lauk með 2-0 sigri Íslands þar sem að bæði mörk okkar manna komu úr föstum leikatriðum. Í samtali við íþróttadeild sagði Robert Prosinecki, þjálfari Svartfellinga að þeir hefðu farið sérstaklega yfir föstu leikatriði Íslands í aðdraganda leiksins. Er Hareide klár með einhver brögð upp í erminni hvað föstu leikatriðin varðar fyrir leik kvöldsins? „Já hver veit. Föstu leikatriðin gengu upp hjá okkur í fyrri leiknum en núna tel ég okkur hafa bætt sóknarleik okkar, höfum skorað sjö mörk í þessari Þjóðadeild, meðal annars mörk gegn Wales og Tyrklandi. Við erum sannfærðir um að geta skilað góðum leik gegn Svartfjallalandi.“ Svartfellingar verða án sinnar helstu stjörnu, fyrirliðans Stevan Jovetic sem tekur út leikbann í dag. Hareide segir það högg fyrir Svartfjallaland en einbeiting íslenska liðsins hefur farið á eigin leik í aðdraganda leiksins. „Jovetic er góður leikmaður sem býr yfir mikilli reynslu en höfum lítið hugsað um einst leikmenn Svartfjallaland. Fókusinn hefur verið á okkar leik, okkar lið og við erum klárir."
Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Fótbolti Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Skilur stress þjóðarinnar betur Handbolti Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? Enski boltinn Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Enski boltinn „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Enski boltinn Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Fótbolti Fleiri fréttir „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Snjóbylur gæti lengt jólafrí liða í þýska boltanum Kudus bætir gráu ofan á svart Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Nýfæddur sonur Stefáns Teits tefur félagaskiptin Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Andrea til Anderlecht Mourinho vonaði að leikmenn hans ættu svefnlausa nótt Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Tækifæri fyrir Fanneyju eftir að Häcken lánaði markvörðinn til Liverpool Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Sjá meira