„Þeir hafa bætt sig frá því síðast en við einnig“ Aron Guðmundsson skrifar 16. nóvember 2024 10:30 Åge Hareide er brattur fyrir leikinn í dag. Vísir/Hulda Margrét Ísland heimsækir Svartfjallaland í mikilvægum leik í Þjóðadeild UEFA sem verður að vinnast í Niksic í dag. Ísland hafði betur í fyrri leik liðanna heima á Laugardalsvelli og segir Age Hareide, landsliðsþjálfari að stigalausir Svartfellingar hafi bætt sig síðan þá. Það hafi íslenska liðið hins vegar líka gert og Norðmaðurinn er bjartsýnn á jákvæð úrslit í dag. Ísland þarf sigur sem og treysta á að Wales tapi stigum gegn Tyrklandi á útivelli til þess að stilla upp hreinum úrslitaleik við Wales í Cardiff um umspilssæti fyrir A-deild Þjóðadeildarinnar en fjögur stig skilja nú liðin að. Landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson er mættur aftur í landsliðið eftir langa fjarveru vegna meiðsla og er það kærkomið fyrir landsliðið að fá mann með hans reynslu aftur inn. „Klárlega. Hann býr yfir ákveðnum drifkrafti,” segir Hareide um Aron í samtali við íþróttadeild. „Býr að þessari áralöngu reynslu sem fyrirliði og það er mjög náttúrulegt fyrir hann að snúa aftur í landsliðið og smella þar beint inn. Hann er maðurinn sem heldur liðsfélögum sínum á tánum. Hann er okkur mjög mikilvægur.“ Klippa: Aron Einar klár í að byrja gegn Svartfjallalandi En er Aron klár í að byrja gegn Svartfellingum? „Já hann lítur vel út. Er klár. Hann er búinn að spila tvo leiki í Meistaradeild Asíu í aðdraganda verkefnisins. Hann er heill heilsu og það er mikilvægt eftir að hafa glímt við meiðsli yfir lengri tíma. Honum hlakkar til að láta til sín taka í leiknum.“ Leikurinn við Svartfellinga fer fram í Niksic og felst hættulegur andstæðingur í heimamönnum sem, þrátt fyrir að vera stigalausir, hafa verið að taka skref upp á við. „Það er ekki auðvelt verk að mæta þeim. Þeir búa að góðum frammistöðum bæði frá leik sínum gegn Wales sem og Tyrklandi. Mér finnst þeir hafa bætt sig frá því að við mættum þeim á Laugardalsvelli en það höfum við einnig gert. Við áttum skilið fleiri stig en við náðum í úr síðasta verkefni og verðum að slá frá okkur núna. Sigra Svartfjallaland til þess að eiga möguleika gegn Wales.“ Fyrri leik liðanna á Laugardalsvelli lauk með 2-0 sigri Íslands þar sem að bæði mörk okkar manna komu úr föstum leikatriðum. Í samtali við íþróttadeild sagði Robert Prosinecki, þjálfari Svartfellinga að þeir hefðu farið sérstaklega yfir föstu leikatriði Íslands í aðdraganda leiksins. Er Hareide klár með einhver brögð upp í erminni hvað föstu leikatriðin varðar fyrir leik kvöldsins? „Já hver veit. Föstu leikatriðin gengu upp hjá okkur í fyrri leiknum en núna tel ég okkur hafa bætt sóknarleik okkar, höfum skorað sjö mörk í þessari Þjóðadeild, meðal annars mörk gegn Wales og Tyrklandi. Við erum sannfærðir um að geta skilað góðum leik gegn Svartfjallalandi.“ Svartfellingar verða án sinnar helstu stjörnu, fyrirliðans Stevan Jovetic sem tekur út leikbann í dag. Hareide segir það högg fyrir Svartfjallaland en einbeiting íslenska liðsins hefur farið á eigin leik í aðdraganda leiksins. „Jovetic er góður leikmaður sem býr yfir mikilli reynslu en höfum lítið hugsað um einst leikmenn Svartfjallaland. Fókusinn hefur verið á okkar leik, okkar lið og við erum klárir." Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Fótbolti Mest lesið Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Varaforseti Bandaríkjanna braut bikarinn Sport „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Íslenski boltinn Mörkin frá gærkvöldinu þegar tapliðin fögnuðu í Meistaradeildinni Fótbolti Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu Fótbolti Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug Körfubolti Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar Íslenski boltinn Baðst afsökunar á því að hafa beðið um að mótherjinn setti á sig svitalyktareyði Sport Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Körfubolti Bellingham fyrir Arsenal leikinn: Kvöld hannað fyrir Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ Bellingham fyrir Arsenal leikinn: Kvöld hannað fyrir Real Madrid Mörkin frá gærkvöldinu þegar tapliðin fögnuðu í Meistaradeildinni „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Spiluðu óvart rangt lag fyrir stórleikinn á Villa Park Óvænt vandræði á Villa Park en PSG í undanúrslit Þrenna Guirassy ekki nóg gegn Barcelona Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking Segir Real þurfa hug, hjarta og hreðjar gegn Arsenal „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ Varar Arsenal menn við: „Real Madrid er Real Madrid“ „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ „Það verður alltaf talað um hana“ „KA búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við“ „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Besta spáin 2025: Skjöldurinn fer ekki neitt Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Besta-spáin 2025: Nýir tímar en sömu væntingar á Hlíðarenda Andriy Shevchenko á leið til Íslands Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ Fékk dauðan grís í verðlaun Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Sjá meira
Ísland þarf sigur sem og treysta á að Wales tapi stigum gegn Tyrklandi á útivelli til þess að stilla upp hreinum úrslitaleik við Wales í Cardiff um umspilssæti fyrir A-deild Þjóðadeildarinnar en fjögur stig skilja nú liðin að. Landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson er mættur aftur í landsliðið eftir langa fjarveru vegna meiðsla og er það kærkomið fyrir landsliðið að fá mann með hans reynslu aftur inn. „Klárlega. Hann býr yfir ákveðnum drifkrafti,” segir Hareide um Aron í samtali við íþróttadeild. „Býr að þessari áralöngu reynslu sem fyrirliði og það er mjög náttúrulegt fyrir hann að snúa aftur í landsliðið og smella þar beint inn. Hann er maðurinn sem heldur liðsfélögum sínum á tánum. Hann er okkur mjög mikilvægur.“ Klippa: Aron Einar klár í að byrja gegn Svartfjallalandi En er Aron klár í að byrja gegn Svartfellingum? „Já hann lítur vel út. Er klár. Hann er búinn að spila tvo leiki í Meistaradeild Asíu í aðdraganda verkefnisins. Hann er heill heilsu og það er mikilvægt eftir að hafa glímt við meiðsli yfir lengri tíma. Honum hlakkar til að láta til sín taka í leiknum.“ Leikurinn við Svartfellinga fer fram í Niksic og felst hættulegur andstæðingur í heimamönnum sem, þrátt fyrir að vera stigalausir, hafa verið að taka skref upp á við. „Það er ekki auðvelt verk að mæta þeim. Þeir búa að góðum frammistöðum bæði frá leik sínum gegn Wales sem og Tyrklandi. Mér finnst þeir hafa bætt sig frá því að við mættum þeim á Laugardalsvelli en það höfum við einnig gert. Við áttum skilið fleiri stig en við náðum í úr síðasta verkefni og verðum að slá frá okkur núna. Sigra Svartfjallaland til þess að eiga möguleika gegn Wales.“ Fyrri leik liðanna á Laugardalsvelli lauk með 2-0 sigri Íslands þar sem að bæði mörk okkar manna komu úr föstum leikatriðum. Í samtali við íþróttadeild sagði Robert Prosinecki, þjálfari Svartfellinga að þeir hefðu farið sérstaklega yfir föstu leikatriði Íslands í aðdraganda leiksins. Er Hareide klár með einhver brögð upp í erminni hvað föstu leikatriðin varðar fyrir leik kvöldsins? „Já hver veit. Föstu leikatriðin gengu upp hjá okkur í fyrri leiknum en núna tel ég okkur hafa bætt sóknarleik okkar, höfum skorað sjö mörk í þessari Þjóðadeild, meðal annars mörk gegn Wales og Tyrklandi. Við erum sannfærðir um að geta skilað góðum leik gegn Svartfjallalandi.“ Svartfellingar verða án sinnar helstu stjörnu, fyrirliðans Stevan Jovetic sem tekur út leikbann í dag. Hareide segir það högg fyrir Svartfjallaland en einbeiting íslenska liðsins hefur farið á eigin leik í aðdraganda leiksins. „Jovetic er góður leikmaður sem býr yfir mikilli reynslu en höfum lítið hugsað um einst leikmenn Svartfjallaland. Fókusinn hefur verið á okkar leik, okkar lið og við erum klárir."
Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Fótbolti Mest lesið Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Varaforseti Bandaríkjanna braut bikarinn Sport „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Íslenski boltinn Mörkin frá gærkvöldinu þegar tapliðin fögnuðu í Meistaradeildinni Fótbolti Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu Fótbolti Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug Körfubolti Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar Íslenski boltinn Baðst afsökunar á því að hafa beðið um að mótherjinn setti á sig svitalyktareyði Sport Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Körfubolti Bellingham fyrir Arsenal leikinn: Kvöld hannað fyrir Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ Bellingham fyrir Arsenal leikinn: Kvöld hannað fyrir Real Madrid Mörkin frá gærkvöldinu þegar tapliðin fögnuðu í Meistaradeildinni „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Spiluðu óvart rangt lag fyrir stórleikinn á Villa Park Óvænt vandræði á Villa Park en PSG í undanúrslit Þrenna Guirassy ekki nóg gegn Barcelona Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking Segir Real þurfa hug, hjarta og hreðjar gegn Arsenal „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ Varar Arsenal menn við: „Real Madrid er Real Madrid“ „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ „Það verður alltaf talað um hana“ „KA búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við“ „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Besta spáin 2025: Skjöldurinn fer ekki neitt Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Besta-spáin 2025: Nýir tímar en sömu væntingar á Hlíðarenda Andriy Shevchenko á leið til Íslands Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ Fékk dauðan grís í verðlaun Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Sjá meira