„Við munum þurfa að finna út úr því vandamáli á morgun“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 16. nóvember 2024 19:44 Åge Hareide, landsliðsþjálfari Íslands. EPA-EFE/STRINGER Åge Hareide var ánægður með 2-0 sigur Íslands gegn Svartfjallalandi. Leikplanið sem hann lagði upp með var ekki framkvæmanlegt við erfiðar vallaraðstæður en liðið sýndi sótti sigur með dugnaði og baráttu í seinni hálfleik. Hann hefur ekki úr mörgum varnarmönnum að velja í næsta leik en ætlar að finna út úr því vandamáli á morgun. „Stundum er fótboltinn skrítinn. Við áttum meira skilið úr síðasta verkefni en aðeins eitt stig gegn Wales. Í dag spiluðum við alls ekki vel, en börðumst vel í seinni hálfleik og varamennirnir breyttu leiknum,“ sagði Åge eftir leik. „Við höfum verið að æfa vel og lítum vel út en síðan mættum við í erfiðar aðstæður í dag. Gátum ekki spilað eins og við vildum spila, þurftum að leita í langa bolta og unnum ekki oft seinni boltann. Svartfellingar voru aggressívir og það var vel gert hjá strákunum að taka þrjú stig úr þessum mikilvæga leik,“ hélt hann svo áfram. Mikilvægur sigur og úrslitaleikur framundan Sigurinn setur upp úrslitaleik fyrir Ísland gegn Wales næsta þriðjudag upp á annað sæti í Þjóðadeildarriðlinum. „Þetta var gríðarmikilvægur leikur fyrir okkur og gefur okkur tækifæri til að enda í öðru sæti. Við vitum að við getum veitt Wales leik og verðum að sýna það á útivelli núna.“ Óvissa með Aron og Logi í banni Åge mun þurfa að gera breytingar á liðinu í þeim leik. Aron Einar Gunnarsson fór meiddur af velli og staðan á honum er óljós fyrir leikinn á þriðjudag. Víst er þó að Logi Tómasson verður ekki með þar sem hann fékk gult spjald í dag og mun taka út leikbann. „Leiðinlegt fyrir Aron því hann hefur litið vel út á æfingum alla vikuna. Hann veitir öðrum innblástur og það er það sem ég er að leita að. En Victor kom vel inn, hann er traustur og sterkur varnarmaður,“ sagði Åge og greindi frá því að hann væri ekki viss hvort Aron gæti tekið þátt í leiknum gegn Wales á þriðjudag. „Því miður missum við Loga út í næsta leik. Við munum þurfa að finna út úr því vandamáli á morgun,“ sagði Åge að lokum. Viðtalið við Åge má sjá í heild sinni í spilaranum að ofan. Næsti landsleikur Íslands verður gegn Wales ytra á þriðjudaginn. Útsending og upphitun hefst á Stöð 2 Sport klukkan 19:15. Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Persónulegar ástæður fyrir brotthvarfi Vésteins Sport Blá og marin rétt fyrir EM: „Vissi ekki hvort ég ætti að hlæja eða gráta“ Sport Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ Körfubolti Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Fótbolti Segir að Cecilía verði keypt fyrir metverð Fótbolti Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Enski boltinn Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Íslenski boltinn Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Íslenski boltinn Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði Íslenski boltinn Hildur fékk svakalegt glóðarauga Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Inter - Barcelona | Mögnuð skemmtun áfram? Milljarðar í kassann á leik kvöldsins og nýtt met Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Lék sinn fyrsta leik með Al-Gharafa í rúma þrjá mánuði Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Dembélé klár fyrir leikinn gegn Arsenal Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Segir að Cecilía verði keypt fyrir metverð Kroos segir að Pedri sé mikilvægari en Yamal, Raphinha og Lewandowski Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði Hildur fékk svakalegt glóðarauga Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Klobbaði eldri bróður sinn á stóra sviðinu „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ „Settum meiri pressu á þá þegar líða tók á leikinn“ „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Kristófer: Þetta var alveg frábær tilfinning Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Uppgjörið: Afturelding - Stjarnan 3-0 | Nýliðarnir öflugir á heimavelli Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti Cecilía valin besti markvörðurinn í ítölsku deildinni Markvörðurinn mætti of seint í leikinn Uppgjörið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar Glódis Perla spöruð á bekknum „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ Sjá meira
„Stundum er fótboltinn skrítinn. Við áttum meira skilið úr síðasta verkefni en aðeins eitt stig gegn Wales. Í dag spiluðum við alls ekki vel, en börðumst vel í seinni hálfleik og varamennirnir breyttu leiknum,“ sagði Åge eftir leik. „Við höfum verið að æfa vel og lítum vel út en síðan mættum við í erfiðar aðstæður í dag. Gátum ekki spilað eins og við vildum spila, þurftum að leita í langa bolta og unnum ekki oft seinni boltann. Svartfellingar voru aggressívir og það var vel gert hjá strákunum að taka þrjú stig úr þessum mikilvæga leik,“ hélt hann svo áfram. Mikilvægur sigur og úrslitaleikur framundan Sigurinn setur upp úrslitaleik fyrir Ísland gegn Wales næsta þriðjudag upp á annað sæti í Þjóðadeildarriðlinum. „Þetta var gríðarmikilvægur leikur fyrir okkur og gefur okkur tækifæri til að enda í öðru sæti. Við vitum að við getum veitt Wales leik og verðum að sýna það á útivelli núna.“ Óvissa með Aron og Logi í banni Åge mun þurfa að gera breytingar á liðinu í þeim leik. Aron Einar Gunnarsson fór meiddur af velli og staðan á honum er óljós fyrir leikinn á þriðjudag. Víst er þó að Logi Tómasson verður ekki með þar sem hann fékk gult spjald í dag og mun taka út leikbann. „Leiðinlegt fyrir Aron því hann hefur litið vel út á æfingum alla vikuna. Hann veitir öðrum innblástur og það er það sem ég er að leita að. En Victor kom vel inn, hann er traustur og sterkur varnarmaður,“ sagði Åge og greindi frá því að hann væri ekki viss hvort Aron gæti tekið þátt í leiknum gegn Wales á þriðjudag. „Því miður missum við Loga út í næsta leik. Við munum þurfa að finna út úr því vandamáli á morgun,“ sagði Åge að lokum. Viðtalið við Åge má sjá í heild sinni í spilaranum að ofan. Næsti landsleikur Íslands verður gegn Wales ytra á þriðjudaginn. Útsending og upphitun hefst á Stöð 2 Sport klukkan 19:15.
Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Persónulegar ástæður fyrir brotthvarfi Vésteins Sport Blá og marin rétt fyrir EM: „Vissi ekki hvort ég ætti að hlæja eða gráta“ Sport Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ Körfubolti Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Fótbolti Segir að Cecilía verði keypt fyrir metverð Fótbolti Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Enski boltinn Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Íslenski boltinn Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Íslenski boltinn Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði Íslenski boltinn Hildur fékk svakalegt glóðarauga Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Inter - Barcelona | Mögnuð skemmtun áfram? Milljarðar í kassann á leik kvöldsins og nýtt met Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Lék sinn fyrsta leik með Al-Gharafa í rúma þrjá mánuði Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Dembélé klár fyrir leikinn gegn Arsenal Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Segir að Cecilía verði keypt fyrir metverð Kroos segir að Pedri sé mikilvægari en Yamal, Raphinha og Lewandowski Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði Hildur fékk svakalegt glóðarauga Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Klobbaði eldri bróður sinn á stóra sviðinu „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ „Settum meiri pressu á þá þegar líða tók á leikinn“ „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Kristófer: Þetta var alveg frábær tilfinning Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Uppgjörið: Afturelding - Stjarnan 3-0 | Nýliðarnir öflugir á heimavelli Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti Cecilía valin besti markvörðurinn í ítölsku deildinni Markvörðurinn mætti of seint í leikinn Uppgjörið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar Glódis Perla spöruð á bekknum „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ Sjá meira
Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Íslenski boltinn
Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Íslenski boltinn