Fótbolti

Fótbolti

Allt það helsta sem gerist í fótbolta um víða veröld.

Fréttamynd

Chelsea vill fá Guehi aftur

Forráðamenn Chelsea hafa áhuga á því að klófesta aftur varnarmanninn Marc Guehi frá Crystal Palace. Félagið seldi leikmanninn til Palace á 18 milljónir punda árið 2021.

Enski boltinn
Fréttamynd

Elfsborg að kaupa Júlíus Magnús­son

Samkvæmt norska miðlinum Nettavisen er sænska félagið Elfsborg að kaupa fyrirliða Fredrikstad, Júlíus Magnússon, á tíu milljónir sænskra króna, eða því sem samsvarar 126 milljónum íslenskra króna.

Fótbolti
Fréttamynd

Son fram­lengir við Spurs

Tottenham hefur virkjað framlengingarákvæði í samningi fyrirliða liðsins, Sons Heung-min. Hann er nú samningsbundinn Tottenham til sumarsins 2026.

Enski boltinn
Fréttamynd

Messi skrópaði í Hvíta húsið

Argentínski knattspyrnumaðurinn Lionel Messi var gagnrýndur fyrir að láta ekki sjá sig þegar Joe Biden, fráfarandi Bandaríkjaforseti, ætlaði að sæma hann bandarísku forsetaorðunni.

Fótbolti
Fréttamynd

Mo Salah skýtur á Carragher

Jamie Carragher hefur gagnrýnt það hvernig Mohamed Salah hefur talað um samningamál sín í fjölmiðlum. Á sama tíma og Egyptinn hefur verið besti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar þá er samingur hans að renna út í sumar.

Enski boltinn
Fréttamynd

Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire

Daniel Sturridge, fyrrverandi framherji Liverpool, skellti skuldinni á Joshua Zirkzee vegna færisins sem Harry Maguire klúðraði undir lok 2-2 jafnteflis Liverpool og Manchester United í ensku úrvalsdeildinni í gær.

Enski boltinn
Fréttamynd

Guð­mundur í Brim nældi í treyjuna

Knattspyrnukonan Glódís Perla Viggósdóttir, nýkjörinn íþróttamaður ársins, seldi áritaða treyju sína úr 3-0 sigrinum á Þýskalandi síðasta sumar til útgerðarmannsins Guðmundar Kristjánssonar, oft kenndur við Brim.

Lífið