Fótbolti

Fótbolti

Allt það helsta sem gerist í fótbolta um víða veröld.

Fréttamynd

„Ó­skiljan­legt að setja Er­lend í þetta verk­efni"

Jón Þór Hauksson, þjálfari Skagamanna, var einkar ósáttur við störf dómara leiks ÍA og Víkings í Bestu deild karla í fótbolta í dag. Jón Þór tíndi til tvö atriði sem hann var sérstaklega óánægður með. Þá var Jón Þór hundfúll með að Erlendur Eiríksson væri settur í það verkefni að vera fjórði dómari þessa leiks. 

Fótbolti
Fréttamynd

„Gæti verið minn síðasti leikur á laugar­daginn“

„Ég bara veit það ekki. Veit ekki hvað ég mun gera eftir tímabilið, þarf bara að setjast niður eftir næstu helgi og spá í því hvað mig langar að gera,“ segir Gylfi Þór Sigurðsson, leikmaður Vals og markahæsti landsliðsmaður Íslands frá upphafi. Lokaleikur tímabilsins gegn ÍA næstu helgi gæti orðið hans síðasti á ferlinum.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Nýir þjálfarar drepi alla sköpun

Frakkinn Raphael Varane, sem nýlega lagði knattspyrnuskóna á hilluna, segir nýja kynslóð knattspyrnuþjálfara drepa sköpunargleði leikmanna. Ítalinn Carlo Ancelotti, sem þjálfaði Varane hjá Real Madrid, sé einn fárra sem leyfi leikmönnum að njóta sín.

Fótbolti
Fréttamynd

Ræddu við tíu en fáir kannast við sím­tal

Eddie Howe og Sean Dyche segjast hvorugur hafa fengið símtal frá enska knattspyrnusambandinu vegna landsliðsþjálfarastarfs Englands. Sambandið kveðst hafa rætt við tíu aðila áður en það réði Thomas Tuchel til starfa.

Enski boltinn
Fréttamynd

Tvær breytingar á Bandaríkjahópnum

Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari kvenna í fótbolta, hefur neyðst til að gera tvær breytingar á landsliðshópnum sem tekst á við Bandaríkin í tveimur æfingaleikjum síðar í mánuðinum.

Fótbolti