Alex kveður eftir „þrjú frábær ár“ Alex Þór Hauksson hefur spilað sinn síðasta leik með sænska félaginu Öster. Fótbolti 29. nóvember 2023 08:46
Sjáðu vítið umdeilda í París, endurkomur Barca og Man. City og öll hin mörkin Átta leikir fóru fram í Meistaradeildinni í fótbolta í gærkvöldi og nú má sjá öll mörkin úr leikjunum hér inn á Vísi. Fótbolti 29. nóvember 2023 08:31
Gömul hetja vill sjá Garnacho hætta að apa eftir Ronaldo Alejandro Garnacho skoraði stórkostlegt mark með bakfallsspyrnu í sigri Manchester United á Everton um helgina, mark sem Cristiano Ronaldo hefði verið mjög stoltur af. Þetta var líka mark sem aðeins maður með hæfileika, hroka og sjálfstraust Ronaldo gæti skorað. Enski boltinn 29. nóvember 2023 07:11
Tíu mínútur í kælingu fyrir kjaftbrúk eða taktísk brot Enska úrvalsdeild karla í knattspyrnu stefnir á að taka upp tíu mínútna kælingu fyrir leikmenn sem fá gult spjald fyrir taktískt brot eða munnsöfnuð. Verður þetta ekki eina breytingin sem tekin verður upp á næstu leiktíð. Enski boltinn 29. nóvember 2023 06:46
Barcelona og Atlético Madríd í sextán liða úrslit Barcelona og Atlético Madríd eru komin áfram í 16-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu. Fótbolti 28. nóvember 2023 22:44
Dortmund áfram eftir góðan sigur í Mílanó Borussia Dortmund vann 3-1 útisigur á AC Milan í Meistaradeild Evrópu og tryggði sér um leið sæti í 16-liða úrslitum keppninnar. Fótbolti 28. nóvember 2023 22:15
Dramatísk vítaspyrna bjargvættur PSG Kylian Mbappé tryggði París Saint-Germain stig gegn Newcastle United í Meistaradeild Evrópu með marki úr umdeildri vítaspyrnu í blálokin. Stigið þýðir að PSG er í góðri stöðu til að komast áfram í 16-liða úrslit Meistaradeildarinnar. Fótbolti 28. nóvember 2023 22:10
Evrópumeistararnir með fullt hús stiga eftir magnaða endurkomu Evrópumeistarar Manchester City þurftu að hafa fyrir hlutunum gegn RB Leipzig í kvöld þegar liðið vann RB Leipzig 3-2 í Manchester. Staðan í hálfleik var 0-2 en þrjú mörk í síðari hálfleik tryggðu sigurinn og fullkominn árangur heimamanna í Meistaradeildinni til þessa. Fótbolti 28. nóvember 2023 22:00
Celtic og Antwerp enn á án sigurs Tveimur af leikjum kvöldsins í Meistaradeild Evrópu karla í knattspyrnu er nú lokið. Celtic og Antwerp eru enn án sigurs og eiga enga möguleika á að komast áfram í 16-liða úrslit né enda í 3. sæti og komast þar með í 32-liða úrslit Evrópudeildarinnar. Fótbolti 28. nóvember 2023 20:10
Blikar mæta Maccabi Tel Aviv á Kópavogsvelli Leikur Breiðabliks og Maccabi Tel Aviv í Sambandsdeild Evrópu í knattspyrnu mun fara fram á Kópavogsvelli. Líkt og aðrir heimaleikir Breiðabliks átti leikurinn að fara fram á Laugardalsvelli en vetur konungur hefur sett strik í reikninginn. Fótbolti 28. nóvember 2023 19:42
Lið Óskars Hrafns að sækja Hlyn Frey á Hlíðarenda Valur hefur samþykkt tilboð norska efstu deildarliðsins Haugasund í hinn unga og efnilega Hlyn Frey Karlsson. Óskar Hrafn Þorvaldsson tekur við stjórn Haugesund þegar tímabilinu í Noregi lýkur. Íslenski boltinn 28. nóvember 2023 19:31
Miðjumaðurinn frá keppni þangað til á nýju ári Fábio Vieira, miðjumaður enska toppliðsins Arsenal, verður frá keppni þangað til á næsta ári. Þetta staðfesti Mikel Arteta, þjálfari liðsins, á blaðamannafundi í dag. Enski boltinn 28. nóvember 2023 18:00
Fram semur við þá markahæstu í íslenska fótboltanum á árinu Framarar hafa styrkt kvennalið sitt fyrir komandi sumar og það með því að semja við leikmanninn sem skoraði mest allra, hjá körlum sem konum, á Íslandsmótinu í knattspyrnu sumarið 2023. Íslenski boltinn 28. nóvember 2023 17:15
Mata meistari í tveimur mismunandi löndum á þessu ári Spænski knattspyrnumaðurinn Juan Mata er enn að spila og enn að vinna titla. Hann vann deildir í tveimur löndum á þessu ári og endaði með því langa bið sína. Fótbolti 28. nóvember 2023 16:31
Ole kveður KR Ole Martin Nesselquist og Knattspyrnufélag Reykjavíkur hafa komist að samkomulagi um samningslok þar sem að Ole Martin óskaði eftir leyfi frá félaginu til þess að gerast aðalþjálfari hjá liði í heimalandi sínu, Noregi. Íslenski boltinn 28. nóvember 2023 16:09
Guardiola minnist ótrúlegs Venables Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, vottaði Terry Venables virðingu sína á blaðamannafundi í gær. Fótbolti 28. nóvember 2023 16:00
Sverrir fær mikið lof fyrir viðbrögð sín á erfiðri stundu fyrir Alexander Íslenski landsliðsmaðurinn í fótbolta, Sverrir Ingi Ingason, leikmaður danska úrvalsdeildarfélagsins FC Midtjylland fær mikið lof á samfélagsmiðlum eftir að hann tók sig til og hughreysti Alexander Lind, leikmann Silkeborgar í leik liðanna á dögunum. Fótbolti 28. nóvember 2023 15:15
Yfirlýsingar að vænta frá KR vegna Ole Martin Háværar sögusagnir þess efnis að Ole Martin Nesselquist sé hættur sem aðstoðarþjálfari karlaliðs KR í fótbolta eru nú á kreiki. Íslenski boltinn 28. nóvember 2023 14:16
„Allt mun einfaldara áður en Messi kom inn í líf mitt“ Spænski blaðamaðurinn Guillem Balague skrifar ítarlega grein á vef BBC þar sem að hann fer yfir Messi æðið sem hefur gripið Bandaríkin í kjölfar komu argentínsku knattspyrnugoðsagnarinnar Lionel Messi til MLS liðsins Inter Miami. Fótbolti 28. nóvember 2023 13:30
Vallarstjóranum kennt um tap í lykilleik Það eru ekki aðeins krefjandi aðstæður í Laugardalnum þegar kemur að því að halda fótboltavöllum spilhæfum inn í veturinn. Fótbolti 28. nóvember 2023 13:00
Segir slæma dómgæslu hafa áhrif á orðspor og lífsviðurværi fólks Knattspyrnustjóri Wolves, Gary O'Neil, var enn og aftur ósáttur við dómgæsluna eftir leik Úlfanna gegn Fulham í ensku úrvalsdeildinni í gær. Enski boltinn 28. nóvember 2023 12:00
Komu Heimi á óvart í beinni í Bítinu Heimi Hallgrímssyni, landsliðsþjálfara karlaliðs Jamaíka í fótbolta, var komið skemmtilega á óvart í beinni útsendingu í Bítinu á Bylgjunni í morgun þar sem að hann var til viðtals frá Vestmannaeyjum. Umsjónarmenn Bítisins brustu í söng, Heimi til heiðurs, í upphafi viðtalsins. Fótbolti 28. nóvember 2023 10:55
Segir að fótboltinn hafi leitt til andláts dóttur sinnar Enska fótboltafélagið Sheffield United rannsakar nú atburði sem gætu hafa leitt til andláts Maddy Cusack í september. Enski boltinn 28. nóvember 2023 10:00
Man Utd hefur áhuga á að fá Werner í janúar Enska úrvalsdeildarfélagið Manchester United er sagt vilja fá þýska framherjann Timo Werner til liðs við sig þegar félagsskiptaglugginn opnar í janúar. Fótbolti 27. nóvember 2023 23:30
„Ákveðinn hópur sem ég leitaði til“ Guðni Bergsson fyrrverandi formaður KSÍ, sem sækist nú eftir kjöri á ný, kveðst fullur af orku til að halda áfram því starfi sem hann skildi við á sínum tíma. Hann velti fyrir sér framboðinu í nokkrar vikur áður en hann lét slag standa. Fótbolti 27. nóvember 2023 23:24
Willian tryggði Fulham dramatískan sigur Willian reyndist hetja Fulham er liðið vann dramatískan 3-2 sigur gegn Wolves í lokaleik 13. umferðar ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu í kvöld. Fótbolti 27. nóvember 2023 22:01
Girona mistókst að endurheimta toppsætið Liðsmenn Girona þurftu að sætta sig við jafntefli er liðið tók á móti Athletic Bilbao í spænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld. Lokatölur 1-1, en úrslitin þýða að Girona nær ekki að endurheimta toppsæti deildarinnar. Fótbolti 27. nóvember 2023 21:56
Ronaldo bað dómarann um að snúa við dómnum eftir að hann fékk víti Portúgalska stórstjarnan Cristiano Ronaldo er einn mesti markaskorari sögunnar, en hann verður þó ekki sakaður um markagræðgi eftir leik kvöldsins í asísku Meistaradeildinni. Fótbolti 27. nóvember 2023 21:30
Sverrir og Stefán skoruðu báðir í Íslendingaslag Stefán Teitur Þórðarson skoraði eina mark Silkeborg er liðið mátti þola 1-4 tap gegn Sverri Inga Ingasyni og félögum í Midtjylland í dönsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld. Sverrir skoraði fyrsta mark gestanna. Fótbolti 27. nóvember 2023 20:00
Bellingham búinn að bæta met Ronaldo og Di Stefano Jude Bellingham skoraði þriðja mark Real Madrid er liðið vann öruggan 3-0 útisigur gegn Cádiz í spænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í gær. Fótbolti 27. nóvember 2023 19:00