Bayern áfram: Ótrúleg dramatík í Meistaradeildinni Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 18. febrúar 2025 22:22 Alphonso Davies fagnar markinu sem kom Bayern áfram. EPA-EFE/ANNA SZILAGYI Bayern München er komið í 16-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu þökk sé jöfnunarmarki í uppbótartíma gegn Celtic, lokatölur 1-1. Club Brugge vann frækinn 3-1 útisigur á Atalanta og Benfica gerði 3-3 jafntefli við Mónakó sem dugði til. Eftir markalausan fyrri hálfleik kom Nicolas-Gerrit Kühn Celtic óvænt yfir og staðan í einvíginu þar með orðin 2-2. Það stefndi allt í framlengingu en Alphonso Davies hafði ekki áhuga á því og tryggði Bayern farseðilinn í 16-liða úrslit með marki af stuttu færi þegar fjórar mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. Bayern mætir Atlético Madríd eða Bayer Leverkusen í 16-liða úrslitum. Alphonso Davies breaks Celtic hearts in Munich ⏱️#UCL pic.twitter.com/3x4tiyUFza— UEFA Champions League (@ChampionsLeague) February 18, 2025 Brugge frá Belgíu hafði unnið nokkuð óvæntan 2-1 sigur í fyrri leik liðanna og var talið næsta víst að Evrópudeildarmeistarar Atalanta myndu taka sig saman í andlitinu. Annað kom þó á daginn. Hinn 19 ára gamli Chemsdine Talbi kom Brugge yfir strax í upphafi leiks og tvöfaldaði forystu gestanna á 27. mínútu. Í uppbótartíma fyrri hálfleiks skoraði Ferran Jutgla þriðja mark Brugge en hann hafði lagt upp fyrsta mark leiksins. Christos Tzolis lagði upp hin tvö mörkin og staðan 0-3 í hálfleik. Ademola Lookman kom inn af bekknum hjá Atalanta í hálfleik og minnkaði muninn strax í upphafi síðari hálfleiks. Hann fékk svo kjörið tækifæri til að minnka muninn enn frekar þegar klukkustund var liðin en Simon Mignolet varði vítaspyrnu Lookman þá meistaralega. Staðan var enn 1-3 þegar miðvörðurinn Rafael Toloi fékk beint rautt spjald í liði Atalanta. Segja má að þar með hafi heimamenn endalega gefist upp. Club Brugge vann því leikinn 3-1 og einvígið 5-2. Belgarnir mæta annað hvort Lille eða Aston Villa í 16-liða úrslitum. Club Brugge book their spot in the round of 16 👏#UCL pic.twitter.com/XzhCrW51ww— UEFA Champions League (@ChampionsLeague) February 18, 2025 Í Lissabon í Portúgal var Mónakó í heimsókn hjá Benfica. Heimamenn leiddu 1-0 eftir fyrri leikinn og kom Kerem Aktürkoğlu þeim yfir á 22. mínútu. Takumi Minamino jafnaði metin fyrir Mónakó og staðan 1-1 í hálfleik. Eliesse Ben Seghir kom Mónakó yfir í síðari hálfleik en Vangelis Pavlidis jafnaði metin úr vítaspyrnu þegar stundarfjórðungur lifði leiks. Hinn 18 ára gamli George Ilenikhena kom Mónakó yfir á nýjan leik en aftur jöfnuðu heimamenn. Orkun Kökçü með markið sem tryggði Benfica sæti í 16-liða úrslitum. Benfica hold on for a place in the round of 16 🦅#UCL pic.twitter.com/8R8bE8WJs0— UEFA Champions League (@ChampionsLeague) February 18, 2025 Benfica mætir Barcelona eða Liverpool í 16-liða úrslitum. Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir Feyenoord sló AC Milan út Feyenoord er komið áfram í Meistaradeild Evrópu eftir 1-1 jafntefli gegn AC Milan í Mílanó. Þar sem fyrri leik liðanna lauk með 1-0 sigri Feyenoord er hollenska félagið komið í 16-liða úrslit á meðan AC Milan er úr leik. 18. febrúar 2025 19:49 Mest lesið Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Enski boltinn Lena Margrét til Svíþjóðar Handbolti Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Íslenski boltinn Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Körfubolti Fleiri fréttir Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Sjá meira
Eftir markalausan fyrri hálfleik kom Nicolas-Gerrit Kühn Celtic óvænt yfir og staðan í einvíginu þar með orðin 2-2. Það stefndi allt í framlengingu en Alphonso Davies hafði ekki áhuga á því og tryggði Bayern farseðilinn í 16-liða úrslit með marki af stuttu færi þegar fjórar mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. Bayern mætir Atlético Madríd eða Bayer Leverkusen í 16-liða úrslitum. Alphonso Davies breaks Celtic hearts in Munich ⏱️#UCL pic.twitter.com/3x4tiyUFza— UEFA Champions League (@ChampionsLeague) February 18, 2025 Brugge frá Belgíu hafði unnið nokkuð óvæntan 2-1 sigur í fyrri leik liðanna og var talið næsta víst að Evrópudeildarmeistarar Atalanta myndu taka sig saman í andlitinu. Annað kom þó á daginn. Hinn 19 ára gamli Chemsdine Talbi kom Brugge yfir strax í upphafi leiks og tvöfaldaði forystu gestanna á 27. mínútu. Í uppbótartíma fyrri hálfleiks skoraði Ferran Jutgla þriðja mark Brugge en hann hafði lagt upp fyrsta mark leiksins. Christos Tzolis lagði upp hin tvö mörkin og staðan 0-3 í hálfleik. Ademola Lookman kom inn af bekknum hjá Atalanta í hálfleik og minnkaði muninn strax í upphafi síðari hálfleiks. Hann fékk svo kjörið tækifæri til að minnka muninn enn frekar þegar klukkustund var liðin en Simon Mignolet varði vítaspyrnu Lookman þá meistaralega. Staðan var enn 1-3 þegar miðvörðurinn Rafael Toloi fékk beint rautt spjald í liði Atalanta. Segja má að þar með hafi heimamenn endalega gefist upp. Club Brugge vann því leikinn 3-1 og einvígið 5-2. Belgarnir mæta annað hvort Lille eða Aston Villa í 16-liða úrslitum. Club Brugge book their spot in the round of 16 👏#UCL pic.twitter.com/XzhCrW51ww— UEFA Champions League (@ChampionsLeague) February 18, 2025 Í Lissabon í Portúgal var Mónakó í heimsókn hjá Benfica. Heimamenn leiddu 1-0 eftir fyrri leikinn og kom Kerem Aktürkoğlu þeim yfir á 22. mínútu. Takumi Minamino jafnaði metin fyrir Mónakó og staðan 1-1 í hálfleik. Eliesse Ben Seghir kom Mónakó yfir í síðari hálfleik en Vangelis Pavlidis jafnaði metin úr vítaspyrnu þegar stundarfjórðungur lifði leiks. Hinn 18 ára gamli George Ilenikhena kom Mónakó yfir á nýjan leik en aftur jöfnuðu heimamenn. Orkun Kökçü með markið sem tryggði Benfica sæti í 16-liða úrslitum. Benfica hold on for a place in the round of 16 🦅#UCL pic.twitter.com/8R8bE8WJs0— UEFA Champions League (@ChampionsLeague) February 18, 2025 Benfica mætir Barcelona eða Liverpool í 16-liða úrslitum.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir Feyenoord sló AC Milan út Feyenoord er komið áfram í Meistaradeild Evrópu eftir 1-1 jafntefli gegn AC Milan í Mílanó. Þar sem fyrri leik liðanna lauk með 1-0 sigri Feyenoord er hollenska félagið komið í 16-liða úrslit á meðan AC Milan er úr leik. 18. febrúar 2025 19:49 Mest lesið Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Enski boltinn Lena Margrét til Svíþjóðar Handbolti Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Íslenski boltinn Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Körfubolti Fleiri fréttir Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Sjá meira
Feyenoord sló AC Milan út Feyenoord er komið áfram í Meistaradeild Evrópu eftir 1-1 jafntefli gegn AC Milan í Mílanó. Þar sem fyrri leik liðanna lauk með 1-0 sigri Feyenoord er hollenska félagið komið í 16-liða úrslit á meðan AC Milan er úr leik. 18. febrúar 2025 19:49