Staða Bayern á toppnum styrktist Staða Bayern München í efsta sæti þýsku úrvalsdeildarinnar styrktist enn frekar í dag. Bæjarar unnu Hedenheim 4-2 á meðan Eintracht Frankfurt, sem situr í öðru sæti og hafði unnið fjóra deildarleiki í röð, gerði 2-2 jafntefli við Augsburg. Fótbolti 7. desember 2024 16:51
Skoraði mínútu eftir að hún kom inn á Alexandra Jóhannsdóttir var ekki lengi að láta að sér kveða eftir að hún kom inn á sem varamaður í 1-3 sigri Fiorentina á Sampdoria í ítölsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Fótbolti 7. desember 2024 16:01
Diljá með þrennu í bikarsigri Landsliðskonan Diljá Ýr Zomers skoraði þrennu þegar Leuven vann stórsigur á Olsa Brakel, 1-6, í átta liða úrslitum belgísku bikarkeppninnar í dag. Fótbolti 7. desember 2024 15:32
Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Tveir stórsigrar unnust í fyrstu leikjum Bose-bikarsins í fótbolta í dag. Víkingur og KR unnu sína leiki örugglega. Íslenski boltinn 7. desember 2024 15:23
Amanda skoraði og Glódís fór á toppinn Landsliðskonurnar í fótbolta, Amanda Andradóttir og Glódís Perla Viggósdóttir, áttu góðu gengi að fagna með liðum sínum í dag. Fótbolti 7. desember 2024 15:06
Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Fótboltadómarinn Elías Ingi Árnason kveðst hafa fengið áfall þegar hann sá endursýningu af umdeildum dómi sínum í leik ÍA og Víkings í Bestu deild karla í fótbolta í sumar. Dómurinn hafði sitt um niðurstöðu leiksins að segja og segir Elías dóminn einfaldlega hafa verið rangan. Íslenski boltinn 7. desember 2024 14:49
Vuk í Fram Fótboltamaðurinn Vuk Oskar Dimitrijevic er genginn í raðir Fram frá FH sem hann hefur leikið með undanfarin ár. Íslenski boltinn 7. desember 2024 14:48
Í beinni: Real Betis - Barcelona | Barca ætlar ekki að gefa toppsætið eftir Vísir er með beina textalýsingu frá leik Real Betis og Barcelona í spænsku úrvalsdeildinni í fótbolta. Fótbolti 7. desember 2024 14:47
Jón Dagur tekinn af velli í hálfleik Hertha Berlin, lið landsliðsmannsins Jóns Dags Þorsteinssonar, tapaði fyrir Greuther Fürth, 2-1, í þýsku B-deildinni í fótbolta í dag. Fótbolti 7. desember 2024 14:00
Hélt að rauð viðvörun þýddi stórsigur Liverpool-manna Stórleik Everton og Liverpool í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta, sem átti að fara fram nú í hádeginu, hefur verið frestað vegna veðurs. Íslensk hjón sem gert höfðu sér ferð á leikinn deyja ekki ráðalaus og ætla að horfa á Manchester-liðin tapa í dag í staðinn. Enski boltinn 7. desember 2024 11:35
„Erum stórt félag en ekki stórt lið“ Ruben Amorim segir að Manchester United sé stórt félag en ekki stórt lið og það standi þeim bestu í ensku úrvalsdeildinni talsvert að baki. Enski boltinn 7. desember 2024 11:16
Þurftu að halda Guardiola svo hann myndi ekki hjóla í mann Félagar Peps Guardiola, knattspyrnustjóra Manchester City, þurftu að halda honum svo hann réðist ekki á mann úti á götu. Enski boltinn 7. desember 2024 10:32
Merseyside-slagnum frestað vegna veðurs Leik Everton og Liverpool sem átti að hefjast í hádeginu hefur verið frestað vegna veðurs. Enski boltinn 7. desember 2024 09:12
Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR Eiður Gauti Sæbjörnsson er nafn sem fáir knattspyrnuunnendur könnuðust við áður en hann hóf að leika fyrir HK í Bestu deildinni í sumar. Það er ekki furða enda hefur sá leikið fyrir Ými í 3. og 4. deild allan sinn feril. Nýlega færði Eiður sig um set og er nýjasti leikmaður KR. Íslenski boltinn 7. desember 2024 09:00
„Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ „Þetta er ótrúleg tilfinning. Maður bjóst einhvern veginn aldrei við þessu. Við bræðurnir saman í uppeldisfélaginu okkar,“ segir markvörðurinn Jökull Andrésson eftir mikinn gleðidag í Mosfellsbæ í gær, þegar nýliðar Aftureldingar í Bestu deildinni kynntu til leiks fjóra leikmenn. Íslenski boltinn 7. desember 2024 08:01
Amorim skoraði hjá Nuno í bikarúrslitaleik Fyrir fjórtán árum skoraði Ruben Amorim hjá Nuno Espírito Santo í bikarúrslitaleik í Portúgal. Á morgun mætast þeir sem stjórar í leik Manchester United og Nottingham Forest í ensku úrvalsdeildinni. Enski boltinn 6. desember 2024 23:30
Atalanta á toppinn Ademola Lookman skoraði sigurmark Atalanta gegn AC Milan, 2-1, í ítölsku úrvalsdeildinni í kvöld. Með sigrinum komst Atalanta á topp deildarinnar. Fótbolti 6. desember 2024 21:41
Hákon skoraði í sigri Lille Lille vann 3-1 sigur á Brest í frönsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. Hákon Arnar Haraldsson var á skotskónum í liði heimamanna. Fótbolti 6. desember 2024 20:00
Karólína hafði betur gegn Sveindísi og fór á toppinn Bayer Leverkusen vann 1-0 sigur á Wolfsburg í þýsku úrvalsdeildinni í fótbolta. Þar hafði Karólína Lea Vilhjálmsdóttir betur gegn Sveindísi Jane Jónsdóttur. Fótbolti 6. desember 2024 19:23
Þungavigtarbikarinn hefst í janúar Er jólunum lýkur styttist snarlega í Íslandsmótið í fótbolta og upphitun hefst fyrir það strax í janúar. Íslenski boltinn 6. desember 2024 17:47
„Heyrt margar reynslusögur“ „Þegar Afturelding hafði samband þá var ekki aftur snúið,“ segir Oliver Sigurjónsson sem genginn er til liðs við Aftureldingu frá Íslandsmeisturum Breiðabliks. Hann hlakkar mikið til að taka þátt í fyrstu leikjum nýliðanna í Bestu deildinni næsta sumar. Íslenski boltinn 6. desember 2024 16:00
Aðeins 1899 eintök í boði af nýja afmælisbúningi AC Milan AC Milan heldur upp á 125 ára afmælið sitt í ár og af því tilefni mun liðið spila einn leik í sérstökum afmælisbúningi. Fótbolti 6. desember 2024 15:31
Mourinho svaraði Guardiola: Ég vann mína þrjá titla drengilega Það borgar sig aldrei að skjóta á portúgalska knattspyrnustjórann Jose Mourinho ef þú vilt ekki fá fast skot til baka. Því fékk Pep Guardiola að kynnast. Enski boltinn 6. desember 2024 15:02
Glódís í 41. sæti í heiminum Glódís Perla Viggósdóttir, landsliðsmiðvörður í fótbolta, hefur bætt rós í hnappagat sitt. Eftir að hafa verið tilnefnd til Gullboltans í haust, fyrst Íslendinga, er hún nú í 41. sæti lista The Guardian yfir bestu fótboltakonur í öllum heiminum. Fótbolti 6. desember 2024 13:48
Rafa Benítez hefur áhuga á því að taka við norska landsliðinu Rafael Benítez segir það alveg koma til greina að taka við norska karlalandsliðinu í fótbolta. Umræða um Spánverjann sem næsta þjálfara norska liðsins flæðir um norska fjölmiðla þessa dagana. Fótbolti 6. desember 2024 13:01
Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Nýliðar Aftureldingar eru staðráðnir í að láta til sín taka á sinni fyrstu leiktíð í Bestu deild karla í fótbolta. Félagið kynnti í dag fjóra leikmenn til leiks sem taka munu slaginn með liðinu, og í þeim hópi eru afar öflugir bræður og Íslandsmeistari. Íslenski boltinn 6. desember 2024 12:09
Ísland með eitt yngsta liðið í Evrópu Meðalaldur leikmanna íslenska karlalandsliðsins í fótbolta á þessu ári var einn sá lægsti hjá landsliðunum 54 í Evrópu. Fótbolti 6. desember 2024 11:33
„Held að þetta sé ekki algengt á Íslandi“ Íslandstenging er danska úrvalsdeildarfélaginu Lyngby mikilvæg. Þess vegna hefur félagið ráðið njósnara hér á landi, Vigfús Arnar Jósefsson. Hann mun benda þeim á og fylgjast með efnilegum og góðum leikmönnum á Íslandi. Fótbolti 6. desember 2024 09:31
United fjölskyldan syrgir Kath Phipps en hún þjónaði félaginu í 55 ár Manchester United greindi frá fráfalli Kath Phipps á miðlum sínum í gær en hennar verður sárt saknað hjá þeim sem þekktu hana sem voru flestir sem hafa komið við sögu hjá félaginu undanfarna fimm áratugi. Enski boltinn 6. desember 2024 08:31
Fór að rífast við áhorfendur eftir leik Ange Postecoglou, knattspyrnustjóri Tottenham, fór að skipta sér að áhorfendum eftir sáran tapleik á móti Bournemouth í ensku úrvalsdeildinni í gærkvöldi. Enski boltinn 6. desember 2024 08:10