Fótbolti

Mbappé skaut Real Madrid upp í topp­sætið

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Kylian Mbappe fagnar hér sigurmarki sínu fyrir Real Madrid í kvöld.
Kylian Mbappe fagnar hér sigurmarki sínu fyrir Real Madrid í kvöld. Getty/David Ramos

Kylian Mbappé var áfram á skotskónum í kvöld þegar Real Madrid náði toppsætinu í spænsku deildinni af erkifjendum sínum í Barcelona.

Real Madrid vann þá 2-0 útisigur á Villarreal og er komið tveimur stigum á undan Börsungum í töflunni. Barcelona getur endurheimt toppsætið vinni liðið leikinn sem liðið á inni á morgun.

Mbappé skoraði fyrsta mark leiksins á 47. mínútu en það kom eftir undirbúning Vinicius Junior. Hann bætti síðan við öðru marki úr vítaspyrnu í uppbótartíma.

Mbappé er þar með kominn með 21 deildarmark og hefur skorað sjö mörkum meira en næsti maður á lista.

Real Madrid hefur nú unnið fimm deildarleiki í röð en þetta var þriðji sigur þess síðan Alvaro Arbeloa tók við þjálfun liðsins af Xabi Alonso.

Fyrsti leikur Arbeloa tapaðist í bikarnum en liðið hefur unnið síðan þrjá leiki í röð og það með markatölunni 10-1.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×