Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Ágúst Orri Arnarson skrifar 25. janúar 2026 10:38 Amine Adli skoraði sigurmark Bournemouth í síðustu sókn leiksins gegn Liverpool. Michael Steele/Getty Images Fimm leikir fóru fram í enska boltanum og mörkin úr þeim öllum má sjá hér fyrir neðan. Manchester City og West Ham unnu mjög örugga sigra en mikil spenna var í hinum þremur leikjunum. Bournemouth - Liverpool 3-2 Bournemouth vann dramatískan 3-2 sigur þökk sé sigurmarki Amine Adli í uppbótartíma leiksins. Dominik Szoboszlai hélt að hann hefði tryggt Liverpool fimmta jafnteflið í röð með laglegu skoti fyrir utan teig eftir stutta aukaspyrnu frá Mohamed Salah. Hræðileg mistök Virgil van Dijk færðu Bournemouth mark á silfurfati á 26. mínútu og Evanilson nýtti sér það. Joe Gomez meiddist í aðdraganda marksins og var enn úti af vellinum þegar Alex Jimenez kom Bournemouth í 2-0 á 33. mínútu. Virgil van Dijk bætti aðeins fyrir mistökin þegar hann skallaði hornspyrnu Dominik Szoboszlai í markið rétt fyrir hálfleik. Klippa: Bournemouth - Liverpool 3-2 Wolves - Man. City 0-2 Omar Marmoush byrjaði í framherjastöðunni í stað Erling Haaland og þakkaði traustið strax á 6. mínútu leiksins, þegar hann skoraði opnunarmarkið eftir frábæra fyrirgjöf Matheus Nunes. Antoine Semenyo tvöfaldaði forystu City fyrir hálfleik. Hann fékk boltann frá Bernardo Silva og afgreiddi færið mjög snyrtilega með vinstri fæti. Klippa: Wolves - Man. City 0-2 Burnley - Tottenham 2-2 Það stefndi í óvænt tap hjá Tottenham á móti Burnley en fyrirliðinn Cristian Romero jafnaði metin með frábærum skalla á 90. mínútu og tryggði Spurs 2-2 jafntefli. Micky van de Ven kom Tottenham í 1-0 á 38. mínútu en Axel Tuanzebe jafnaði metin eftir sendingu frá Kyle Walker í uppbótartíma fyrri hálfleiks. Lyle Foster kom Burnley síðan yfir á 76. mínútu eftir hræðilegan varnarleik Tottenham og Burnley-liðið sá sigur í hillingum en Tottenham náði að bjarga stigunum. Klippa: Burnley - Tottenham 2-2 Fulham - Brighton 2-1 Fulham vann dramatískan 2-1 sigur á Brighton & Hove Albion í London. Harry Wilson skoraði sigurmarkið með stórglæsilegu skoti beint úr aukaspyrnu á annarri mínútu í uppbótartíma. Yasin Ayari kom Brighton yfir á 28. mínútu en Samuel Chukwueze jafnaði metin fyrir Fulham á 72. mínútu. Klippa: Fulham - Brighton 2-1 West Ham - Sunderland 3-1 Öll þrjú mörk West Ham voru skoruð í fyrri hálfleik er heimamenn sýndu mikla yfirburði. Jarrod Bowen lagði fyrsta markið upp fyrir Crysencio Summerville sem skoraði með hnitmiðuðum skalla. Bowen skoraði síðan annað markið úr vítaspyrnu eftir brot Trai Hume á Oliver Scarles og hárréttan dóm. Þriðja markið var einkar glæsilegt en þá skaut Mateus Fernandes boltanum í netið af löngu færi. Sunderland minnkaði muninn um miðjan seinni hálfleik með skallamarki Brian Brobbey eftir fyrirgjöf Nordi Mukiele. Klippa: West Ham - Sunderland 3-1 Enski boltinn Mest lesið „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport „Eitt besta lið í heimi“ Handbolti Sú besta í heimi er ólétt Sport Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Körfubolti Sló eitt elsta heimsmetið í frjálsum íþróttum Sport Úlfurinn hans Alfreðs Gísla át skotin hjá Norðmönnum Handbolti Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Sjá meira
Bournemouth - Liverpool 3-2 Bournemouth vann dramatískan 3-2 sigur þökk sé sigurmarki Amine Adli í uppbótartíma leiksins. Dominik Szoboszlai hélt að hann hefði tryggt Liverpool fimmta jafnteflið í röð með laglegu skoti fyrir utan teig eftir stutta aukaspyrnu frá Mohamed Salah. Hræðileg mistök Virgil van Dijk færðu Bournemouth mark á silfurfati á 26. mínútu og Evanilson nýtti sér það. Joe Gomez meiddist í aðdraganda marksins og var enn úti af vellinum þegar Alex Jimenez kom Bournemouth í 2-0 á 33. mínútu. Virgil van Dijk bætti aðeins fyrir mistökin þegar hann skallaði hornspyrnu Dominik Szoboszlai í markið rétt fyrir hálfleik. Klippa: Bournemouth - Liverpool 3-2 Wolves - Man. City 0-2 Omar Marmoush byrjaði í framherjastöðunni í stað Erling Haaland og þakkaði traustið strax á 6. mínútu leiksins, þegar hann skoraði opnunarmarkið eftir frábæra fyrirgjöf Matheus Nunes. Antoine Semenyo tvöfaldaði forystu City fyrir hálfleik. Hann fékk boltann frá Bernardo Silva og afgreiddi færið mjög snyrtilega með vinstri fæti. Klippa: Wolves - Man. City 0-2 Burnley - Tottenham 2-2 Það stefndi í óvænt tap hjá Tottenham á móti Burnley en fyrirliðinn Cristian Romero jafnaði metin með frábærum skalla á 90. mínútu og tryggði Spurs 2-2 jafntefli. Micky van de Ven kom Tottenham í 1-0 á 38. mínútu en Axel Tuanzebe jafnaði metin eftir sendingu frá Kyle Walker í uppbótartíma fyrri hálfleiks. Lyle Foster kom Burnley síðan yfir á 76. mínútu eftir hræðilegan varnarleik Tottenham og Burnley-liðið sá sigur í hillingum en Tottenham náði að bjarga stigunum. Klippa: Burnley - Tottenham 2-2 Fulham - Brighton 2-1 Fulham vann dramatískan 2-1 sigur á Brighton & Hove Albion í London. Harry Wilson skoraði sigurmarkið með stórglæsilegu skoti beint úr aukaspyrnu á annarri mínútu í uppbótartíma. Yasin Ayari kom Brighton yfir á 28. mínútu en Samuel Chukwueze jafnaði metin fyrir Fulham á 72. mínútu. Klippa: Fulham - Brighton 2-1 West Ham - Sunderland 3-1 Öll þrjú mörk West Ham voru skoruð í fyrri hálfleik er heimamenn sýndu mikla yfirburði. Jarrod Bowen lagði fyrsta markið upp fyrir Crysencio Summerville sem skoraði með hnitmiðuðum skalla. Bowen skoraði síðan annað markið úr vítaspyrnu eftir brot Trai Hume á Oliver Scarles og hárréttan dóm. Þriðja markið var einkar glæsilegt en þá skaut Mateus Fernandes boltanum í netið af löngu færi. Sunderland minnkaði muninn um miðjan seinni hálfleik með skallamarki Brian Brobbey eftir fyrirgjöf Nordi Mukiele. Klippa: West Ham - Sunderland 3-1
Enski boltinn Mest lesið „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport „Eitt besta lið í heimi“ Handbolti Sú besta í heimi er ólétt Sport Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Körfubolti Sló eitt elsta heimsmetið í frjálsum íþróttum Sport Úlfurinn hans Alfreðs Gísla át skotin hjá Norðmönnum Handbolti Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Sjá meira