Fótbolti

Fótbolti

Allt það helsta sem gerist í fótbolta um víða veröld.

Fréttamynd

Kvarnast úr enska lands­liðs­hópnum

Landsliðshópur Englands hefur tekið töluverðum breytingum fyrir komandi leik liðsins gegn Belgíu, en þeir Kyle Walker, Sam Johnstone og Harry Maguire eru allir meiddir og hafa yfirgefið hópinn.

Fótbolti
Fréttamynd

Lands­liðið komið á loft

Íslenska karlalandsliðið í fótbolta lagði nú síðdegis af stað frá Búdapest með kærar minningar eftir sigurinn góða gegn Ísrael í EM-umspilinu á fimmtudag.

Fótbolti
Fréttamynd

Drakk 25 bjóra á dag

Liðsfélagi Júlíusar Magnússonar hjá norska knattspyrnuliðinu Fredrikstad, Færeyingurinn Jóannes Bjartalíð, hefur opnað sig um áfengisfíkn sína í viðtali við TV 2 í Noregi.

Fótbolti
Fréttamynd

Gullsending Dags í fyrsta sigrinum

Þrátt fyrir landsleikjahlé í flestum deildum fótboltans þá var leikið í MLS-deildinni í Bandaríkjunum um helgina. Dagur Dan Þórhallsson og Nökkvi Þeyr Þórisson voru á ferðinni.

Fótbolti
Fréttamynd

„Það vita allir að mín þrenna er tölu­vert flottari en Alberts var á­gæt líka“

„Við erum alls ekki hræddir við þá. Við vitum auðvitað að þeir eru með frábæra leikmenn. Það er ekki alltaf það sem skiptir máli og maður þarf að vera með frábært lið líka. Þeir áttu gríðarlega erfiðan leik á móti Bosníu sem er gott lið líka,“ segir Jóhann Berg Guðmundsson, fyrirliði íslenska landsliðsins, sem missti af leiknum gegn Ísrael á fimmtudaginn.

Sport
Fréttamynd

„Liðsheildin er það sem mun gera gæfu­muninn“

„Það er búið að vera mjög góð stemning í liðinu og var það einnig fyrir Ísraelsleikinn,“ segir Guðlaugur Victor Pálsson, leikmaður íslenska landsliðsins. Liðið færir sig yfir til Wroclaw í Póllandi í dag og mætir Úkraínu á þriðjudagskvöldið.

Sport
Fréttamynd

Leik lokið: Þór/KA - Breiða­blik 3-6 | Blikar í úr­slit eftir markaveislu

Breiðablik tryggði sig í úrslit Lengjubikars kvenna eftir 6-3 sigur á Þór/KA í Boganum á Akureyri í dag. Heimakonur leiddu 2-1 í hálfleik en allt annað var uppi á teningnum í þeim seinni þar sem ferskir Blikar skoruðu fimm mörk og flugu áfram. Annað hvort Valur eða Stjarnan verður andstæðingur Breiðabliks í úrslitlaleiknum.

Fótbolti
Fréttamynd

Þurfa að taka betri á­kvarðanir með boltann

„Ef þú skoðar bara leikmannahópinn hjá Úkraínu þá eru þetta hörkuleikmenn, leikmenn úr La Liga og ensku úrvalsdeildinni. Þeir eru með gott lið,“ segir Jóhannes Karl Guðjónsson, aðstoðarlandsliðsþjálfari Íslands.

Sport
Fréttamynd

Sven-Göran fær sína hinstu ósk upp­fyllta í dag: „Ég er mjög heppinn“

Sven-Göran Eriks­son, fyrrum lands­liðs­þjálfari Eng­lands og stuðnings­maður Liver­pool til lífs­tíðar, talaði um það á blaða­manna­fundi í gær hversu á­nægju­legt það sé fyrir sig að fá að stýra liði goð­sagna Liver­pool á Anfi­eld síðar í dag. Sven-Göran greindi frá því í janúar að hann hefði greinst með krabba­mein í brisi og að hann ætti væntan­lega innan við ár eftir ó­lifað.

Enski boltinn