Fótbolti

Fótbolti

Allt það helsta sem gerist í fótbolta um víða veröld.

Fréttamynd

Tíu bestu liðin (1984-2023): Víkingur 2023 | Héldu á­fram að skína

Víkingur vann tvöfalt í annað sinn á þremur árum undir stjórn Arnars Gunnlaugssonar. Víkingar höfðu gríðarlega yfirburði í deildinni, unnu fyrstu átta leiki sína, fengu bara tvö mörk á sig í þeim og urðu Íslandsmeistarar þegar fjórar umferðir voru eftir. Þeir fengu ellefu stigum meira en næsta lið. Víkingur varð einnig bikarmeistari fjórða sinn í röð.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Rauk út af æfingu í fýlu

Vandræði Karim Benzema hjá sádiarabíska félaginu Al-Ittihad halda áfram en spænski miðillinn Marca greindi frá því í dag að hann hafi rokið út af æfingu liðsins í gær.

Fótbolti
Fréttamynd

Tíu bestu liðin (1984-2023): ÍA 1995 | Scania og Ferrari á Skaganum

ÍA varð Íslandsmeistari fjórða árið í röð og jafnaði stigamet liðsins frá því tveimur árum áður. Skagamenn unnu fyrstu tólf leiki sína og unnu deildina með fjórtán stiga mun. Ólafur Þórðarson var í aðalhlutverki fyrri hluta tímabilsins en seinni hlutann stal Arnar Gunnlaugsson fyrirsögnunum og hirti gullskóinn þrátt fyrir að spila bara sjö deildarleiki.

Íslenski boltinn