Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 21. apríl 2025 09:01 Pálmi Rafn Pálmason er framkvæmdastjóri KR. vísir / sigurjón Framkvæmdir við nýjan aðalvöll KR hafa gengið hægar en vonast var til og fyrstu tveir heimaleikir liðsins voru færðir á annan völl. Samkvæmt núverandi plani á sá þriðji að fara fram á nýjum aðalvelli en framkvæmdastjóri félagsins telur það þó ólíklegt. Stefnt er frekar á að vígja völlinn í lok maí eða byrjun júní, en hann slær einnig varnagla við þær dagsetningar. Glænýtt gervigras Sögufrægt gras aðalvallarins var rifið upp í desember síðastliðnum og gervigras verður lagt í staðinn. Upphaflega var stefnt á að völlurinn yrði tilbúinn fyrir fyrsta heimaleik KR í Bestu deildinni. Svo varð ekki, KR spilaði og mun spila fyrstu tvo heimaleikina hið minnsta á Þróttaravellinum í Laugardal. „Jarðvegurinn hefur verið að stríða okkur, eins og suma grunaði, það hefur verið svolítið erfitt… Fróðir menn segja mér að hér var bara mýri og ruslahaugur og eitthvað, þannig að það þurfti að jarðvegsskipta aðeins meira en í fyrstu var talið.“ Völlurinn lítur út eins og malarnáma. stöð 2 / skjáskot Alls óvíst hvenær fyrsti leikurinn fer fram Samkvæmt leikjaplani KSÍ verður fyrsti leikur á aðalvellinum spilaður 10. maí en miðað við útlitið á vellinum núna er erfitt að sjá það raungerast. „Við ætluðum okkur að spila hérna 10. maí. Það verður sjálfsagt erfitt, þannig að hvort þetta verði í lok maí eða byrjun júní, ætli það sé þá ekki næst á eftir ef við náum þessa ekki fyrir tíunda“ sagði Pálmi. Bjössi ehf. er verktakinn og hefur unnið gott starf í vetur samkvæmt Pálma. stöð 2 / skjáskot „Svo er það bara þannig þegar jarðvegur er annars staðar, þá getur það verið erfitt, og það hefur bara verið staðan. Jarðvegurinn var erfiðari við okkur en við vorum að vonast eftir“ sagði Pálmi einnig, strax farinn að slá varnagla við að fyrsti leikur fari fram í lok maí eða byrjun júní. Drónamynd af KR vellinum síðasta miðvikudag. stöð 2 / skjáskot Tækninýjungar Jarðvegsvinnan til að skipta út grasinu er þó ekki eina vinnan við KR völlinn í vetur, ráðist var í fleiri verkefni og meðal annars lagðar línur fyrir gervigreindar sjónvarpsútsendingar af fyrirtækinu OZ. „Við erum undirbúa okkur í það að vera með völl sem er til framtíðar. Þá þurfum við að vera klárir með allt, varðandi rafmagn og allt. Vera klárir í það sem framtíðin gefur okkur og meðal annars OZ græjurnar, vera með möguleikann á því“ sagði Pálmi að lokum. Fjallað var um vallarmál KR í Sportpakkanum á Stöð 2 í gærkvöldi. Innslagið má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. KR Besta deild karla Íslenski boltinn Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Íslenski boltinn Hörður undir feldinn Körfubolti Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn Leik lokið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom til bjargar Sport „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Fleiri fréttir „Ég fer bara sáttur á koddann“ „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Leik lokið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Sjá meira
Glænýtt gervigras Sögufrægt gras aðalvallarins var rifið upp í desember síðastliðnum og gervigras verður lagt í staðinn. Upphaflega var stefnt á að völlurinn yrði tilbúinn fyrir fyrsta heimaleik KR í Bestu deildinni. Svo varð ekki, KR spilaði og mun spila fyrstu tvo heimaleikina hið minnsta á Þróttaravellinum í Laugardal. „Jarðvegurinn hefur verið að stríða okkur, eins og suma grunaði, það hefur verið svolítið erfitt… Fróðir menn segja mér að hér var bara mýri og ruslahaugur og eitthvað, þannig að það þurfti að jarðvegsskipta aðeins meira en í fyrstu var talið.“ Völlurinn lítur út eins og malarnáma. stöð 2 / skjáskot Alls óvíst hvenær fyrsti leikurinn fer fram Samkvæmt leikjaplani KSÍ verður fyrsti leikur á aðalvellinum spilaður 10. maí en miðað við útlitið á vellinum núna er erfitt að sjá það raungerast. „Við ætluðum okkur að spila hérna 10. maí. Það verður sjálfsagt erfitt, þannig að hvort þetta verði í lok maí eða byrjun júní, ætli það sé þá ekki næst á eftir ef við náum þessa ekki fyrir tíunda“ sagði Pálmi. Bjössi ehf. er verktakinn og hefur unnið gott starf í vetur samkvæmt Pálma. stöð 2 / skjáskot „Svo er það bara þannig þegar jarðvegur er annars staðar, þá getur það verið erfitt, og það hefur bara verið staðan. Jarðvegurinn var erfiðari við okkur en við vorum að vonast eftir“ sagði Pálmi einnig, strax farinn að slá varnagla við að fyrsti leikur fari fram í lok maí eða byrjun júní. Drónamynd af KR vellinum síðasta miðvikudag. stöð 2 / skjáskot Tækninýjungar Jarðvegsvinnan til að skipta út grasinu er þó ekki eina vinnan við KR völlinn í vetur, ráðist var í fleiri verkefni og meðal annars lagðar línur fyrir gervigreindar sjónvarpsútsendingar af fyrirtækinu OZ. „Við erum undirbúa okkur í það að vera með völl sem er til framtíðar. Þá þurfum við að vera klárir með allt, varðandi rafmagn og allt. Vera klárir í það sem framtíðin gefur okkur og meðal annars OZ græjurnar, vera með möguleikann á því“ sagði Pálmi að lokum. Fjallað var um vallarmál KR í Sportpakkanum á Stöð 2 í gærkvöldi. Innslagið má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.
KR Besta deild karla Íslenski boltinn Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Íslenski boltinn Hörður undir feldinn Körfubolti Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn Leik lokið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom til bjargar Sport „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Fleiri fréttir „Ég fer bara sáttur á koddann“ „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Leik lokið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Sjá meira