Fótbolti

Fótbolti

Allt það helsta sem gerist í fótbolta um víða veröld.

Fréttamynd

Bayern vill þrjá frá Eng­landi

Bayern München hefur gert vel á leikmannamarkaðnum í sumar en ljóst er að félagið er hvergi nærri hætt. Það virðist sem Þýskalandsmeistararnir mæti með mikið breytt lið til leiks en Thomas Tuchel, þjálfari, vill þrjá leikmenn úr ensku úrvalsdeildinni til viðbótar.

Fótbolti
Fréttamynd

For­eldrar Hákons og Hauks: Við erum náttúru­lega bara fót­bolta­fjöl­skylda

Það getur tekið á að vera foreldri ungra drengja sem iðka íþróttir. Það þekkja Jónína Víglundsdóttir og Haraldur Ingólfsson betur en flestir aðrir foreldrar. Síðustu vikur hafa verið strembnar hjá þeim hjónum þar sem tveir synir þeirra hafa samið við franska knattspyrnuliðið Lille. Annar þeirra, sá eldri, kostaði liðið tæpa tvo og hálfan milljarð íslenskra króna.

Fótbolti
Fréttamynd

Blikar fá undan­þágu

Breiðablik má spila á Kópavogsvelli í 2. umferð undankeppni Meistaradeildar Evrópu. Sá leikur var alltaf að fara fram á Kópavogsvelli en viðureign Blika í 3. umferð, sama hvort væri um Meistara- eða Evrópudeild var í uppnámi.

Fótbolti
Fréttamynd

Vilja Rey Cup-bikarinn til Afríku

Sextán malavískir knattspyrnudrengir eru staddir hér á landi til að keppa á Rey Cup sem fer fram í Laugardalnum í næstu viku. Drengirnir eru bjartsýnir á að þeim takist að vinna mótið. 

Sport
Fréttamynd

Er „þannig séð sáttur“ í Hollandi en dreymir um Eng­land

Landsliðsmaðurinn Willum Þór Willumsson mætti nýverið í hlaðvarpsþáttinn Chat After Dark, áður Chess After Dark. Þar fór hann yfir stöðu mála en Willum Þór er samningsbundinn Go Ahead Eagles í Hollandi. Það er þó áhugi frá öðrum liðum en hár verðmiði Eagles hefur gert það að verkum að enn hefur ekkert tilboð borist.

Fótbolti
Fréttamynd

Umfjöllun: Ísland - Tékkland 2-0 | Sannfærandi sigur Íslands

Ísland vann afar mikilvægan 2-0 sigur gegn Tékklandi. Íslenska liðið var betra á öllum sviðum og sigurinn var verðskuldaður. Vigdís Lilja Kristjánsdóttir kom Íslandi yfir snemma í fyrri hálfleik. Snædís María Jörundsdóttir gerði síðan út um leikinn á 85. mínútu þegar hún bætti við öðru marki.

Fótbolti
Fréttamynd

Viðar Ari gæti spilað með Fram í sumar

Viðar Ari Jónsson æfir um þessar mundir með liði Fram í Bestu deild karla í knattspyrnu. Hann er samningslaus eftir að hafa yfirgefið ungverska liðið Honvéd og gæti spilað með Fram í Bestu deildinni ef ekkert býðst erlendis.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Neymar grét í fimm daga

Brasilíski knattspyrnumaðurinn Neymar átti mjög erfitt með að sætta sig við það þegar Brasilía datt úr á heimsmeistaramótinu í Katar í desember síðastliðnum.

Fótbolti