„Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. apríl 2025 10:30 Carlo Ancelotti, þjálfari Real Madrid, hefur mátt þola mikla gagnrýni eftir skellinn á móti Arsenal. Getty/Florencia Tan Jun Þjálfari Barcelona finnur til með kollega sínum hjá erkifjendunum í Real Madrid en fjölmiðlamenn á Spáni tóku því afar illa þegar Real Madrid fékk skell á móti Arsenal á dögunum. Hansi Flick og Carlo Ancelotti voru að berjast um alla titlana á þessu tímabili með liðum sínum Barcelona og Real Madrid. Barcelona á enn von um að vinna þrefalt en Ancelotti var fórnarlamb herferðar gegn sér í spænskum fjölmiðlum eftir að Real Madrid datt út úr Meistaradeildinni á móti Arsenal. Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum um komandi helgi og Barcelona er síðan sjö stigum á undan Real í baráttunni um spænska meistaratitilinn. Þetta gæti því orðið titlalaust tímabil hjá ríkjandi Spánar- og Evrópumeisturum. Þjálfari Börsunga finnur til með kollega sínum eftir þá meðferð sem hinn sigursæli Ancelotti hefur mátt þola að undanförnu í spænskum fjölmiðlum. „Það er ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti,“ sagði Hansi Flick eftir 1-0 sigur Barcelona á Mallorca í gærkvöldi. „Real Madrid er með einn besta þjálfara í heimi og hann á skilið miklu meiri virðingu,“ sagði Flick. Strax eftir að Arsenal sló Real Madrid út úr Meistaradeildinni komu blaðagreinar um að Ancelotti fengi ekki að klára þetta tímabil og hans síðasti leikur yrði bikarúrslitaleikurinn á móti Barcelona. „Carlo hefur unnið allt hjá öllum félögum. Hann er heiðursmaður. Ég ber mikla virðingu fyrir honum og það verður frábært að fá að mæta honum á ný í bikarúrslitaleiknum um helgina,“ sagði Flick. „Ég segi það hreint út að Ancelotti er ótrúlegur þjálfari.“ Ancelotti á eitt ár eftir af samningi sínum en hann hefur verið mikið orðaður við brasilíska landsliðið að undanförnu. Hann sjálfur hefur ekki verið með neinar yfirlýsingar um framtíð sína hjá Real. View this post on Instagram A post shared by Fabrizio Romano (@fabriziorom) Spænski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Enski boltinn Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Enski boltinn Rio setti nýtt Liverpool met Enski boltinn Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Enski boltinn Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Íslenski boltinn Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Inter byrjar tímabilið á stórsigri Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Ísak Andri lagði upp mark í langþráðum sigri Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Heljarmennið sem fagnaði eins og Schwarzenegger Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Mbappé afgreiddi Real Oviedo Albert lagði upp mark Fiorentina Sjá meira
Hansi Flick og Carlo Ancelotti voru að berjast um alla titlana á þessu tímabili með liðum sínum Barcelona og Real Madrid. Barcelona á enn von um að vinna þrefalt en Ancelotti var fórnarlamb herferðar gegn sér í spænskum fjölmiðlum eftir að Real Madrid datt út úr Meistaradeildinni á móti Arsenal. Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum um komandi helgi og Barcelona er síðan sjö stigum á undan Real í baráttunni um spænska meistaratitilinn. Þetta gæti því orðið titlalaust tímabil hjá ríkjandi Spánar- og Evrópumeisturum. Þjálfari Börsunga finnur til með kollega sínum eftir þá meðferð sem hinn sigursæli Ancelotti hefur mátt þola að undanförnu í spænskum fjölmiðlum. „Það er ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti,“ sagði Hansi Flick eftir 1-0 sigur Barcelona á Mallorca í gærkvöldi. „Real Madrid er með einn besta þjálfara í heimi og hann á skilið miklu meiri virðingu,“ sagði Flick. Strax eftir að Arsenal sló Real Madrid út úr Meistaradeildinni komu blaðagreinar um að Ancelotti fengi ekki að klára þetta tímabil og hans síðasti leikur yrði bikarúrslitaleikurinn á móti Barcelona. „Carlo hefur unnið allt hjá öllum félögum. Hann er heiðursmaður. Ég ber mikla virðingu fyrir honum og það verður frábært að fá að mæta honum á ný í bikarúrslitaleiknum um helgina,“ sagði Flick. „Ég segi það hreint út að Ancelotti er ótrúlegur þjálfari.“ Ancelotti á eitt ár eftir af samningi sínum en hann hefur verið mikið orðaður við brasilíska landsliðið að undanförnu. Hann sjálfur hefur ekki verið með neinar yfirlýsingar um framtíð sína hjá Real. View this post on Instagram A post shared by Fabrizio Romano (@fabriziorom)
Spænski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Enski boltinn Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Enski boltinn Rio setti nýtt Liverpool met Enski boltinn Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Enski boltinn Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Íslenski boltinn Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Inter byrjar tímabilið á stórsigri Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Ísak Andri lagði upp mark í langþráðum sigri Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Heljarmennið sem fagnaði eins og Schwarzenegger Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Mbappé afgreiddi Real Oviedo Albert lagði upp mark Fiorentina Sjá meira