Fótbolti

Fótbolti

Allt það helsta sem gerist í fótbolta um víða veröld.

Fréttamynd

Crys­tal Palace lék sér að Man United

Ömurlegt tímabil Manchester United náði enn einum lágpunktinum í kvöld þegar liðið mátti þola 4-0 tap á útivelli gegn Crystal Palace. Palace hafði skorað 45 mörk í 35 leikjum fyrir leik kvöldsins eða tæplega 1,3 að meðaltali í leik.

Enski boltinn
Fréttamynd

Nánast upp­selt á leik kvöldsins

Starfsmenn Breiðabliks þurftu í dag að bregðast við mikilli eftirspurn fyrir leik liðsins við Val í Bestu deild karla í kvöld. Uppselt er í stóru stúkuna í Kópavoginum og eru miðar í gömlu stúkuna komnir í sölu.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Bæjarar skoði að ráða ten Hag

Bayern München hefur spurst fyrir um Hollendinginn Erik ten Hag, með það fyrir augum að hann taki við félaginu í sumar. Sá hollenski vill ekki ræða málin fyrr en núverandi leiktíð er lokið.

Fótbolti
Fréttamynd

Lopetegui tekur við West Ham

Spænski knattspyrnustjórinn Julen Lopetegui tekur við knattspyrnustjórastöðunni hjá enska úrvalsdeildarfélaginu West Ham United frá og með næsta tímabili. 

Enski boltinn
Fréttamynd

„Ég verð að komast til Japan“

Nadía Atladóttir, knattspyrnukona, lögfræðinemi og verslunareigandi, er búsett í Garðabæ ásamt kærasta sínum Arnari Frey Ársælssyni, syni þeirra Marino og hundinum Emmu. Nadía segist spennt fyrir sumrinu þar sem fótboltasenan verður í aðalhlutverki.

Lífið
Fréttamynd

Mið­varða­mar­tröð Man United heldur á­fram

Harry Maguire, miðvörður Manchester United og enska landsliðsins í knattspyrnu, verður frá keppni næstu þrjár vikurnar. Hann missir því af síðustu deildarleikjum Man United og líklega úrslitaleik ensku bikarkeppninnar. Þá gæti landsliðssæti hans einnig verið í hættu.

Enski boltinn
Fréttamynd

„Ó­líkir okkur að mörgu leyti“

Fram sigraði Fylki með tveimur mörkum gegn einu í fimmtu umferð Bestu deildar karla í kvöld. Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Fylkis, fagnaði fimmtugsafmæli sínu í Úlfarsárdal í kvöld en þurfti að sætta sig við tap á þessum tímamótum.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Læri­sveinar Freys felldu Guð­laug Victor og Al­freð Finn­boga

Freyr Alexandersson og hans lærisveinar í KV Kortrijk unnu 1-0 sigur á Eupen í fallriðli belgísku úrvalsdeildar karla í fótbolta. Það þýðir að Íslendingalið Eupen er fallið en Guðlaugur Victor Pálsson lék allan leikinn í hjarta varnarinnar í dag á meðan Alfreð Finnbogason var fjarri góðu gamni vegna meiðsla.

Fótbolti
Fréttamynd

„Er með góða til­finningu eftir að hafa komið til baka“

KA og KR gerðu 1-1 jafntefli fyrir norðan í dag í leik sem hafði upp á mikið að bjóða. KR komst yfir strax á 3. mínútu og misnotuðu vítaspyrnu stuttu seinna. KA jafnaði svo leikinn á 77. mínútu en þá var Guy Smit, markvörður KR, nýfarinn af velli með sitt annað gula spjald. Hallgrímur Jónasson, þjálfari KA, var nokkuð brattur eftir leik og leit á björtu hliðarnar.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Sam­herjar Alberts náðu í stig í Mílanó

Samherjar Alberts Guðmundssonar náðu í stig á útivelli gegn AC Milan í Serie A, ítölsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu, en liðin gerðu 3-3 jafntefli á San Siro-leikvaningum í Mílanó. Albert var fjarri góðu gamni en hann hefur verið einn besti maður liðsins á leiktíðinni.

Fótbolti