Mæta örmagna til leiks á HM félagsliða eftir langt og strembið tímabil Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 9. júní 2025 23:33 Franska stórstjarnan Kylian Mbappé hefur komið við sögu í 62 leikjum á tímabilinu. Fari Real Madríd alla leið í úrslitaleik HM félagsliða gætu sjö leikir til viðbótar bæst við. Þá verður svo aðeins rétt rúmur mánuður í að næsta tímabil fari af stað. Alex Grimm/Getty Images Nýtt fyrirkomulag HM félagsliða karla í knattspyrnu hefur vakið mikla athygli. Nú má segja að mótið líkist alvöru stórmóti í fótbolta en það hefur vakið upp margar spurningar um álag á leikmenn í hæsta gæðaflokki. Vísir hefur fjallað nokkuð um mótið sem hefst þann 15. júní næstkomandi og fer fram í Bandaríkjunum. Margt við mótið hefur vakið athygli en undanfarin ár hefur HM félagsliða verið fámenn keppni sem er haldin milli jóla og nýárs. Í nýja fyrirkomulaginu eru hins vegar 32 lið sem taka þátt. Um er að ræða rjómann af knattspyrnuliðum heimsins svo að sjálfsögðu er þar að finna bestu lið Evrópu. Sem dæmi má nefna nýkrýnda Evrópumeistara París Saint-Germian ásamt liðum á borð við Inter, Manchester City, Real Madríd, Bayern München og þar fram eftir götunum. Mótið, og þá sérstaklega fyrirkomulagið, hefur verið á milli tannanna á fólki. Aðallega þar sem það þýðir að enn fleiri leiki fyrir leikmenn sem eru nú þegar á ystu nöf hvað varðar álag. Það er vissulega undir þeim félögum sem taka þátt komið hvaða leikmenn spila og gætu þau sent þá leikmenn sem virkilega þurfa á fríi að halda í sumarfrí. Að sama skapi hefðu sömu leikmenn getað tekið sér frí í landsleikjatörninni sem er í gangi þegar þetta er skrifað. Komist félag í úrslit HM félagsliða þýðir það að leikmenn þess félags fara ekki í sumarfrí fyrr en 13. júlí næstkomandi. Venjulega væru leikmenn að skila sér úr sumarfrí ekki löngu síðar þar sem deildarkeppni á Englandi hefst þann 16. ágúst, degi síðar hefst La Liga á Spáni og fylgja stærstu deildir Evrópu þar á eftir. Það gæti því reynt þrautin þyngri fyrir stærstu lið Evrópu að gefa stærstu stjörnum sínum nægilegt frí en að sama skapi fá þær nægilega snemma til baka svo þær séu komnar í toppform þegar tímabilið 2025-26 hefst. Þá er stóra spurningin hvaða áhrif þetta hefur á komandi tímabil og HM landsliða næsta sumar. Hér að neðan hefur Vísir tekið saman nokkrar af skærustu stjörnum Evrópu, hversu marga leiki og hversu margar mínútur þær hafa spilað á nýafstaðinni leiktíð. Ferðalög eru ekki tekin með en það er þó vitað að þau taka sinn toll. Kylian Mbappé, Real Madríd (26 ára) 56 leikir (4610 mínútur) fyrir Real Madríd 6 leikir (563 mín.) fyrir Frakkland Samtals: 62 leikir (5173 mín.) Harry Kane, Bayern München (31 árs) 46 leikir (3582 mínútur) fyrir Bayern 8 leikir (617 mín.) fyrir England Samtals: 54 leikir (4199 mín.) Lautaro Martínez, Inter Milan (27 ára) 49 leikir (3733 mínútur) fyrir Inter Milan 6 leikir (418 mín.) fyrir Argentínu Samtals: 55 leikir (4151 mín.) Tók þátt í tveimur æfingaleikjum (123 mín.) og sex leikjum (221 mín.) í Suður-Ameríkukeppninni (Copa America) síðasta sumar. Erling Haaland, Manchester City (24 ára) 44 leikir (3786 mínútur) fyrir Manchester City 10 leikir (881 mín.) fyrir Noreg Samtals: 54 leikir (4667 mín.) Ousmane Dembélé, París Saint-Germain (28 ára) 49 leikir (3290 mínútur) fyrir PSG 7 leikir (540 mín.) fyrir Frakkland Samtals: 56 leikir (3830 mín.) Vitinha, PSG (25 ára) 52 leikir (3891 mínúta) fyrir PSG 8 leikir (654 mín) fyrir Portúgal Samtals: 60 leikir (4545 mín.) Fótbolti HM félagsliða í fótbolta 2025 Mest lesið „Engar svakalegar reglur hér“ Fótbolti Treyjan hans Bjarka í góðum höndum hjá Mainoo Fótbolti Lokaæfing fyrir EM tekin í þrumum og eldingum Fótbolti Biðjast afsökunar á kynningarmyndbandi Fótbolti „Þetta er svekkjandi“ Fótbolti „Mitt persónulega markmið að kveikja í stuðningsmönnum Vals“ Fótbolti „Vonbrigði að komast ekki í úrslitin í fyrra“ Fótbolti Trent lagði upp er Madrídingar komust í átta liða úrslit Fótbolti Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Handbolti „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Lokaæfing fyrir EM tekin í þrumum og eldingum „Þetta er svekkjandi“ „Engar svakalegar reglur hér“ „Vonbrigði að komast ekki í úrslitin í fyrra“ Treyjan hans Bjarka í góðum höndum hjá Mainoo „Mitt persónulega markmið að kveikja í stuðningsmönnum Vals“ Trent lagði upp er Madrídingar komust í átta liða úrslit Biðjast afsökunar á kynningarmyndbandi „Þegar allir eru tilbúnir að gefa af sér þá gerast svona hlutir“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-1 | Valur í úrslit Innkoma Caulker jákvæð: „Tekið vel á varnarhlutanum“ Klár í erfiðan slag við Ísland: „Þær eru fljótar en við erum með svipað lið“ „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ Glódís alveg búin að kveðja meiðslin og allar klárar í slag við Finna Svona var fundurinn fyrir fyrsta leik Íslands á EM Þjálfari Finna segir sitt lið þurfa að varast Sveindísi „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Fjöldi Íslendinga á EM og Tólfan slær taktinn Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Orðnar vanar hitanum án loftkælingar en fannst rigningin góð Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Hefur haldið hreinu oftast allra og nálgast leikjametið „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Bonmatí komin til móts við spænska landsliðið Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Sjá meira
Vísir hefur fjallað nokkuð um mótið sem hefst þann 15. júní næstkomandi og fer fram í Bandaríkjunum. Margt við mótið hefur vakið athygli en undanfarin ár hefur HM félagsliða verið fámenn keppni sem er haldin milli jóla og nýárs. Í nýja fyrirkomulaginu eru hins vegar 32 lið sem taka þátt. Um er að ræða rjómann af knattspyrnuliðum heimsins svo að sjálfsögðu er þar að finna bestu lið Evrópu. Sem dæmi má nefna nýkrýnda Evrópumeistara París Saint-Germian ásamt liðum á borð við Inter, Manchester City, Real Madríd, Bayern München og þar fram eftir götunum. Mótið, og þá sérstaklega fyrirkomulagið, hefur verið á milli tannanna á fólki. Aðallega þar sem það þýðir að enn fleiri leiki fyrir leikmenn sem eru nú þegar á ystu nöf hvað varðar álag. Það er vissulega undir þeim félögum sem taka þátt komið hvaða leikmenn spila og gætu þau sent þá leikmenn sem virkilega þurfa á fríi að halda í sumarfrí. Að sama skapi hefðu sömu leikmenn getað tekið sér frí í landsleikjatörninni sem er í gangi þegar þetta er skrifað. Komist félag í úrslit HM félagsliða þýðir það að leikmenn þess félags fara ekki í sumarfrí fyrr en 13. júlí næstkomandi. Venjulega væru leikmenn að skila sér úr sumarfrí ekki löngu síðar þar sem deildarkeppni á Englandi hefst þann 16. ágúst, degi síðar hefst La Liga á Spáni og fylgja stærstu deildir Evrópu þar á eftir. Það gæti því reynt þrautin þyngri fyrir stærstu lið Evrópu að gefa stærstu stjörnum sínum nægilegt frí en að sama skapi fá þær nægilega snemma til baka svo þær séu komnar í toppform þegar tímabilið 2025-26 hefst. Þá er stóra spurningin hvaða áhrif þetta hefur á komandi tímabil og HM landsliða næsta sumar. Hér að neðan hefur Vísir tekið saman nokkrar af skærustu stjörnum Evrópu, hversu marga leiki og hversu margar mínútur þær hafa spilað á nýafstaðinni leiktíð. Ferðalög eru ekki tekin með en það er þó vitað að þau taka sinn toll. Kylian Mbappé, Real Madríd (26 ára) 56 leikir (4610 mínútur) fyrir Real Madríd 6 leikir (563 mín.) fyrir Frakkland Samtals: 62 leikir (5173 mín.) Harry Kane, Bayern München (31 árs) 46 leikir (3582 mínútur) fyrir Bayern 8 leikir (617 mín.) fyrir England Samtals: 54 leikir (4199 mín.) Lautaro Martínez, Inter Milan (27 ára) 49 leikir (3733 mínútur) fyrir Inter Milan 6 leikir (418 mín.) fyrir Argentínu Samtals: 55 leikir (4151 mín.) Tók þátt í tveimur æfingaleikjum (123 mín.) og sex leikjum (221 mín.) í Suður-Ameríkukeppninni (Copa America) síðasta sumar. Erling Haaland, Manchester City (24 ára) 44 leikir (3786 mínútur) fyrir Manchester City 10 leikir (881 mín.) fyrir Noreg Samtals: 54 leikir (4667 mín.) Ousmane Dembélé, París Saint-Germain (28 ára) 49 leikir (3290 mínútur) fyrir PSG 7 leikir (540 mín.) fyrir Frakkland Samtals: 56 leikir (3830 mín.) Vitinha, PSG (25 ára) 52 leikir (3891 mínúta) fyrir PSG 8 leikir (654 mín) fyrir Portúgal Samtals: 60 leikir (4545 mín.)
Fótbolti HM félagsliða í fótbolta 2025 Mest lesið „Engar svakalegar reglur hér“ Fótbolti Treyjan hans Bjarka í góðum höndum hjá Mainoo Fótbolti Lokaæfing fyrir EM tekin í þrumum og eldingum Fótbolti Biðjast afsökunar á kynningarmyndbandi Fótbolti „Þetta er svekkjandi“ Fótbolti „Mitt persónulega markmið að kveikja í stuðningsmönnum Vals“ Fótbolti „Vonbrigði að komast ekki í úrslitin í fyrra“ Fótbolti Trent lagði upp er Madrídingar komust í átta liða úrslit Fótbolti Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Handbolti „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Lokaæfing fyrir EM tekin í þrumum og eldingum „Þetta er svekkjandi“ „Engar svakalegar reglur hér“ „Vonbrigði að komast ekki í úrslitin í fyrra“ Treyjan hans Bjarka í góðum höndum hjá Mainoo „Mitt persónulega markmið að kveikja í stuðningsmönnum Vals“ Trent lagði upp er Madrídingar komust í átta liða úrslit Biðjast afsökunar á kynningarmyndbandi „Þegar allir eru tilbúnir að gefa af sér þá gerast svona hlutir“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-1 | Valur í úrslit Innkoma Caulker jákvæð: „Tekið vel á varnarhlutanum“ Klár í erfiðan slag við Ísland: „Þær eru fljótar en við erum með svipað lið“ „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ Glódís alveg búin að kveðja meiðslin og allar klárar í slag við Finna Svona var fundurinn fyrir fyrsta leik Íslands á EM Þjálfari Finna segir sitt lið þurfa að varast Sveindísi „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Fjöldi Íslendinga á EM og Tólfan slær taktinn Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Orðnar vanar hitanum án loftkælingar en fannst rigningin góð Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Hefur haldið hreinu oftast allra og nálgast leikjametið „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Bonmatí komin til móts við spænska landsliðið Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Sjá meira