Mæta örmagna til leiks á HM félagsliða eftir langt og strembið tímabil Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 9. júní 2025 23:33 Franska stórstjarnan Kylian Mbappé hefur komið við sögu í 62 leikjum á tímabilinu. Fari Real Madríd alla leið í úrslitaleik HM félagsliða gætu sjö leikir til viðbótar bæst við. Þá verður svo aðeins rétt rúmur mánuður í að næsta tímabil fari af stað. Alex Grimm/Getty Images Nýtt fyrirkomulag HM félagsliða karla í knattspyrnu hefur vakið mikla athygli. Nú má segja að mótið líkist alvöru stórmóti í fótbolta en það hefur vakið upp margar spurningar um álag á leikmenn í hæsta gæðaflokki. Vísir hefur fjallað nokkuð um mótið sem hefst þann 15. júní næstkomandi og fer fram í Bandaríkjunum. Margt við mótið hefur vakið athygli en undanfarin ár hefur HM félagsliða verið fámenn keppni sem er haldin milli jóla og nýárs. Í nýja fyrirkomulaginu eru hins vegar 32 lið sem taka þátt. Um er að ræða rjómann af knattspyrnuliðum heimsins svo að sjálfsögðu er þar að finna bestu lið Evrópu. Sem dæmi má nefna nýkrýnda Evrópumeistara París Saint-Germian ásamt liðum á borð við Inter, Manchester City, Real Madríd, Bayern München og þar fram eftir götunum. Mótið, og þá sérstaklega fyrirkomulagið, hefur verið á milli tannanna á fólki. Aðallega þar sem það þýðir að enn fleiri leiki fyrir leikmenn sem eru nú þegar á ystu nöf hvað varðar álag. Það er vissulega undir þeim félögum sem taka þátt komið hvaða leikmenn spila og gætu þau sent þá leikmenn sem virkilega þurfa á fríi að halda í sumarfrí. Að sama skapi hefðu sömu leikmenn getað tekið sér frí í landsleikjatörninni sem er í gangi þegar þetta er skrifað. Komist félag í úrslit HM félagsliða þýðir það að leikmenn þess félags fara ekki í sumarfrí fyrr en 13. júlí næstkomandi. Venjulega væru leikmenn að skila sér úr sumarfrí ekki löngu síðar þar sem deildarkeppni á Englandi hefst þann 16. ágúst, degi síðar hefst La Liga á Spáni og fylgja stærstu deildir Evrópu þar á eftir. Það gæti því reynt þrautin þyngri fyrir stærstu lið Evrópu að gefa stærstu stjörnum sínum nægilegt frí en að sama skapi fá þær nægilega snemma til baka svo þær séu komnar í toppform þegar tímabilið 2025-26 hefst. Þá er stóra spurningin hvaða áhrif þetta hefur á komandi tímabil og HM landsliða næsta sumar. Hér að neðan hefur Vísir tekið saman nokkrar af skærustu stjörnum Evrópu, hversu marga leiki og hversu margar mínútur þær hafa spilað á nýafstaðinni leiktíð. Ferðalög eru ekki tekin með en það er þó vitað að þau taka sinn toll. Kylian Mbappé, Real Madríd (26 ára) 56 leikir (4610 mínútur) fyrir Real Madríd 6 leikir (563 mín.) fyrir Frakkland Samtals: 62 leikir (5173 mín.) Harry Kane, Bayern München (31 árs) 46 leikir (3582 mínútur) fyrir Bayern 8 leikir (617 mín.) fyrir England Samtals: 54 leikir (4199 mín.) Lautaro Martínez, Inter Milan (27 ára) 49 leikir (3733 mínútur) fyrir Inter Milan 6 leikir (418 mín.) fyrir Argentínu Samtals: 55 leikir (4151 mín.) Tók þátt í tveimur æfingaleikjum (123 mín.) og sex leikjum (221 mín.) í Suður-Ameríkukeppninni (Copa America) síðasta sumar. Erling Haaland, Manchester City (24 ára) 44 leikir (3786 mínútur) fyrir Manchester City 10 leikir (881 mín.) fyrir Noreg Samtals: 54 leikir (4667 mín.) Ousmane Dembélé, París Saint-Germain (28 ára) 49 leikir (3290 mínútur) fyrir PSG 7 leikir (540 mín.) fyrir Frakkland Samtals: 56 leikir (3830 mín.) Vitinha, PSG (25 ára) 52 leikir (3891 mínúta) fyrir PSG 8 leikir (654 mín) fyrir Portúgal Samtals: 60 leikir (4545 mín.) Fótbolti HM félagsliða í fótbolta 2025 Mest lesið Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Sport Sveindís og félagar sendar í frí á meðan HM karla fer fram Fótbolti Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Fótbolti Skýrsla Arons: Afleit byrjun sem verður nú að svara fyrir Fótbolti Skórnir hennar seldust upp á mínútu Körfubolti „Ég var bara með niðurgang“ Fótbolti Glódís Perla skipti um stuttbuxur í miðjum leik Fótbolti „Heilt yfir var ég bara sáttur“ Fótbolti Einkunnir íslensku stelpnanna: Cecilía best en liðið betra manni færri Fótbolti Sveindís: Hefði kannski átt að gera meira til að koma mér inn í leikinn Fótbolti Fleiri fréttir Skýrsla Arons: Afleit byrjun sem verður nú að svara fyrir Sveindís og félagar sendar í frí á meðan HM karla fer fram Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Dramatík í endurkomusigri Norðmanna í hinum leik íslenska riðilsins Jóhann Berg kominn með nýtt lið á Arabíuskaganum Sveindís: Hefði kannski átt að gera meira til að koma mér inn í leikinn „Heilt yfir var ég bara sáttur“ „Ég var bara með niðurgang“ Ingibjörg: Gríðarlega svekkjandi „Mér fannst við alveg halda þeim í skefjum“ Einkunnir íslensku stelpnanna: Cecilía best en liðið betra manni færri Twitter yfir leiknum gegn Finnlandi: Vonbrigði í Thun Courtois: Trent Alexander-Arnold martröð fyrir markverði Glódís Perla skipti um stuttbuxur í miðjum leik Frábærar myndir af glöðum Íslendingum á EM „Við erum betra liðið“ Fyrsta byrjunarlið Íslands á EM Uppgjörið: Ísland - Finnland 0-1 | Finnar þorðu og stelpurnar okkar horfðu upp á tap Vissir um að Messi verði áfram í Miami Mamman hefur trú á Sveindísi: „Hún er að fara láta þeim líða hræðilega“ Feðgarnir spenntir fyrir leiknum: „Þá þarf ég að fljúga aftur til Sviss“ „Hún fann það sjálf að hún þyrfti að prófa eitthvað nýtt“ „Ungur og hæfileikaríkur leikmannahópur“ Margar milljónir í húfi fyrir hvern leikmann í íslenska liðinu á EM „Verður vonandi langt sumar í Sviss“ Leikdagur á EM: Áþreifanleg spenna og Finnar jafnvel spenntari „Vonandi nær Sveindís að skora, þá verður ferðin þess virði“ UEFA sveigir reglurnar fyrir fyrsta leik Íslands á EM Goðsagnir hita upp fyrir EM í Pallborði Þjálfara Finna létt skömmu fyrir fyrsta leik á EM gegn Íslandi Sjá meira
Vísir hefur fjallað nokkuð um mótið sem hefst þann 15. júní næstkomandi og fer fram í Bandaríkjunum. Margt við mótið hefur vakið athygli en undanfarin ár hefur HM félagsliða verið fámenn keppni sem er haldin milli jóla og nýárs. Í nýja fyrirkomulaginu eru hins vegar 32 lið sem taka þátt. Um er að ræða rjómann af knattspyrnuliðum heimsins svo að sjálfsögðu er þar að finna bestu lið Evrópu. Sem dæmi má nefna nýkrýnda Evrópumeistara París Saint-Germian ásamt liðum á borð við Inter, Manchester City, Real Madríd, Bayern München og þar fram eftir götunum. Mótið, og þá sérstaklega fyrirkomulagið, hefur verið á milli tannanna á fólki. Aðallega þar sem það þýðir að enn fleiri leiki fyrir leikmenn sem eru nú þegar á ystu nöf hvað varðar álag. Það er vissulega undir þeim félögum sem taka þátt komið hvaða leikmenn spila og gætu þau sent þá leikmenn sem virkilega þurfa á fríi að halda í sumarfrí. Að sama skapi hefðu sömu leikmenn getað tekið sér frí í landsleikjatörninni sem er í gangi þegar þetta er skrifað. Komist félag í úrslit HM félagsliða þýðir það að leikmenn þess félags fara ekki í sumarfrí fyrr en 13. júlí næstkomandi. Venjulega væru leikmenn að skila sér úr sumarfrí ekki löngu síðar þar sem deildarkeppni á Englandi hefst þann 16. ágúst, degi síðar hefst La Liga á Spáni og fylgja stærstu deildir Evrópu þar á eftir. Það gæti því reynt þrautin þyngri fyrir stærstu lið Evrópu að gefa stærstu stjörnum sínum nægilegt frí en að sama skapi fá þær nægilega snemma til baka svo þær séu komnar í toppform þegar tímabilið 2025-26 hefst. Þá er stóra spurningin hvaða áhrif þetta hefur á komandi tímabil og HM landsliða næsta sumar. Hér að neðan hefur Vísir tekið saman nokkrar af skærustu stjörnum Evrópu, hversu marga leiki og hversu margar mínútur þær hafa spilað á nýafstaðinni leiktíð. Ferðalög eru ekki tekin með en það er þó vitað að þau taka sinn toll. Kylian Mbappé, Real Madríd (26 ára) 56 leikir (4610 mínútur) fyrir Real Madríd 6 leikir (563 mín.) fyrir Frakkland Samtals: 62 leikir (5173 mín.) Harry Kane, Bayern München (31 árs) 46 leikir (3582 mínútur) fyrir Bayern 8 leikir (617 mín.) fyrir England Samtals: 54 leikir (4199 mín.) Lautaro Martínez, Inter Milan (27 ára) 49 leikir (3733 mínútur) fyrir Inter Milan 6 leikir (418 mín.) fyrir Argentínu Samtals: 55 leikir (4151 mín.) Tók þátt í tveimur æfingaleikjum (123 mín.) og sex leikjum (221 mín.) í Suður-Ameríkukeppninni (Copa America) síðasta sumar. Erling Haaland, Manchester City (24 ára) 44 leikir (3786 mínútur) fyrir Manchester City 10 leikir (881 mín.) fyrir Noreg Samtals: 54 leikir (4667 mín.) Ousmane Dembélé, París Saint-Germain (28 ára) 49 leikir (3290 mínútur) fyrir PSG 7 leikir (540 mín.) fyrir Frakkland Samtals: 56 leikir (3830 mín.) Vitinha, PSG (25 ára) 52 leikir (3891 mínúta) fyrir PSG 8 leikir (654 mín) fyrir Portúgal Samtals: 60 leikir (4545 mín.)
Fótbolti HM félagsliða í fótbolta 2025 Mest lesið Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Sport Sveindís og félagar sendar í frí á meðan HM karla fer fram Fótbolti Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Fótbolti Skýrsla Arons: Afleit byrjun sem verður nú að svara fyrir Fótbolti Skórnir hennar seldust upp á mínútu Körfubolti „Ég var bara með niðurgang“ Fótbolti Glódís Perla skipti um stuttbuxur í miðjum leik Fótbolti „Heilt yfir var ég bara sáttur“ Fótbolti Einkunnir íslensku stelpnanna: Cecilía best en liðið betra manni færri Fótbolti Sveindís: Hefði kannski átt að gera meira til að koma mér inn í leikinn Fótbolti Fleiri fréttir Skýrsla Arons: Afleit byrjun sem verður nú að svara fyrir Sveindís og félagar sendar í frí á meðan HM karla fer fram Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Dramatík í endurkomusigri Norðmanna í hinum leik íslenska riðilsins Jóhann Berg kominn með nýtt lið á Arabíuskaganum Sveindís: Hefði kannski átt að gera meira til að koma mér inn í leikinn „Heilt yfir var ég bara sáttur“ „Ég var bara með niðurgang“ Ingibjörg: Gríðarlega svekkjandi „Mér fannst við alveg halda þeim í skefjum“ Einkunnir íslensku stelpnanna: Cecilía best en liðið betra manni færri Twitter yfir leiknum gegn Finnlandi: Vonbrigði í Thun Courtois: Trent Alexander-Arnold martröð fyrir markverði Glódís Perla skipti um stuttbuxur í miðjum leik Frábærar myndir af glöðum Íslendingum á EM „Við erum betra liðið“ Fyrsta byrjunarlið Íslands á EM Uppgjörið: Ísland - Finnland 0-1 | Finnar þorðu og stelpurnar okkar horfðu upp á tap Vissir um að Messi verði áfram í Miami Mamman hefur trú á Sveindísi: „Hún er að fara láta þeim líða hræðilega“ Feðgarnir spenntir fyrir leiknum: „Þá þarf ég að fljúga aftur til Sviss“ „Hún fann það sjálf að hún þyrfti að prófa eitthvað nýtt“ „Ungur og hæfileikaríkur leikmannahópur“ Margar milljónir í húfi fyrir hvern leikmann í íslenska liðinu á EM „Verður vonandi langt sumar í Sviss“ Leikdagur á EM: Áþreifanleg spenna og Finnar jafnvel spenntari „Vonandi nær Sveindís að skora, þá verður ferðin þess virði“ UEFA sveigir reglurnar fyrir fyrsta leik Íslands á EM Goðsagnir hita upp fyrir EM í Pallborði Þjálfara Finna létt skömmu fyrir fyrsta leik á EM gegn Íslandi Sjá meira