ÍR og Njarðvík áfram taplaus Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 9. júní 2025 21:21 Njarðvíkingar eru að gera flotta hluti. mynd/facebooksíða Njarðvíkur Nokkuð var um áhugaverð úrslit í Lengjudeild karla í knattspyrnu í dag. Fylkir bjargaði stigi undir lok leiks í Keflavík en það stefndi í að liðið yrði í fallsæti að leikjum kvöldsins loknum. ÍR og Njarðvík eru enn taplaus og Leiknir Reykjavík vann annan leikinn í röð eftir að Ágúst Gylfason tók við liðinu. Keflavík komst snemma leiks yfir þökk sé marki Muhamed Alghoul beint úr aukaspyrnu. Það þurfti að bíða lengi eftir næsta marki leiksin sen það skoraði Theodór Ingi Óskarsson þegar þrjár mínútur voru til loka venjulegs leiktíma. Mörkin urðu ekki fleiri og Keflavík er nú með 10 stig í 5. sæti að loknum sex leikjum. Á sama tíma er Fylkir með sex stig eftir sjö leiki og er ekki í fallsæti þökk sé betri markatölu en Selfoss. Leiknir Reykjavík vann annan leikinn í röð þegar liðið fékk Völsung í heimsókn. Rafnar Máni Gunnarsson kom gestunum frá Húsavík yfir en Shkelzen Veseli jafnaði metin áður en Dagur Ingi Hammer Gunnarsson skoraði tvennu og tryggði Leikni 3-1 sigur. Breiðhyltingar eru nú með sjö stig í 9. sæti, tveimur minna en Völsungur sem situr sæti ofar. Á Selfossi voru Fjölnismenn í heimsókn en bæði lið eru í harðri fallbaráttu. Fór það svo að heimamenn unnu 2-0 sigur, Aron Lucas Vokes og Frosti Brynjólfsson með mörkin. Þá fékk Reynir Haraldsson rautt spjald í liði Fjölnis þegar fimm mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. Selfoss er nú í 11. sæti með sex stig á meðan Fjölnir er án sigurs í botnsætinu með þrjú stig. Á Akureyri gerðu Þórsarar 1-1 jafntefli við topplið ÍR. Tvö rauð spjöld fóru á loft í leiknum. Arnór Sölvi Harðarson kom gestunum úr Breiðholti yfir en tveimur mínútum síðar var Marc Mcausland rekinn af velli og gestirnir manni færri. Clement Bayiha jafnaði metin í síðari hálfleik en fjórum mínútum eftir það var Orri Sigurjónsson rekinn af velli og bæði lið kláruðu leikinn með tíu leikmenn inn á vellinum. ÍR-ingar eru áfram á toppi deildarinnar með 15 stig að loknum sjö leikjum. Þór Akureyri er á sama tíma í 4. sæti með 11 stig. ÍR og Njarðvík eru einu taplausu lið deildarinnar. Síðarnefnda liðið sótti Þrótt Reykjavík heim í Laugardalinn, lauk leiknum með 2-2 jafntefli í fjörugum leik. Njarðvík hefur ekki enn tapað leik.UMFN Knattspyrna Liam Daði Jeffs kom Þrótti yfir en Oumar Diouck jafnaði metin. Kári Kristjánsson kom Þrótti aftur yfir en Tómas Bjarki Jónsson jafnaði metin fyrir gestina og þar við sat. Þróttur í 5. sæti með 11 stig og Njarðvík í 2. sæti með 13 stig. Markaskorarar fengnir af Fótbolti.net. Fótbolti Íslenski boltinn Lengjudeild karla Tengdar fréttir Endurkomusigur hjá Grindavík þrátt fyrir rautt spjald Grindavík vann 2-1 gegn HK þrátt fyrir að lenda undir í fyrri hálfleik og verða svo manni færri í seinni hálfleik, í sjöundu umferð Lengjudeildar karla í fótbolta. Ármann Ingi Finnbogason lagði bæði mörkin upp fyrir heimamenn. 9. júní 2025 16:02 Mest lesið Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Golf Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Fótbolti Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Fótbolti Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Enski boltinn „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Fótbolti Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Enski boltinn Hvað er mikilvægast að hafa í huga fyrir Reykjavíkurmaraþonið? Sport „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ Íslenski boltinn Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Sjá meira
Keflavík komst snemma leiks yfir þökk sé marki Muhamed Alghoul beint úr aukaspyrnu. Það þurfti að bíða lengi eftir næsta marki leiksin sen það skoraði Theodór Ingi Óskarsson þegar þrjár mínútur voru til loka venjulegs leiktíma. Mörkin urðu ekki fleiri og Keflavík er nú með 10 stig í 5. sæti að loknum sex leikjum. Á sama tíma er Fylkir með sex stig eftir sjö leiki og er ekki í fallsæti þökk sé betri markatölu en Selfoss. Leiknir Reykjavík vann annan leikinn í röð þegar liðið fékk Völsung í heimsókn. Rafnar Máni Gunnarsson kom gestunum frá Húsavík yfir en Shkelzen Veseli jafnaði metin áður en Dagur Ingi Hammer Gunnarsson skoraði tvennu og tryggði Leikni 3-1 sigur. Breiðhyltingar eru nú með sjö stig í 9. sæti, tveimur minna en Völsungur sem situr sæti ofar. Á Selfossi voru Fjölnismenn í heimsókn en bæði lið eru í harðri fallbaráttu. Fór það svo að heimamenn unnu 2-0 sigur, Aron Lucas Vokes og Frosti Brynjólfsson með mörkin. Þá fékk Reynir Haraldsson rautt spjald í liði Fjölnis þegar fimm mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. Selfoss er nú í 11. sæti með sex stig á meðan Fjölnir er án sigurs í botnsætinu með þrjú stig. Á Akureyri gerðu Þórsarar 1-1 jafntefli við topplið ÍR. Tvö rauð spjöld fóru á loft í leiknum. Arnór Sölvi Harðarson kom gestunum úr Breiðholti yfir en tveimur mínútum síðar var Marc Mcausland rekinn af velli og gestirnir manni færri. Clement Bayiha jafnaði metin í síðari hálfleik en fjórum mínútum eftir það var Orri Sigurjónsson rekinn af velli og bæði lið kláruðu leikinn með tíu leikmenn inn á vellinum. ÍR-ingar eru áfram á toppi deildarinnar með 15 stig að loknum sjö leikjum. Þór Akureyri er á sama tíma í 4. sæti með 11 stig. ÍR og Njarðvík eru einu taplausu lið deildarinnar. Síðarnefnda liðið sótti Þrótt Reykjavík heim í Laugardalinn, lauk leiknum með 2-2 jafntefli í fjörugum leik. Njarðvík hefur ekki enn tapað leik.UMFN Knattspyrna Liam Daði Jeffs kom Þrótti yfir en Oumar Diouck jafnaði metin. Kári Kristjánsson kom Þrótti aftur yfir en Tómas Bjarki Jónsson jafnaði metin fyrir gestina og þar við sat. Þróttur í 5. sæti með 11 stig og Njarðvík í 2. sæti með 13 stig. Markaskorarar fengnir af Fótbolti.net.
Fótbolti Íslenski boltinn Lengjudeild karla Tengdar fréttir Endurkomusigur hjá Grindavík þrátt fyrir rautt spjald Grindavík vann 2-1 gegn HK þrátt fyrir að lenda undir í fyrri hálfleik og verða svo manni færri í seinni hálfleik, í sjöundu umferð Lengjudeildar karla í fótbolta. Ármann Ingi Finnbogason lagði bæði mörkin upp fyrir heimamenn. 9. júní 2025 16:02 Mest lesið Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Golf Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Fótbolti Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Fótbolti Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Enski boltinn „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Fótbolti Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Enski boltinn Hvað er mikilvægast að hafa í huga fyrir Reykjavíkurmaraþonið? Sport „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ Íslenski boltinn Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Sjá meira
Endurkomusigur hjá Grindavík þrátt fyrir rautt spjald Grindavík vann 2-1 gegn HK þrátt fyrir að lenda undir í fyrri hálfleik og verða svo manni færri í seinni hálfleik, í sjöundu umferð Lengjudeildar karla í fótbolta. Ármann Ingi Finnbogason lagði bæði mörkin upp fyrir heimamenn. 9. júní 2025 16:02