Flóttamenn

Flóttamenn

Fréttir af málefnum flóttamanna.

Fréttamynd

Óttast um öryggi gamals nemanda sem er enn fastur í Af­gan­istan

Alls hafa 33 einstaklingar komið til Íslands frá Afganistan með aðstoð stjórnvalda eftir að ríkisstjórnin samþykkti tillögur um móttöku flóttafólks frá landinu. Hefur sú tala haldist óbreytt frá því að herafli Vesturlanda yfirgaf Afganistan um síðustu mánaðamót. 

Innlent
Fréttamynd

Hálf flugvél er ekki nóg

Á síðustu árum hafa meira en hundrað manns flutt hingað frá Afganistan eða úr flóttamannabyggðum umhverfis landið. Það hefur lengi verið erfitt að búa þar, nú er það orðið stórhættulegt. Það er því eðlilegt að íslenskir Afganar vilji fá fjölskyldur sínar hingað, og að Afganar í hælisferli hér óttist að vera sendir þangað.

Skoðun
Fréttamynd

Hjól og hælisleitendur

Fyrir mörgum er reiðhjól ansi ómerkilegur hlutur. Undanfarin ár og áratugi hefur reiðhjólið hins vegar sótt mikið á sem ferðamáti, líkamsrækt og tómstundaiðkun. Búnaðurinn hefur líka orðið dýrari og betri; Nú má fá allt frá rafmagnshjólum og rafskútum yfir í kolefnistrefjagötuhjól.

Skoðun
Fréttamynd

Taka við allt að 120 flótta­mönnum frá Afgan­istan

Íslensk stjórnvöld áætla að taka á móti allt að 120 flóttamönnum frá Afganistan en heildarfjöldi liggur ekki endanlega fyrir. Ríkisstjórnin samþykkti í morgun tillögur flóttamannanefndar vegna þess ástands sem skapast hefur í Afganistan í kjölfar valdatöku Talibana.

Innlent
Fréttamynd

Biðla til stjórnvalda að bjarga ættingjum sínum frá Afganistan

Hópur Afgana með íslenskan ríkisborgararétt krefst þess að stjórnvöld bjargi ættingjum sínum frá Afganistan. Fólkið sé í bráðri lífshættu eftir að Talibanar tóku völdin í landinu. Íslensk kona segir afganskan mág sinn í felum þar því hann óttist að verða tekinn af lífi vegna trúar sinnar.

Innlent
Fréttamynd

Bregðast þurfi við í samstarfi við nágrannaþjóðir

Félagsmálaráðherra segir að íslensk stjórnvöld geti ekki brugðist við stöðunni í Afganistan öðruvísi en í samstarfi við aðrar nágrannaþjóðir. Staðan sé afar flókin enda engin hefðbundin flóttamannamóttaka þar ytra lengur og ekkert hefðbundið flug.

Erlent
Fréttamynd

Forsetahjónin á World Pride

Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands og Eliza Reid forsetafrú taka þátt í World Pride í Kaupmannahöfn og Málmey á næstu dögum.

Innlent
Fréttamynd

Látum okkur þetta varða!

Afganistan hefur lengi verið í umræðunni í tengslum við það stríð sem þar hefur geysað um áraraðir. Við höfum áður horft með hryllingi á þá meðferð sem konur hafa fengið af hálfu Talíbana, þær hafa ekki haft sjálfstæð réttindi, sjálfstæðan vilja til framkvæmda, menntunar, kosningarréttar og þeim gert að lifa eftir óraunhæfum kröfum Talíbana án allra mannréttinda og með enga rödd.

Skoðun