Börnin og mæðurnar sem urðu eftir í Póllandi nú á leið til Íslands Vésteinn Örn Pétursson skrifar 18. mars 2022 19:52 Fjöldi fólks, að meirihluta til konur og börn, hafa flúð Úkraínu frá því innrás Rússa í landið hófst í síðasta mánuði. Myndin tengist efni fréttarinnar ekki með beinum hætti. Christoph Reichwein/picture alliance via Getty Þær úkraínsku konur og börn þeirra sem voru skilin eftir á flugvellinum í Varsjá, höfuðborg Póllands, í fyrrakvöld eru nú komin upp í flugvél á leið til landsins. Frá þessu greinir Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar á Facebook. Í fyrrakvöld birti hún þar færslu þar sem hún sagði frá því að úkraínsk börn og mæður þeirra fengju ekki að innrita sig í flug frá Varsjá til Íslands, þar sem börnin væru ekki með vegabréf. Þar hafi engu skipt þótt mæðurnar væru með fæðingarvottorð barnanna með sér og með þau skráð í sín vegabréf. Þá skoraði Helga Vala á dómsmálaráðherra og utanríkisráðherra að beita sér í málinu. Ríkislögreglustjóri og utanríkisráðherra hafi liðkað fyrir málinu Helga Vala greindi svo frá því rétt upp úr klukkan sjö í kvöld að þau börn og þær mæður sem höfðu orðið eftir á flugvellinum væru nú komin um borð í vél frá Varsjá og hingað til lands. „Stjórnvöld tóku við sér eftir hamaganginn. Vel gert Þórdís Kolbrún og Sigríður Björk. Það virðist sem að nærvera íslenskrar lögreglu og skýr skilaboð frá íslenskum stjórnvöldum hafi loksins borið árangur. Velkomin,“ skrifar Helga Vala. Í samtali við Vísi segir Helga Vala að þáttur Sigríðar Bjarkar Guðjónsdóttur ríkislögreglustjóra hafi falist í því að taka á móti ýmsum gögnum sem Helgu Völu hafði borist um flóttafólkið. „Það voru vegabréf, fæðingarvottorð, myndir af börnunum í vegabréfum mæðranna og svo framvegis. Ýmislegt sem gat liðkað fyrir málinu,“ segir Helga Vala. Sigríður Björk hafi síðan sent tvo lögreglumenn frá alþjóðadeild lögreglunnar út til Varsjár í dag, til þess að fylgja málinu eftir. Hún segir að Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra hafi sömuleiðis sýnt því mikinn áhuga að leysa málið sem fyrst. „Þær sýndu þessu báðar mikinn áhuga og skilning og mega alveg eiga það.“ Samkvæmt upplýsingum á vef Isavia er áætlað að fólkið, sem kemur með flugi Wizz Air til Keflavíkur, lendi um klukkan hálf eitt í nótt. Innrás Rússa í Úkraínu Flóttafólk á Íslandi Utanríkismál Flóttamenn Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Innlent Fleiri fréttir Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Sjá meira
Frá þessu greinir Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar á Facebook. Í fyrrakvöld birti hún þar færslu þar sem hún sagði frá því að úkraínsk börn og mæður þeirra fengju ekki að innrita sig í flug frá Varsjá til Íslands, þar sem börnin væru ekki með vegabréf. Þar hafi engu skipt þótt mæðurnar væru með fæðingarvottorð barnanna með sér og með þau skráð í sín vegabréf. Þá skoraði Helga Vala á dómsmálaráðherra og utanríkisráðherra að beita sér í málinu. Ríkislögreglustjóri og utanríkisráðherra hafi liðkað fyrir málinu Helga Vala greindi svo frá því rétt upp úr klukkan sjö í kvöld að þau börn og þær mæður sem höfðu orðið eftir á flugvellinum væru nú komin um borð í vél frá Varsjá og hingað til lands. „Stjórnvöld tóku við sér eftir hamaganginn. Vel gert Þórdís Kolbrún og Sigríður Björk. Það virðist sem að nærvera íslenskrar lögreglu og skýr skilaboð frá íslenskum stjórnvöldum hafi loksins borið árangur. Velkomin,“ skrifar Helga Vala. Í samtali við Vísi segir Helga Vala að þáttur Sigríðar Bjarkar Guðjónsdóttur ríkislögreglustjóra hafi falist í því að taka á móti ýmsum gögnum sem Helgu Völu hafði borist um flóttafólkið. „Það voru vegabréf, fæðingarvottorð, myndir af börnunum í vegabréfum mæðranna og svo framvegis. Ýmislegt sem gat liðkað fyrir málinu,“ segir Helga Vala. Sigríður Björk hafi síðan sent tvo lögreglumenn frá alþjóðadeild lögreglunnar út til Varsjár í dag, til þess að fylgja málinu eftir. Hún segir að Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra hafi sömuleiðis sýnt því mikinn áhuga að leysa málið sem fyrst. „Þær sýndu þessu báðar mikinn áhuga og skilning og mega alveg eiga það.“ Samkvæmt upplýsingum á vef Isavia er áætlað að fólkið, sem kemur með flugi Wizz Air til Keflavíkur, lendi um klukkan hálf eitt í nótt.
Innrás Rússa í Úkraínu Flóttafólk á Íslandi Utanríkismál Flóttamenn Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Innlent Fleiri fréttir Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Sjá meira