Undirbúningur hafinn fyrir móttöku flóttafólks Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 2. mars 2022 16:57 Stefán Vagn Stefánsson er formaður flóttamannanefndar. Stöð 2 Flóttamannanefnd fundaði nú síðdegis og lauk löngum fundi nú á fimmta tímanum. Formaður nefndarinnar segir alveg ljóst að íslensk stjórnvöld muni taka á móti flóttafólki frá Úkraínu eins og önnur Evrópuríki hafa verið að gera. „Við erum byrjuð á undirbúningi í því verkefni en leggjum mikla áherslu á það að fylgjast með og skoða það hvernig Evrópuríkin ætla að aðstoða þennan gríðarlega fjölda fólks sem er nú kominn á flótta,“ segir Stefán Vagn Stefánsson formaður Flóttamannanefndar í samtali við fréttastofu. „Við munum reyna af fremsta megni að ganga í takt við það sem aðrar Evróuþjóðir eru að gera. Við erum byrjuð í samtali við sveitarfélögin til að reyna að átta okkur á því hvaða magn af húsnæði er í boði í landinu.“ Hann segir töluvert af sveitarfélögum þegar búið að tilkynna að þau vilji koma inn í verkefnið og taka á móti flóttafólki. Hann gerir ráð fyrir að fleiri sveitarfélög muni bætast í þann hóp. „Það er gríðarlega ánægjulegt að sjá þennan samhug og vilja sveitarfélaga til að taka þátt í verkefninu,“ segir Stefán. Hann segir nefndina ekki hafa ákveðið hvað tekið verði á móti mörgum flóttamönnum frá Úkraínu. „Ég gef þér enga tölu því hún er ekki til. Við erum ekki komin með neina tölu. Það er mjög vont að gefa upp tölu sem menn geta svo ekki staðið við. Staðan er þannig að þeta er mjög ólíkt þeim verkefnum sem við höfum verið með hingað til,“ segir Stefán. „Þetta er Evrópuríki og íbúum Úkraínu er frjálst að koma hingað og vera í níutíu daga. Það er búið að taka Úkraínu af lista Útlendingastofnunar yfir örugg ríki þannig að fólk getur sótt um alþjóðlega vernd. Slíkt er þegar byrjað, einhverjir tugir hafa óskað eftir slíku þannig að verkefnið er hafið að einhverju leiti,“ segir Stefán. Boðað hefur verið til annars fundar hjá nefndinni á föstudag. Stefán vonar að skýrari mynd verði þá komin á móttöku Úkraínumanna. Alþingi Flóttafólk á Íslandi Flóttamenn Innrás Rússa í Úkraínu Félagsmál Tengdar fréttir Ráðherra hefur ekki falið flóttamannanefnd að fjalla um Úkraínu Flóttamannanefnd mun koma saman í næstu viku á reglulegum fundi. Ráðherra hefur enn ekki falið nefndinni að meta stöðu mála í Úkraínu en Stefán Vagn Stefánsson, formaður nefndarinnar, segir í samtali við fréttastofu að ástandið í Úkraínu verði að öllum líkindum rætt á fundi nefndarinnar, sama hvort það verðir á dagskrá eða utan hennar. 25. febrúar 2022 10:24 Versti dagur stríðsins hingað til Harðir bardagar hafa staðið yfir í allan dag í Kharkív, Mariupol og Kherson. Eldflaugum hefur rignt yfir borgirnar og stórskotalið herjað á þær. Rússar hafa bætt verulega í árásir á skotmörk í borgum sem ekki þjóna hernaðarlegum tilgangi. 2. mars 2022 16:31 Ál- og gasverð í hæstu hæðum Miklar hækkanir hafa orðið á eldsneytismörkuðum vegna innrásar Rússa í Úkraínu og refsiaðgerða gegn Rússlandi. Tunnan af hráolíu kostar nú meira en 110 Bandaríkjadali og hefur verð jarðgass hefur aldrei verið hærra í Evrópu. 2. mars 2022 15:56 Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Erlent Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Fleiri fréttir „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Sjá meira
„Við erum byrjuð á undirbúningi í því verkefni en leggjum mikla áherslu á það að fylgjast með og skoða það hvernig Evrópuríkin ætla að aðstoða þennan gríðarlega fjölda fólks sem er nú kominn á flótta,“ segir Stefán Vagn Stefánsson formaður Flóttamannanefndar í samtali við fréttastofu. „Við munum reyna af fremsta megni að ganga í takt við það sem aðrar Evróuþjóðir eru að gera. Við erum byrjuð í samtali við sveitarfélögin til að reyna að átta okkur á því hvaða magn af húsnæði er í boði í landinu.“ Hann segir töluvert af sveitarfélögum þegar búið að tilkynna að þau vilji koma inn í verkefnið og taka á móti flóttafólki. Hann gerir ráð fyrir að fleiri sveitarfélög muni bætast í þann hóp. „Það er gríðarlega ánægjulegt að sjá þennan samhug og vilja sveitarfélaga til að taka þátt í verkefninu,“ segir Stefán. Hann segir nefndina ekki hafa ákveðið hvað tekið verði á móti mörgum flóttamönnum frá Úkraínu. „Ég gef þér enga tölu því hún er ekki til. Við erum ekki komin með neina tölu. Það er mjög vont að gefa upp tölu sem menn geta svo ekki staðið við. Staðan er þannig að þeta er mjög ólíkt þeim verkefnum sem við höfum verið með hingað til,“ segir Stefán. „Þetta er Evrópuríki og íbúum Úkraínu er frjálst að koma hingað og vera í níutíu daga. Það er búið að taka Úkraínu af lista Útlendingastofnunar yfir örugg ríki þannig að fólk getur sótt um alþjóðlega vernd. Slíkt er þegar byrjað, einhverjir tugir hafa óskað eftir slíku þannig að verkefnið er hafið að einhverju leiti,“ segir Stefán. Boðað hefur verið til annars fundar hjá nefndinni á föstudag. Stefán vonar að skýrari mynd verði þá komin á móttöku Úkraínumanna.
Alþingi Flóttafólk á Íslandi Flóttamenn Innrás Rússa í Úkraínu Félagsmál Tengdar fréttir Ráðherra hefur ekki falið flóttamannanefnd að fjalla um Úkraínu Flóttamannanefnd mun koma saman í næstu viku á reglulegum fundi. Ráðherra hefur enn ekki falið nefndinni að meta stöðu mála í Úkraínu en Stefán Vagn Stefánsson, formaður nefndarinnar, segir í samtali við fréttastofu að ástandið í Úkraínu verði að öllum líkindum rætt á fundi nefndarinnar, sama hvort það verðir á dagskrá eða utan hennar. 25. febrúar 2022 10:24 Versti dagur stríðsins hingað til Harðir bardagar hafa staðið yfir í allan dag í Kharkív, Mariupol og Kherson. Eldflaugum hefur rignt yfir borgirnar og stórskotalið herjað á þær. Rússar hafa bætt verulega í árásir á skotmörk í borgum sem ekki þjóna hernaðarlegum tilgangi. 2. mars 2022 16:31 Ál- og gasverð í hæstu hæðum Miklar hækkanir hafa orðið á eldsneytismörkuðum vegna innrásar Rússa í Úkraínu og refsiaðgerða gegn Rússlandi. Tunnan af hráolíu kostar nú meira en 110 Bandaríkjadali og hefur verð jarðgass hefur aldrei verið hærra í Evrópu. 2. mars 2022 15:56 Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Erlent Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Fleiri fréttir „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Sjá meira
Ráðherra hefur ekki falið flóttamannanefnd að fjalla um Úkraínu Flóttamannanefnd mun koma saman í næstu viku á reglulegum fundi. Ráðherra hefur enn ekki falið nefndinni að meta stöðu mála í Úkraínu en Stefán Vagn Stefánsson, formaður nefndarinnar, segir í samtali við fréttastofu að ástandið í Úkraínu verði að öllum líkindum rætt á fundi nefndarinnar, sama hvort það verðir á dagskrá eða utan hennar. 25. febrúar 2022 10:24
Versti dagur stríðsins hingað til Harðir bardagar hafa staðið yfir í allan dag í Kharkív, Mariupol og Kherson. Eldflaugum hefur rignt yfir borgirnar og stórskotalið herjað á þær. Rússar hafa bætt verulega í árásir á skotmörk í borgum sem ekki þjóna hernaðarlegum tilgangi. 2. mars 2022 16:31
Ál- og gasverð í hæstu hæðum Miklar hækkanir hafa orðið á eldsneytismörkuðum vegna innrásar Rússa í Úkraínu og refsiaðgerða gegn Rússlandi. Tunnan af hráolíu kostar nú meira en 110 Bandaríkjadali og hefur verð jarðgass hefur aldrei verið hærra í Evrópu. 2. mars 2022 15:56