Landamæri Íslands galopin fyrir Úkraínumönnum Heimir Már Pétursson skrifar 4. mars 2022 19:26 Rúmlega ein milljón flóttamanna hefur flúið Úkraínu frá upphafi innrásar Rússa í landið. AP Photo/Markus Schreiber Allt frá nokkrum hundruðum til þúsunda Úkraínumanna gætu fengið skjól á Íslandi eftir að neyðarákvæði útlendingalaga var virkjað í gærkvöldi. Formaður flóttamannanefndar segir ljóst að sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu ráði ekki ein við að taka á móti þessum fjölda en er ánægður með undirtektirnar. Um tvö hundruð þúsund manns hafa bæst í hóp þeirra milljón manna sem flúið höfðu Úkraínu í gær. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir stjórnvöld hafa farið að fordæmi Evrópusambandsins og virkjað neyðargrein vegna fjöldaflótta í útlendingalögum í gærkvöldi. Slíkar greinar hafa aldrei áður verið virkjaðar hér og í Evrópu. „Þetta eru auðvitað einstakar aðstæður í Evrópu. Það er mikill samhljómur. Síðan voru sömuleiðis að berast skilaboð frá Bandaríkjunum um tilslakanir í þessa veru. Þannig aðviðerum að gera ráð fyrir því ef spár Flóttamannastofnunar ganga eftir getum við séð margar milljónir á flótta,“ sagði Katrín að loknum ríkisstjórnarfundi í dag. Stefán Vagn Stefánsson formaður flóttamannanefndar sem hefur umsjón með framkvæmdinni segir að í raun væri búið að opna öll landamæri Evrópuríkja og þar með Íslands fyrir fólki á flótta frá Úkraínu. Stefán Vagn Stefánsson er formaður flóttamannanefndar.Stöð 2/Einar „Þannig að sá hópur sem við eigum von á er algerlega óskilgreindur og við vitum ekki hvað við erum að fara að fá marga. Verkefnið að því leiti er mjög snúið og erfitt í útfærslu og mikilvægt að fá sem flesta að. Við höfum verið að kalla eftir því, og ég geri það hér með, að þau sveitarfélög sem treysta sér til og geta orðið að liði varðandi húsnæði til dæmis gefi sig fram,“ segir Stefán Vagn. Nú þegar hafi viðbrögðin verið góð og hann eigi von á að fleiri gefi sig fram á næstu dögum. Allar landamæra- og lestarstöðvar í ríkjum vestan landamæranna að Úkraínu eru fullar af fólki. Konur og börn sofa á gólfum. Almenningur og hjálparsamtök hafa boðið fram aðstoð sína í næstu nágrannaríkjum og bjóða húsaskjól, fatnað og mat. Þá hafa Þjóðverjar og fleiri ríki hafa afnumið lestarfargjöld frá austur Evrópu til að auðvelda fólki flóttann. Allar lestar í vesturátt eru yfirfullar af flóttafólki. Sjálboðaliðar gáfu flóttamönnum frá Úkraínu föt á Hauptbahnhof í Berlín í dag.Hannibal Hanschke/AP Á brautarpallinum í Berlín stóð ungt par og bauð fram húsnæði. „Við bjóðum húsnæði fyrir tvo fullorðna og allt að þremur börnum, þar til þau finna eitthvað varanlegra.“ Önnur kona sagði „við höfum ekki mikið pláss en við getum tekið við tveimur.“ Núþegar hafa um fjörutíu manns komið hingað til lands. Stefán segir mörg sveitarfélög hafa boðið fram aðstoð. „Eins höfum viðfengið einstaklinga sem hafa boðið okkur íbúðir, félagasamtök mögulega. Þannig að það eru allir aðvilja gerðir. Við finnum fyrir gríðarlegum meðbyr, gríðarlegum samhug í þessu verkefni,“ segir formaður flóttamannanefndar. Huga þurfi að skólavist fyrir börn og ungmenni og alls kyns félagslegri þjónustu. Vonandi bregðist atvinnulífið vel við þeim sem treysti sér til að vinna. „Sú tala sem viðhöfum verið að áætla er einhvers staðar á milli þúsund og tvö þúsund. En hún er sögð algerlega án ábyrgðar. Eins og ég sagði íupphafi, við höfum í raun og veru ekki hugmynd um hvað þetta mun þýða,“ sagði Stefán Vagn Stefánsson. Innrás Rússa í Úkraínu Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Mest lesið Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Erlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Fleiri fréttir Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Sjá meira
Um tvö hundruð þúsund manns hafa bæst í hóp þeirra milljón manna sem flúið höfðu Úkraínu í gær. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir stjórnvöld hafa farið að fordæmi Evrópusambandsins og virkjað neyðargrein vegna fjöldaflótta í útlendingalögum í gærkvöldi. Slíkar greinar hafa aldrei áður verið virkjaðar hér og í Evrópu. „Þetta eru auðvitað einstakar aðstæður í Evrópu. Það er mikill samhljómur. Síðan voru sömuleiðis að berast skilaboð frá Bandaríkjunum um tilslakanir í þessa veru. Þannig aðviðerum að gera ráð fyrir því ef spár Flóttamannastofnunar ganga eftir getum við séð margar milljónir á flótta,“ sagði Katrín að loknum ríkisstjórnarfundi í dag. Stefán Vagn Stefánsson formaður flóttamannanefndar sem hefur umsjón með framkvæmdinni segir að í raun væri búið að opna öll landamæri Evrópuríkja og þar með Íslands fyrir fólki á flótta frá Úkraínu. Stefán Vagn Stefánsson er formaður flóttamannanefndar.Stöð 2/Einar „Þannig að sá hópur sem við eigum von á er algerlega óskilgreindur og við vitum ekki hvað við erum að fara að fá marga. Verkefnið að því leiti er mjög snúið og erfitt í útfærslu og mikilvægt að fá sem flesta að. Við höfum verið að kalla eftir því, og ég geri það hér með, að þau sveitarfélög sem treysta sér til og geta orðið að liði varðandi húsnæði til dæmis gefi sig fram,“ segir Stefán Vagn. Nú þegar hafi viðbrögðin verið góð og hann eigi von á að fleiri gefi sig fram á næstu dögum. Allar landamæra- og lestarstöðvar í ríkjum vestan landamæranna að Úkraínu eru fullar af fólki. Konur og börn sofa á gólfum. Almenningur og hjálparsamtök hafa boðið fram aðstoð sína í næstu nágrannaríkjum og bjóða húsaskjól, fatnað og mat. Þá hafa Þjóðverjar og fleiri ríki hafa afnumið lestarfargjöld frá austur Evrópu til að auðvelda fólki flóttann. Allar lestar í vesturátt eru yfirfullar af flóttafólki. Sjálboðaliðar gáfu flóttamönnum frá Úkraínu föt á Hauptbahnhof í Berlín í dag.Hannibal Hanschke/AP Á brautarpallinum í Berlín stóð ungt par og bauð fram húsnæði. „Við bjóðum húsnæði fyrir tvo fullorðna og allt að þremur börnum, þar til þau finna eitthvað varanlegra.“ Önnur kona sagði „við höfum ekki mikið pláss en við getum tekið við tveimur.“ Núþegar hafa um fjörutíu manns komið hingað til lands. Stefán segir mörg sveitarfélög hafa boðið fram aðstoð. „Eins höfum viðfengið einstaklinga sem hafa boðið okkur íbúðir, félagasamtök mögulega. Þannig að það eru allir aðvilja gerðir. Við finnum fyrir gríðarlegum meðbyr, gríðarlegum samhug í þessu verkefni,“ segir formaður flóttamannanefndar. Huga þurfi að skólavist fyrir börn og ungmenni og alls kyns félagslegri þjónustu. Vonandi bregðist atvinnulífið vel við þeim sem treysti sér til að vinna. „Sú tala sem viðhöfum verið að áætla er einhvers staðar á milli þúsund og tvö þúsund. En hún er sögð algerlega án ábyrgðar. Eins og ég sagði íupphafi, við höfum í raun og veru ekki hugmynd um hvað þetta mun þýða,“ sagði Stefán Vagn Stefánsson.
Innrás Rússa í Úkraínu Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Mest lesið Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Erlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Fleiri fréttir Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Sjá meira