Tommi og Jenni úti á sjó Vá, var ekki gaman að vera krakki og búa í svona litlum bæ úti á landi?“ Vinir mínir úr Reykjavík horfðu spenntir á mig þar sem við ókum niður á höfn á Akranesi. "Já, vera úr svona bæ en ekki bara einhverju hverfi!“ héldu þeir áfram með glampa í auga. "Þegar tveir úr svona bæ hittast verður til allt önnur tenging en þegar einhver rekst á annan úr öðru hverfi í Reykjavík og þeir byrja að spjalla. Já, frábært, ertu úr Grafarvoginum?“ Bakþankar 8. september 2011 06:00
Kurteisisgjafir Gjafir geta verið gríðarlega vandasamt fyrirbæri. Sá sem gefur eða þiggur getur orðið fastur í svo flóknu mynstri að það væri hrein guðsgjöf að losna úr því. Bakþankar 7. september 2011 11:00
Aðlögunaráætlunin Andstæðingar þess að Íslendingar fái að kjósa um aðildarsamning við Evrópusambandið í þjóðaratkvæðagreiðslu gera nú mikið úr því að ESB hafi sett skilyrði fyrir því að hægt sé að fara að ræða landbúnaðarmál í aðildarviðræðunum. Fastir pennar 7. september 2011 06:00
Kaldur hugur og hlýtt hjarta Paul Ricoeur var einn áhugaverðasti heimspekingur Frakka á tuttugustu öld. Bækur hans rötuðu víða og hugmyndir hans höfðu áhrif í mörgum fræðagreinum. Áður en hann lét af störfum var hann til dæmis um tíma prófessor við guðfræðideild Chicago-háskóla. Fræðasvið Ricoeurs var vítt og hér verður aðeins vikið að hvernig hann ræddi um tvær víddir í gagnrýni hugmynda. Bakþankar 6. september 2011 06:00
Grasrótarstarf léttir ríkinu róður Á Íslandi eru færri kvennaathvörf en þekkist í nokkru landi sem við viljum bera okkur saman við. Á þetta benti Guðrún Jónsdóttir, talskona Stígamóta, í grein hér í Fréttablaðinu á laugardaginn. Tilefni greinar Guðrúnar var þau tímamót að Stígamót hafa opnað annað kvennaathvarfið á Íslandi; athvarf sem býður velkomnar konur á leið úr klámiðnaði, vændi og mansali. Fyrir er eitt athvarf sem starfað hefur hátt á þriðja áratug og miðar starf sitt við að þjóna konum sem hafa orðið fyrir ofbeldi í nánum samböndum og börnum þeirra, en dyr þess athvarfs hafa einnig staðið öðrum konum í margvíslegum vanda opnar. Fastir pennar 6. september 2011 06:00
Nokkrar misskildar vikur Árið 1987, í sumarfríi á Spáni, var ofboðslega fallegur stuttermabolur keyptur handa mér á einhverjum götumarkaði. Hann var hvítur með alls kyns skemmtilegum fígúrum í bleikum, gulum og grænum neonlitum sem voru mjög vinsælir á þessum tíma. Ég, 10 ára gömul, var alsæl með bolinn og gekk í honum allan tímann. Bakþankar 5. september 2011 08:00
Hugsað út fyrir rammann Það er einstök og stórmerkileg upplifun að heimsækja lífræna býlið Vallanes á Fljótsdalshéraði, eins og lesa mátti út úr frásögn Svavars Hávarðssonar blaðamanns í helgarblaði Fréttablaðsins. Eymundur Magnússon bóndi hefur ekki aðeins breytt búskaparháttum í Vallanesi, hann hefur breytt veðrinu með því að gróðursetja milljón trjáplöntur og þannig skapað skjól og skilyrði fyrir stórfellda ræktun á korni og grænmeti. Kona Eymundar, Eygló Björk Ólafsdóttir, hefur reynslu af markaðssetningu matvöru bæði hér á landi og erlendis. Fastir pennar 5. september 2011 06:00
Óbyggðirnar kalla Þegar Woody Guthrie var orðinn leiður á að heyra lag Irvings Berlin God Bless America samdi hann þjóðsöng hinna landlausu, This land is your land, um þá Ameríku sem allir eiga og þar sem engum óviðkomandi er bannaður aðgangur því að allir eru viðkomandi: This land was made for you and me. Eiginlega finnst mér þessi söngur svara því ágætlega hvað manni eigi að finnast um áform Huangs Nubo um kaup á Grímsstöðum á Fjöllum og landflæmi sem því tilheyrir að sögn. Þetta land er þitt land, þetta land er mitt land, frá Gerpi að Gjögri, frá Hofi að Hörpu … Fastir pennar 5. september 2011 06:00
Hvar er heildarsýnin? Í föstudagsviðtali Fréttablaðsins sagðist Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra myndu beita sér fyrir því að verðtryggingin yrði afnumin. Það er göfugt markmið og væri alveg klárlega heimilum landsins í hag að það næðist. Fastir pennar 3. september 2011 06:00
Handritshöfundurinn 2011 Handritshöfundurinn 2011 sat við tölvuskjáinn og las yfir byrjunina á sjónvarpsþættinum sem hann hafði skrifað: „Jón lögregluforingi stóð yfir líkinu. Morðið hafði verið óvenjulegt og frumlegt. Verst að götulöggan hafði spillt vettvangnum. Nýliðinn í hópnum kastaði upp. Aðrir í hópnum voru drykkfelldur ruddi, kvennabósi og ung stúlka sem átti erfitt uppdráttar innan lögreglunnar vegna kynferðis síns. Sjálfur glímdi Jón við vandræði í einkalífinu.“ Bakþankar 3. september 2011 06:00
Bauðstu góðan daginn? Góðan daginn–dagurinn var í Reykjavík í gær. Þetta vissi ég ekki fyrr en langt var liðið á dag. Þá rakst ég óvart á myndband af borgarstjóra með risanef bjóða okkur góðan daginn. Í myndbandinu óskar hann okkur til hamingju með daginn og hálfpartinn stærir sig af því hversu vel tókst til í fyrra. Bakþankar 2. september 2011 06:00
Ekki fjárfesta takk Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra er efins um að veita eigi kínverska fjárfestinum Huang Nubo heimild til að kaupa 72 prósenta hlut í Grímsstöðum á Fjöllum. Auðmaðurinn hyggst greiða eigendum jarðarinnar nærri milljarð króna fyrir landið, sem er um 300 ferkílómetrar. Fastir pennar 2. september 2011 06:00
Tilboð í nafla alheimsins Það kemur margt gott frá útlöndum. Ég er til dæmis þakklátur fyrir að hafa IKEA á Íslandi, mér finnst leiðinlegt að McDonald's hafi farið, ég vona að Bauhaus opni einn daginn og mig dreymir um H&M-búð á ofanverðum Laugaveginum. Ég myndi fátt vilja frekar en að hingað kæmu fleiri vondar erlendar keðjur til að græða á Íslendingum. Þeir sem verslað hafa beggja vegna hafsins, og víðar, vita að þar er oft gaman að láta græða á sér. Fastir pennar 2. september 2011 06:00
Gosið og kvótinn Vestmannaeyjar eru rótgróinn útgerðarbær sem á allt sitt undir auðlindum hafsins. Því er rétt að leggja við eyrun þegar forsvarsmenn bæjarfélagsins tjá sig um hvernig nýtingu þeirra auðlinda skuli háttað. Í fyrradag lagði bæjarráð Vestmannaeyja fram umsögn um frumvarp ríkisstjórnarinnar um breytingar á fiskveiðistjórnunarlögum. Þar kemur fram að verði frumvarpið samþykkt muni það ríða útgerðarfyrirtækjum í bænum á slig og valda svo mikilli fólksfækkun að ekki "verður séð að aðrir viðburðir í sögu byggðar í Vestmannaeyjum muni hafa áður haft viðlík áhrif á samfélag Eyjamanna nema ef til vill eldgosið 1973 og Tyrkjaránið 1627". Fastir pennar 1. september 2011 06:00
Til umhugsunar fyrir alþingismenn Alþingi ákvað í samræmi við tillögur Rannsóknarnefndar Alþingis að efna til endurskoðunar stjórnarskrárinnar frá 1944. Gömlu Gránu var aðeins ætlað að standa til bráðabirgða. Endurskoðun hennar hefur þó miðað hægt vegna ósamkomulags milli stjórnmálaflokka um ýmis mál. Skoðun 1. september 2011 06:00
Sólskin í skúffunum "Sumarið kom aldrei og nú er komið haust, það er ekki búandi á þessu grjótkalda skeri,“ heyri ég nöldrað í kringum mig. Ég get orðið móðguð yfir þessu tuði og þreytt á staglinu um að allt sé ómögulegt á Íslandi, ekki bara veðrið. En stundum tek ég sjálf undir nöldrið af fullum móð, þegar þannig liggur á mér. Enda var nú óvenju kalt í sumar! Bakþankar 1. september 2011 06:00
Spilling fyrir opnum tjöldum Það var af ákafri vandlætingu sem ég hristi höfuðið er kunningi minn frá Íran sagði mér sögu frá heimalandi sínu. Sem nemandi í eðlisfræði við Háskólann í Teheran á níunda áratugnum varð hann var við að framgangur stúdenta við útskrift hélst ekki í hendur við frammistöðu í námi heldur hversu mikinn þátt menn tóku í starfi íslamista. Af gremju fylgdust þeir sem ekki voru í klíkunni með embættismannakerfi borgarinnar fyllast af misvanhæfum flokksgæðingum. Bakþankar 31. ágúst 2011 06:00
Vantraust á flokksforystuna Samþykkt flokksráðs Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs um að skipuð verði sérstök rannsóknarnefnd til að fara yfir aðdraganda þess að Ísland studdi hernaðar-aðgerðir Atlantshafsbandalagsins í Líbíu er veruleg tíðindi. Fastir pennar 31. ágúst 2011 06:00
Fegurð einfaldleikans Þegar indverski hugsuðurinn og baráttukonan Vandana Shiva kynnir sig segir hún frá veganestinu sem foreldrar hennar sendu hana með út í lífið og felst í að vera meðvituð um fegurð einfaldleikans. Þannig leggur baráttukonan áherslu á að verkefni nútímamannsins sé að tengja að nýju það sem í samfélagi nútímans hefur verið slitið í sundur og þar með glatað merkingu sinni. Sem dæmi um þetta nefnir hún fjármálakerfi sem öðlast hefur sjálfstætt líf óháð þeim fjölmörgu þáttum sem eru því þó nauðsynlegir til að viðhalda sér. Mikilvægast er að mati Vandönu að tengja að nýju mann og náttúru því milli manns og náttúru hafi alvarlegasti aðskilnaðurinn átt sér stað. Fastir pennar 30. ágúst 2011 07:00
Þjóðin, það er ég Skakkaföll kalla ungir sjálfstæðismenn efnahagshrun heillar þjóðar. Þetta væri næstum broslegt ef þetta væru ekki þeir sem valdastöður flokksins munu erfa sem í hlut ættu. Erfa þær frá þeim sem bjuggu til það kerfi sem gerði hrunið mögulegt. Þannig er striki slegið yfir söguna í ungæðislegum ákafa SUS-aranna við að útmála þá sem nú eru við stjórnvölinn sem handbendi andskotans. Bakþankar 30. ágúst 2011 07:00
Frelsi er ekki sjálfsagður hlutur Manneskjan almennt metur ekki að verðleikum það sem hún hefur fyrr en hún er svipt því. Þá fer hún að trega það. Hún tekur gott heilsufar fyrir sjálfsagðan hlut þar til hún veikist. Hún gengur að því sem vísu að fá þrjár máltíðir á dag, þangað til hún kynnist hungri, Fastir pennar 30. ágúst 2011 06:00
Græn skattalækkun Ríkisstjórnin hefur sett sér markmið um að árið 2020 komi tíu prósent allrar orku sem notuð er í samgöngum á Íslandi frá endurnýjanlegum orkugjöfum. Þetta er gott markmið og nauðsynlegt. Talsvert er til vinnandi að gera Ísland minna háð olíu, sem sífellt hækkar í verði. Orkuskiptin geta eflt nýsköpun og atvinnu og síðast en ekki sízt eru þau nauðsynleg til að Ísland geti staðið við alþjóðlegar skuldbindingar um að minnka útblástur gróðurhúsalofttegunda. Fastir pennar 29. ágúst 2011 11:00
Borg fyrirferðar Það er orðið algengt að fjölmiðlar geri stöðumælasektir að sérstöku umfjöllunarefni að loknum íþróttakappleikjum, útitónleikum og öðrum uppákomum hér á landi. Bakþankar 29. ágúst 2011 06:00
Kerfið þegir Maður hefur svolítið verið að bíða eftir því að meiri og minni spámenn tjáðu sig um frumvarp stjórnlagaráðsins að nýrri stjórnarskrá. Kannski eru allir enn að hugsa. Allir stjórnmálafræðingarnir, heimspekingarnir, stjórnmálamennirnir, háskólamennirnir, já og lögfræðingarnir sem alltaf eru að fella úrskurði sína í fréttatímunum… Fastir pennar 29. ágúst 2011 06:00
Einræðistrúðar Sennilega má slá því föstu að valdatíð Muammar al-Gaddafi í Líbíu sé á enda runnin. Uppreisnarmönnum hefur að vísu ekki tekist að hafa hendur í hári hans en þess virðist ekki lengi að bíða. Uppreisnarmennirnir í Líbíu hafa náð tökum á húsakynnum hans og birti Sky-fréttastofan á fimmtudag viðtal við skælbrosandi uppreisnarmann sem hafði lagt hald á hatt og veldissprota einræðisherrans. Uppreisnarmaðurinn hugðist gefa föður sínum hattinn. Enn forvitnilegri var þó annar fundur í húsinu; myndaalbúm fullt af myndum af Condoleezzu Rice, fyrrverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Ekki hefur komið fram hvað eiginkonu Gaddafís fannst um albúmið. Bakþankar 27. ágúst 2011 06:00
Sjálfsfróun er eðlileg líkamsrækt Ég er í óðaönn að undirbúa fyrirlestur um sjálfsfróun og forleik. Áheyrendur mínir verða læknanemar sem sinna kynfræðslu fyrir framhalds-og grunnskólanemendur landsins. Fastir pennar 26. ágúst 2011 11:00
Lífið er plastfiskur Lífið er ekki lengur saltfiskur. Lífið er plast. Tölvurnar okkar, símarnir, leikföng, hjólahjálmar, bílar, flugvélar, föt, húsgögn, rafmagnssnúrur, barbídúkkur, málning... Sumt af því sem við fyrstu sýn virðist vera úr tré eða málmi er í raun úr plasti. Flestur neysluvarningur er vafinn inn í mörg lög af plasti og síðan settur í plastpoka til að auðvelda heimflutning. Plastást heimsins er afar rökrétt. Það er svo auðvelt að nota plast, þægilegt að láta það passa inn í líf sitt. Það er mótanlegt, einangrar vel, er létt, sveigjanlegt, ryðgar ekki og er auðvelt að þrífa. Svo er það yfirleitt ódýrt, oft litskrúðugt og lítil lykt af því. Plast er manngert efni, búið til úr olíu en það er hægt að búa allt til úr plasti. Bakþankar 26. ágúst 2011 06:00
Heilagar ær og kýr Viðbrögð Landssamtaka sauðfjárbænda við skrifum Þórólfs Matthíassonar hagfræðiprófessors hér í blaðið undanfarnar vikur eru dálítið yfirdrifin. Þórólfur hefur í greinum sínum gagnrýnt óskilvirkt og dýrt landbúnaðarkerfi, lélega afkomu og litla verðmætasköpun í sauðfjárbúskap, ásamt þeirri sérkennilegu staðreynd að lambakjöt er flutt út með ríkisstyrk á sama tíma og það vantar í búðir á Íslandi. Fastir pennar 26. ágúst 2011 06:00
Beint í vasa sauðfjárbænda Árlegur beinn stuðningur skattgreiðenda við sauðfjárframleiðslu er um fjórir milljarðar króna. Fastir pennar 25. ágúst 2011 06:00
Að taka ábyrgð á eigin rekstri Opinbert menntakerfi frá leikskóla til háskóla er einn af hornsteinum íslensks samfélags. Þessir skólar veita góða og víðtæka menntun og þorri nemenda sækir nám sitt í þá. Auk opinberu skólanna eru reknir margvíslegir einkaskólar á öllum skólastigum, sumir veita sértæka menntun svo sem í tónlist en aðrir eru almennir skólar, leik- og grunnskólar, framhalds- og háskólar. Starfsemi einkaskóla er misumfangsmikil milli skólastiga. Í sumum þeirra er kennt í samræmi við skólastefnur ýmsar sem að öllum líkindum myndu ekki þrífast sérstaklega vel innan opinbera kerfisins. Fastir pennar 25. ágúst 2011 06:00
Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen Skoðun