Til umhugsunar fyrir alþingismenn Þorvaldur Gylfason skrifar 1. september 2011 06:00 Alþingi ákvað í samræmi við tillögur Rannsóknarnefndar Alþingis að efna til endurskoðunar stjórnarskrárinnar frá 1944. Gömlu Gránu var aðeins ætlað að standa til bráðabirgða. Endurskoðun hennar hefur þó miðað hægt vegna ósamkomulags milli stjórnmálaflokka um ýmis mál. Alþingi ákvað því af ærnu tilefni eftir hrun að kveðja saman þjóðfund, skipa stjórnlaganefnd, efna til þjóðkjörs til Stjórnlagaþings og skipa síðan eftir makalausa ógildingu Hæstaréttar á kosningunni 25 kjörna fulltrúa í Stjórnlagaráð, sem var falið að gera tillögur um endurskoðun stjórnarskrárinnar innan fjögurra mánaða. Því var heitið á Alþingi, að tillögurnar yrðu bornar undir þjóðaratkvæði, enda ákvað Alþingi að fela Stjórnlagaráði frekar en sjálfu sér að semja frumvarp að nýrri stjórnarskrá. Ákvörðun Alþingis var að minni hyggju rétt af tveim höfuðástæðum. Í fyrsta lagi hefur Alþingi ekki getað komið sér saman um neina verulega endurskoðun stjórnarskárinnar, þótt hún sé að verða sjötug og standist hvorki kall né kröfur tímans. Í annan stað fer ekki vel á því, að Alþingi skipti sér efnislega af stjórnarskránni, þar eð hún fjallar auk annars um Alþingi og setur því rammar skorður til að vernda almenning fyrir stjórnvöldum. Betur fer á því, að þjóðkjörnu stjórnlagaþingi eða stjórnlagaráði sé falið að endurskoða stjórnarskrána frekar en stjórnmálamönnum, sem stjórnarskránni er ætlað að koma í veg fyrir, að misbeiti valdi sínu. Þetta er alþekkt og þaulreynt fyrirkomulag (t.d. Bandaríkin 1787, Frakkland 1792, Noregur 1814, Kanada 1864-66, Ástralía 1891, 1897, 1973, 1998, Ítalía 1946, Indland 1947, Þýzkaland 1948, Eistland 1920, 1992). Þjóðkjör er þó ekki einhlít regla. Þjóðir setja sér stjórnarskrár meðal annars til að reisa lagaskorður við skaðlegu atferli. Réttur almennings til góðs og heilbrigðs stjórnarfars skerðir rétt stjórnvalda til að fara sínu fram. Þess er því að vænta, að sumir þeirra, sem nýrri stjórnarskrá er ætlað að halda í skefjum, felli sig ekki vel við hana. Um þetta þurfa alþingismenn að hugsa. Gagngerar réttarbæturÞetta þaulreynda verklag – að fela þjóðkjörnum fulltrúum frekar en þingmönnum að semja frumvarp að nýrri stjórnarskrá – vakti fyrir Alþingi, þegar það setti endurskoðun stjórnarskrárinnar í gang 2009. Alþingi þarf að ljúka málinu eins og til var stofnað með því að leggja frumvarp Stjórnlagaráðs í dóm þjóðarinnar að loknum rækilegum rökræðum um frumvarpið. Telji Alþingi sig geta borið fram betra frumvarp, getur það boðið þjóðinni að velja á milli frumvarps Stjórnlagaráðs og frumvarps Alþingis. Að öðrum kosti hlýtur val kjósenda í væntanlegri þjóðaratkvæðagreiðslu að þurfa að standa á milli frumvarps Stjórnlagaráðs og gildandi stjórnarskrár. Rökræður um málið munu auðvelda kjósendum valið. Telji Alþingi sig geta lagt fram betra frumvarp en Stjórnlagaráð, er þess að vænta, að þingið taki sér ekki lengri tíma til verksins en fjóra mánuði, en það var sá tími, sem Alþingi skammtaði Stjórnlagaráði. Telji alþingismenn frumvarp Stjórnlagaráðs lakara en gildandi stjórnarskrá, geta þeir reynt að vinna þeirri skoðun fylgi á jafnræðisgrundvelli í aðdraganda þjóðaratkvæðagreiðslu. Hitt væri beinlínis ólýðræðislegt, ef Alþingi léti andúð á tilteknum atriðum í frumvarpi Stjórnlagaráðs freista sín til að svipta þjóðina réttinum til að greiða atkvæði um frumvarpið til samþykktar eða synjunar. Slíkt gæti vakið hörð viðbrögð og einnig grunsemdir um, að áhugi meiri hluta Alþingis á endurskoðun stjórnarskrárinnar hafi frá byrjun verið bundinn við blóðlausa endurskoðun eftir forskrift Alþingis frekar en þær gagngeru réttarbætur, sem frumvarp Stjórnlagaráðs boðar nú að kröfu 84.000 kjósenda, sem neyttu atkvæðisréttar síns í nóvember sl. Tilboð til þings og þjóðarFrumvarp Stjórnlagaráðs felur í sér tilboð til þings og þjóðar um nýjan stjórnskipulegan grundvöll að opnara og réttlátara samfélagi í þágu valddreifingar, ábyrgðar og gegnsæis og gegn flokksræði, forréttindum, leynd og spillingu. Frumvarpið speglar í grófum dráttum niðurstöður þjóðfundar og hugmyndir stjórnlaganefndar, sem Stjórnlagaráði bar að lögum að taka mið af. Frumvarpinu er ætlað að leggja grunn að jöfnu vægi atkvæða alls staðar á landinu með persónukjöri við hlið listakjörs, auknu jafnræði milli Alþingis, ríkisstjórnar og dómstóla með gagnkvæmu aðhaldi og eftirliti, gegnsærri stjórnsýslu og greiðum aðgangi að upplýsingum frá stjórnvöldum, auðlindum í þjóðareign, sjálfbærri nýtingu náttúruauðlinda í almannaþágu, öflugri náttúruvernd og óspilltum embættaveitingum, svo að fátt eitt sé nefnt. Ég lýsi eftir stuðningi fólksins í landinu við frumvarp Stjórnlagaráðs og heiti á Alþingi að efna fyrri ásetning um að leyfa þjóðinni að greiða atkvæði um frumvarpið til samþykktar eða synjunar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Skoðanir Þorvaldur Gylfason Mest lesið Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun Það eru allir að greinast með þetta POTS – hvað er það? Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Alþingi ákvað í samræmi við tillögur Rannsóknarnefndar Alþingis að efna til endurskoðunar stjórnarskrárinnar frá 1944. Gömlu Gránu var aðeins ætlað að standa til bráðabirgða. Endurskoðun hennar hefur þó miðað hægt vegna ósamkomulags milli stjórnmálaflokka um ýmis mál. Alþingi ákvað því af ærnu tilefni eftir hrun að kveðja saman þjóðfund, skipa stjórnlaganefnd, efna til þjóðkjörs til Stjórnlagaþings og skipa síðan eftir makalausa ógildingu Hæstaréttar á kosningunni 25 kjörna fulltrúa í Stjórnlagaráð, sem var falið að gera tillögur um endurskoðun stjórnarskrárinnar innan fjögurra mánaða. Því var heitið á Alþingi, að tillögurnar yrðu bornar undir þjóðaratkvæði, enda ákvað Alþingi að fela Stjórnlagaráði frekar en sjálfu sér að semja frumvarp að nýrri stjórnarskrá. Ákvörðun Alþingis var að minni hyggju rétt af tveim höfuðástæðum. Í fyrsta lagi hefur Alþingi ekki getað komið sér saman um neina verulega endurskoðun stjórnarskárinnar, þótt hún sé að verða sjötug og standist hvorki kall né kröfur tímans. Í annan stað fer ekki vel á því, að Alþingi skipti sér efnislega af stjórnarskránni, þar eð hún fjallar auk annars um Alþingi og setur því rammar skorður til að vernda almenning fyrir stjórnvöldum. Betur fer á því, að þjóðkjörnu stjórnlagaþingi eða stjórnlagaráði sé falið að endurskoða stjórnarskrána frekar en stjórnmálamönnum, sem stjórnarskránni er ætlað að koma í veg fyrir, að misbeiti valdi sínu. Þetta er alþekkt og þaulreynt fyrirkomulag (t.d. Bandaríkin 1787, Frakkland 1792, Noregur 1814, Kanada 1864-66, Ástralía 1891, 1897, 1973, 1998, Ítalía 1946, Indland 1947, Þýzkaland 1948, Eistland 1920, 1992). Þjóðkjör er þó ekki einhlít regla. Þjóðir setja sér stjórnarskrár meðal annars til að reisa lagaskorður við skaðlegu atferli. Réttur almennings til góðs og heilbrigðs stjórnarfars skerðir rétt stjórnvalda til að fara sínu fram. Þess er því að vænta, að sumir þeirra, sem nýrri stjórnarskrá er ætlað að halda í skefjum, felli sig ekki vel við hana. Um þetta þurfa alþingismenn að hugsa. Gagngerar réttarbæturÞetta þaulreynda verklag – að fela þjóðkjörnum fulltrúum frekar en þingmönnum að semja frumvarp að nýrri stjórnarskrá – vakti fyrir Alþingi, þegar það setti endurskoðun stjórnarskrárinnar í gang 2009. Alþingi þarf að ljúka málinu eins og til var stofnað með því að leggja frumvarp Stjórnlagaráðs í dóm þjóðarinnar að loknum rækilegum rökræðum um frumvarpið. Telji Alþingi sig geta borið fram betra frumvarp, getur það boðið þjóðinni að velja á milli frumvarps Stjórnlagaráðs og frumvarps Alþingis. Að öðrum kosti hlýtur val kjósenda í væntanlegri þjóðaratkvæðagreiðslu að þurfa að standa á milli frumvarps Stjórnlagaráðs og gildandi stjórnarskrár. Rökræður um málið munu auðvelda kjósendum valið. Telji Alþingi sig geta lagt fram betra frumvarp en Stjórnlagaráð, er þess að vænta, að þingið taki sér ekki lengri tíma til verksins en fjóra mánuði, en það var sá tími, sem Alþingi skammtaði Stjórnlagaráði. Telji alþingismenn frumvarp Stjórnlagaráðs lakara en gildandi stjórnarskrá, geta þeir reynt að vinna þeirri skoðun fylgi á jafnræðisgrundvelli í aðdraganda þjóðaratkvæðagreiðslu. Hitt væri beinlínis ólýðræðislegt, ef Alþingi léti andúð á tilteknum atriðum í frumvarpi Stjórnlagaráðs freista sín til að svipta þjóðina réttinum til að greiða atkvæði um frumvarpið til samþykktar eða synjunar. Slíkt gæti vakið hörð viðbrögð og einnig grunsemdir um, að áhugi meiri hluta Alþingis á endurskoðun stjórnarskrárinnar hafi frá byrjun verið bundinn við blóðlausa endurskoðun eftir forskrift Alþingis frekar en þær gagngeru réttarbætur, sem frumvarp Stjórnlagaráðs boðar nú að kröfu 84.000 kjósenda, sem neyttu atkvæðisréttar síns í nóvember sl. Tilboð til þings og þjóðarFrumvarp Stjórnlagaráðs felur í sér tilboð til þings og þjóðar um nýjan stjórnskipulegan grundvöll að opnara og réttlátara samfélagi í þágu valddreifingar, ábyrgðar og gegnsæis og gegn flokksræði, forréttindum, leynd og spillingu. Frumvarpið speglar í grófum dráttum niðurstöður þjóðfundar og hugmyndir stjórnlaganefndar, sem Stjórnlagaráði bar að lögum að taka mið af. Frumvarpinu er ætlað að leggja grunn að jöfnu vægi atkvæða alls staðar á landinu með persónukjöri við hlið listakjörs, auknu jafnræði milli Alþingis, ríkisstjórnar og dómstóla með gagnkvæmu aðhaldi og eftirliti, gegnsærri stjórnsýslu og greiðum aðgangi að upplýsingum frá stjórnvöldum, auðlindum í þjóðareign, sjálfbærri nýtingu náttúruauðlinda í almannaþágu, öflugri náttúruvernd og óspilltum embættaveitingum, svo að fátt eitt sé nefnt. Ég lýsi eftir stuðningi fólksins í landinu við frumvarp Stjórnlagaráðs og heiti á Alþingi að efna fyrri ásetning um að leyfa þjóðinni að greiða atkvæði um frumvarpið til samþykktar eða synjunar.
Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun