Fastir pennar

Fastir pennar

Fréttamynd

Rangfærslur

Nokkrir þingmenn og áberandi álitsgjafar hafa farið mikinn í gagnrýni á að hluti af auknum innheimtum Arion og Íslandsbanka renni til þrotabúa Kaupþings og Glitnis. Undirtónninn er sá að ríkið hafi glutrað niður tækifæri til að færa niður skuldir heimila og þess í stað gert vogunarsjóði sem keypt hafi 60% allra krafna á slikk stjarnfræðilega ríka. Þetta eru rangfærslur. Annaðhvort eru þær settar fram meðvitað eða af fullkominni vanþekkingu.

Fastir pennar
Fréttamynd

Trúverðugir valkostir?

Víða um heim blása sterkir vindar. Það er almennt ekki að sjá að hægriflokkum hafi reynst sá stormur erfiðari en öðrum, svo að tækifærin eru til staðar. Í þessu ástandi þarf að stýra ríkisfjármálum af skynsemi og nísku. Um leið þarf að byggja upp atvinnulífið með öflugu einkaframtaki en þó vonandi ríkari af reynslu seinustu ára.

Fastir pennar
Fréttamynd

Karlpungar

Héraðsdómur Reykjaness kvað upp merkilegan dóm fyrr í vikunni yfir fjórum sjómönnum, sem voru fundnir sekir um kynferðislega áreitni gegn 13 ára dreng, syni skipsfélaga þeirra, sem fékk að koma með í túr.

Fastir pennar
Fréttamynd

Sætmeti til sölu

Mikill fréttaflutningur hefur verið um ofþyngd Íslendinga undanfarið. Talað er um að Íslendingar séu næstfeitasta þjóð Vesturlanda og að aukinni offitu barna sé best lýst sem faraldri. Ýmsar umræður hafa sprottið upp í kjölfar þessa fréttaflutnings og vilja margir meina að orðum sé nokkuð aukið og einnig að heilsufarsvandamál og ofþyngd séu ekki endilega jafn samanspyrt og margir þeir sem tjá sig um ofþyngd vilja vera láta. Ég ætla ekkert að tjá mig um það hér enda væri ég þá á hálum ís, tilheyrandi þeim vaxandi hópi Íslendinga sem er í ofþyngd.

Bakþankar
Fréttamynd

Hugleiðingar um lög og rétt - um jarðskjálfta á Hengilssvæðinu og friðhelgi heimilisins

Jarðskjálftar eru í senn óhugnanlegt og merkilegt náttúrufyrirbæri sem við Íslendingar höfum oft upplifað. Sem betur fer hafa þó jarðskjálftar hér á landi, a.m.k. á síðari tímum, ekki valdið manntjóni þótt eignaspjöll hafi stundum orðið talsverð. Annað hefur verið uppi á teningnum erlendis, eins og nýleg dæmi í Tyrklandi, Japan og á Haítí sanna.

Fastir pennar
Fréttamynd

Foreldrar eru fyrirmynd

Fæðingardagur Jónasar Hallgrímssonar er ár hvert helgaður íslenskri tungu. Svo hefur verið í hálfan annan áratug og mun þorri nemenda í leikskólum og grunnskólum landsins gera sér dagamun í dag, víðast með rækt við ljóðaarfinn. Það er gaman að íslensk skólabörn skuli líta á dag íslenskrar tungu sem hátíð.

Fastir pennar
Fréttamynd

Hinn slembni maður

Ég hef lengi staðið í þeirri trú að ég sé góður í steinn, skæri og blað. Mig grunar, hef ekki tekið það saman, að síðustu tíu ár hafi ég unnið í kringum 60 prósent viðureigna minna. Sé vinningshlutfalls-kompásinn minn nokkurn veginn réttur þá er það auðvitað nokkuð vel af sér vikið.

Bakþankar
Fréttamynd

Tveir kostir

Sá tónn hefur verið sleginn í formannsbaráttu Sjálfstæðisflokksins að eini blæbrigðamunurinn á pólitískum áherslum frambjóðendanna tveggja sé að annar, Hanna Birna Kristjánsdóttir, vill afskrifa meira af skuldum almennings enn hinn, Bjarni Benediktsson, án þess að útskýra hvaðan peningar til þess eigi að koma. Bæði telja þetta samræmi eðlilegt, enda séu þau pólitískir bandamenn sem starfi í sama flokki. Það er þó gríðarleg einföldun á þeim suðupotti pólitískra stefna sem Sjálfstæðisflokkurinn er. Innan hans finnast örgustu sósíalistar og róttækir

Fastir pennar
Fréttamynd

Níðingar undir eftirliti

Fréttablaðið sagði á laugardaginn frá því að lögreglan hefði árið 2002 gert húsleit heima hjá dæmdum barnaníðingi og fundið kynferðislegar myndir af börnum, en jafnframt myndir af litlum dreng í fangi mannsins.

Fastir pennar
Fréttamynd

Skortur á eistum

Víða um Spán standa auðar byggingar sem minnisvarði um gullæðið í byggingageiranum. Einn stærsti og aumkunarverðasti minnisvarðinn stendur við sjávarsíðuna í Almeríu, en það er hótelbygging mikil með einum 411 herbergjum sem safna nú salti. Það skortir ekki aðeins pening til að koma hótelinu á koppinn heldur ráku fjárfestar sig hastarlega á nokkuð sem kallað er lög. Þau komu sér afar illa fyrir margan siðleysingjann sem byggja vildi á spænskri strönd.

Bakþankar
Fréttamynd

Í leit að liðnum tíma

Framsóknarmenn hafa brugðist ókvæða við vangaveltum Eiríks Bergmann um flokkinn og stefnu hans að undanförnu. Eiríkur sagði í grein í Fréttatímanum að flokkurinn væri farinn að daðra við þjóðernisstefnu, að breytingar á merki flokksins vísuðu í klassísk fasísk minni og að fánahylling glímumanna á síðasta landsfundi hefði verið til marks um áherslu á "þjóðleg gildi“.

Fastir pennar
Fréttamynd

Ályktunargáfa Hæstaréttar

Stundum rekur maður augun í fréttir sem verða þess valdandi að maður rekur upp stór augu og hristir höfuðið. Þetta eru ekki alltaf stórfréttir. Í síðustu viku var t.d. smáklausa á bls. 2 í Fréttablaðinu undir fyrirsögninni „Mildari refsing ofbeldismanns“. Forsaga málsins er sú að maður nokkur gekk svo í skrokk á fyrrverandi sambýliskonu sinni að hún sá sér þann kost vænstan að fleygja sér fram af svölum til að flýja ofbeldið.

Bakþankar
Fréttamynd

Boðskapur erkibiskups

„Í ljósi breytinga á markmiði um nafnvöxt útgjalda gætu endanleg fjárlög falið í sér meiri útgjöld en felast í frumvarpinu eða að verr muni ganga að ná markmiði frumvarpsins um aðhald í rekstri. Hver endanleg afkoma verður og hvaða áhrif hún mun hafa á skuldsetningu hins opinbera er því háð töluverðri óvissu. Verði slakinn í ríkisfjármál

Fastir pennar
Fréttamynd

Atvinnulífið vill klára málið

Samþykkt stjórnar Samtaka atvinnulífsins, þar sem hvatt er til að aðildarviðræðum við Evrópusambandið verði lokið og aðildarsamningur borinn undir þjóðaratkvæði, sætir nokkrum tíðindum.

Fastir pennar
Fréttamynd

Hver er að hlusta?

Lögreglan hefur beitt símahlerunum í mjög vaxandi mæli við rannsókn sakamála á undanförnum árum. Undanfarin tvö ár hafa dómstólar þannig kveðið upp rúmlega 170 úrskurði á ári sem heimila lögreglu að hlera síma fólks. Framan af þessu ári virðist þróunin sú sama. Sjálfsagt munar hér talsvert um rannsóknir embættis sérstaks saksóknara, sem fékk 72 sinnum heimild til símhlerana í fyrra.

Fastir pennar
Fréttamynd

Annir hjá Vælubílnum

Þegar David Lowe, breskur leikari búsettur í Frakklandi, setti á sig kúluhattinn og hélt til vinnu einn bjartan dag í júní síðastliðnum benti fátt til þess að dagurinn yrði frábrugðinn öðrum. David hafði að atvinnu að leika kómíska útgáfu af hinum "steríótýpíska“ Breta – blöndu af Karli Bretaprins, Mr. Bean og Churchill – Frökkum til kátínu. Þennan tiltekna júnídag var Frökkum hins vegar ekki hlátur í hug.

Bakþankar
Fréttamynd

Hlegið að nöfnum fólks

Úrskurðir mannanafnanefndar vekja jafnan athygli og kátínu almennings. Algengustu viðbrögð manna eru annaðhvort „Hvað er fólkið í þessari nefnd eiginlega að spá?“ eða „Hver gerir barni sínu þetta?“ Fyrri spurningin byggir á vanþekkingu, sú síðari er réttlæting eineltis.

Fastir pennar
Fréttamynd

Súperman

Sonur minn fimm ára laumaði sér eina nóttina upp í rúm foreldranna. Við vöknuðum svo um morguninn við að drengurinn tautaði: „Ég vildi að pabbi væri ofurhetja.“ Mamma hans, sem er jafnan snögg til, svaraði að bragði: „Hann er ofurhetja.“ Þá hló drengurinn og foreldrar hans með honum.

Bakþankar
Fréttamynd

Allt er undir

Af íslenskri skotgrafaumræðu mætti halda að yfirstandandi efnahagsvandi evrusvæðisins hefði engin bein áhrif á okkur. Andstæðingar Evrópusambandsaðildar (ESB) hafa glaðhlakkalega bent á að ástandið sýni að Ísland eigi ekkert erindi inn í þennan félagskap. Fylgjendur hennar segja á móti að samtakamáttur aðildarríkjanna við að leysa vanda hvert annars sýni að eftirsóknarvert sé að tilheyra sambandinu. Þessi umræða er yfirborðskennd og fangar ekki alvarleika ástandsins.

Fastir pennar
Fréttamynd

Auðvelt val

Karpað er um hvort ríkið eigi að lána fyrir framkvæmdum á Vaðlaheiðargöngum. Þór Saari, þingmanni Hreyfingarinnar líst ekkert á, ekki heldur Merði Árnasyni í Samfylkingunni. Menn telja ólíklegt að veggjaldið dugi til að greiða upp göngin og fólk muni velja að aka ókeypis um Víkurskarð. Innanríkisráðherra sagði Vaðlaheiðargöngin sambærileg Hvalfjarðargöngunum, vegfarendur hefðu val í báðum tilfellum. Að fara göngin eða ekki. Sjálfri finnst mér ekkert líkt með Hvalfirði og Víkurskarði því um fjallveg er að ræða í öðru tilvikinu en láglendisveg í hinu.

Bakþankar
Fréttamynd

Varkárni um Vaðlaheiðargöng

Allt stefnir nú í að Vaðlaheiðargöng verði að veruleika á undan vegaframkvæmdum sem þó eru ofar á samgönguáætlun, svo sem nýjum Norðfjarðargöngum og Dýrafjarðargöngum, auk samgöngubóta á sunnanverðum Vestfjörðum og til Vestmannaeyja.

Fastir pennar
Fréttamynd

Um sjálfstæðismenn og flokkinn

Bloggarar og álitsgjafar um um stjórnmál og viðskiptalíf hér og þar, geta þess ekki endilega hvar þeir sjálfir standa í pólitík og hvers vegna. Í mörgum tilvikum er það á allra vitorði, en ekki alltaf. Til eru þeir sem trúa því í einlægni að þeir séu hlutlausir í málflutningi, af því að þeir eru ekki flokksbundnir.

Fastir pennar
Fréttamynd

Aðeins of glæsileg uppbygging

Aðstaða til íþróttaiðkunar á Íslandi hefur tekið gríðarlegum stakkaskiptum á undanförnum árum. Ný fjölnota íþróttahús og gervigrasvellir sem nota má allt árið hafa komið til sögu í fjöldamörgum sveitarfélögum. Þetta hefur komið öllum íþróttaiðkendum til góða, ekki sízt börnum og unglingum. Þótt mörg þessara mannvirkja hafi risið í samstarfi íþróttafélaga og sveitarfélaga hafa skattgreiðendur borið mest af kostnaðinum og glæsileg uppbygging íþróttamannvirkja á sinn þátt í fjárhagsstöðu margra sveitarfélaga, sem er ekki alveg eins glæsileg.

Fastir pennar
Fréttamynd

Öfgar eru nauðsynlegar

Ákveðin lenska er í opinberri umræðu að tala niður til fólks sem ber svo sterkar skoðanir til ákveðins málstaðar að það gæti, samkvæmt hefðbundinni orðræðu, hve skynsamleg sem hún er, kallast öfgar. Að grípa til þeirrar skilgreiningar að um öfgar sé að ræða virðist með öðrum orðum oft nóg til að gera lítið úr málflutningi þeim sem gagnrýndur er hverju sinni.

Fastir pennar
Fréttamynd

Þau eru davíðistar

Nú er maður náttúrlega ekki sjálfstæðismaður og kannski óviðurkvæmilegt að vera að tjá sig um prívatmálefni þess flokks eða taka afstöðu til þess hvaða leiðtoga flokkurinn velur sér. Eða hvað? Þegar yngri dóttir mín var lítil mismælti hún sig einu sinni og sagði að eitthvað væri „hjáviðkvæmilegt" – enginn skildi alveg orðið en kannski þýðir það einmitt þetta: einhvers konar blöndu af því sem er óviðurkvæmilegt og óhjákvæmilegt.

Fastir pennar
Fréttamynd

Botn í málið

Það hefur ekki fengist botn í það enn, með Hæstaréttardómi, hvort það megi lána fé til kaupa á eigin hlutafé, með hlutaféð eitt að veði.

Fastir pennar
Fréttamynd

Ööögúlp!!

Um daginn hitti ég skemmtilega konu sem sagði mér að hún hefði eitt sinn tekið sig til og eldað ýmsa rétti sem hún hafði séð bregða fyrir í bókum. Hún hafði svo oft velt fyrir sér bragðinu af öllum bökunum, kássunum og búðingunum sem sögupersónurnar röðuðu í sig. Svona geta bækur vakið oft forvitni lesenda um líf annarra. Ég hef líka oft leitt hugann að því hvernig labbkássan smakkast í einu teiknimyndasögunni sem ég eignaðist sem krakki, Ástríki og útlendingahersveitinni. Það þurfti reyndar bæði botnlangakast og garnaflækju til að ég fengi hana.

Bakþankar
Fréttamynd

Tíminn senn á þrotum

Enn bætist í þá mynd sem birzt hefur að undanförnu, meðal annars í fréttaskýringum hér í Fréttablaðinu, af umfangsmiklum fyrirtækjarekstri stóru bankanna. Í „mjúkum faðmi bankanna“ hvíla nú 137 fyrirtæki, samkvæmt upplýsingum sem Fjármálaeftirlitið gaf í svari við fyrirspurn Félags atvinnurekenda. Mörg þeirra hafa verið í fangi fjármálastofnana í 30 mánuði eða meira.

Fastir pennar
Fréttamynd

Keppni um að minnka flokk

Líklega er það rétt sem Hanna Birna Kristjánsdóttir, sem nú hefur tilkynnt að hún sækist eftir formennsku í Sjálfstæðisflokknum, segir í Fréttablaðinu í gær að formannsslagur þeirra Bjarna Benediktssonar snúist fremur um aðferðir og persónur en pólitískar áherzlur. Að minnsta kosti verður ekki séð að neinn grundvallarmunur sé á pólitík formannsins og áskorandans.

Fastir pennar