Botn í málið Magnús Halldórsson skrifar 7. nóvember 2011 08:56 Það hefur ekki fengist botn í það enn, með Hæstaréttardómi, hvort það megi lána fé til kaupa á eigin hlutafé, með hlutaféð eitt að veði. Á þremur árum hafa slitastjórnir Landsbankans, Glitnis og Kaupþings, ekki farið með þetta sértæka álitamál fyrir dómstóla, til þess að fá við því lokasvar frá Hæstarétti, hvort lánveitingar sem þessar séu löglegar. Mér finnst það sérkennilegt vegna þess að það er ekki augljóst að svo sé. Kröfuhafarnir hafa auk þess hagsmuni af því að fá að vita þetta. Það liggur fyrir að ef bankar, sem eru skráðir á markað, mega veita lán til kaupa á eigin hlutafé, með hlutaféð eitt að veði - eða hreinlega ekki neitt -, þá verður til falskt markaðsverð á bönkunum. Viðskiptin hafa áhrif á eftirspurnarhliðina til hækkunar, sem eykur markaðsvirðið, og eyðileggur þannig trúverðugan grundvöll annarra viðskipta með bréfin. Þess vegna gætu lánin til kaupa á eigin hlutafé verið markaðsmisnotkun í skilningi laga. Það þarf að fá botn í þetta. Það skiptir máli. Þetta var það sem lagði íslenska hlutabréfamarkaðinn í rúst fyrir hrun og bjó til mestu hlutabréfabólu í mannkynssögunni. Það er gott að hafa það bak við eyrað. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús Halldórsson Mest lesið Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Það hefur ekki fengist botn í það enn, með Hæstaréttardómi, hvort það megi lána fé til kaupa á eigin hlutafé, með hlutaféð eitt að veði. Á þremur árum hafa slitastjórnir Landsbankans, Glitnis og Kaupþings, ekki farið með þetta sértæka álitamál fyrir dómstóla, til þess að fá við því lokasvar frá Hæstarétti, hvort lánveitingar sem þessar séu löglegar. Mér finnst það sérkennilegt vegna þess að það er ekki augljóst að svo sé. Kröfuhafarnir hafa auk þess hagsmuni af því að fá að vita þetta. Það liggur fyrir að ef bankar, sem eru skráðir á markað, mega veita lán til kaupa á eigin hlutafé, með hlutaféð eitt að veði - eða hreinlega ekki neitt -, þá verður til falskt markaðsverð á bönkunum. Viðskiptin hafa áhrif á eftirspurnarhliðina til hækkunar, sem eykur markaðsvirðið, og eyðileggur þannig trúverðugan grundvöll annarra viðskipta með bréfin. Þess vegna gætu lánin til kaupa á eigin hlutafé verið markaðsmisnotkun í skilningi laga. Það þarf að fá botn í þetta. Það skiptir máli. Þetta var það sem lagði íslenska hlutabréfamarkaðinn í rúst fyrir hrun og bjó til mestu hlutabréfabólu í mannkynssögunni. Það er gott að hafa það bak við eyrað.
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun