Allt er undir Þórður Snær Júlíusson skrifar 10. nóvember 2011 07:00 Af íslenskri skotgrafaumræðu mætti halda að yfirstandandi efnahagsvandi evrusvæðisins hefði engin bein áhrif á okkur. Andstæðingar Evrópusambandsaðildar (ESB) hafa glaðhlakkalega bent á að ástandið sýni að Ísland eigi ekkert erindi inn í þennan félagskap. Fylgjendur hennar segja á móti að samtakamáttur aðildarríkjanna við að leysa vanda hvert annars sýni að eftirsóknarvert sé að tilheyra sambandinu. Þessi umræða er yfirborðskennd og fangar ekki alvarleika ástandsins. Ísland á gríðarlega mikið undir því að framtíðarlausn finnist á skuldavandræðunum og að evrusamstarfið leysist ekki upp. Þeir hagsmunir eru til staðar alveg óháð því hvort við göngum inn í ESB eða ekki. Nánast öll okkar viðskipti eru enda við Evrópu. Það sem af er ári hafa 81,6% af öllum útflutningi Íslendinga ratað inn á Evrópska efnahagssvæðið (EES). Um 61% af öllum vörum sem við flytjum inn kemur þaðan. Þorri erlendra eigna lífeyrissjóða okkar er í evrum. Og svo framvegis. Og vandræðin hafa, ótrúlegt en satt, ekki bara áhrif á Ísland, heldur heiminn allan. Tæplega 27% af gjaldeyrisvaraforða hans eru í evrum. Veikist gjaldmiðillinn rýrna þær eignir. Kínverjar eiga stærsta gjaldeyrisvaraforða allra. Hann er þrefalt stærri en varaforði Japana, sem er næststærstur. Af þeim tíu löndum sem eiga mestu umframeignirnar eru sjö í Asíu, eitt í Suður-Ameríku (Brasilía) og tvö í Evrópu (Rússland og Sviss). Ekkert Evrópusambandsland er á topp tíu. Bandaríski seðlabankinn hefur sagt að vandræði Grikklands og Ítalíu hafi ekki mikil áhrif á banka þar í landi. Þeir eigi mest undir bönkum í Frakklandi og Þýskalandi. Kröfuhafar Grikkja, sem hafa samþykkt að gefa eftir helming krafna sinna, eru að hluta til franskir stórbankar á borð við Société General og BNP Parisbas. Þeir eru líka að hluta til þýskir bankar á borð við Deutsche Bank og Commerzbank. Tæpur helmingur skulda Ítalíu við banka er við franskar fjármálastofnanir. Stór hluti hins helmingsins er við þýskar. Því hafa vandræði Grikkja og Ítala áhrif á franska og þýska banka, sem hafa áhrif á bandaríska banka, sem hafa áhrif á bandaríska hagkerfið. Um 60% af öllum gjaldeyrisvaraforða heimsins eru í dollurum og veiking þess gjaldmiðils hefur því áhrif víða. Og svo koll af kolli. Þau vandamál sem evrusvæðið glímir við í dag eru ekki bara vandamál þeirra ríkja sem nota evru sem mynt. Þau eru heldur ekki bara vandamál Evrópu. Þau eru sameiginleg vandamál alþjóðafjármálakerfisins og þurfa að leysast sem slík. Í þeim fasa þurfa öll ríki að taka til í sínum ríkisfjármálum og gera samrekstur íbúa sinna sjálfbæran. Ef það tekst ekki þarf allur heimurinn að glíma við afleiðingarnar. Líka Ísland. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Er nóg fyrir ríkið að það vilji vita – á þinn kostnað? Páll Steingrímsson Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason Skoðun
Af íslenskri skotgrafaumræðu mætti halda að yfirstandandi efnahagsvandi evrusvæðisins hefði engin bein áhrif á okkur. Andstæðingar Evrópusambandsaðildar (ESB) hafa glaðhlakkalega bent á að ástandið sýni að Ísland eigi ekkert erindi inn í þennan félagskap. Fylgjendur hennar segja á móti að samtakamáttur aðildarríkjanna við að leysa vanda hvert annars sýni að eftirsóknarvert sé að tilheyra sambandinu. Þessi umræða er yfirborðskennd og fangar ekki alvarleika ástandsins. Ísland á gríðarlega mikið undir því að framtíðarlausn finnist á skuldavandræðunum og að evrusamstarfið leysist ekki upp. Þeir hagsmunir eru til staðar alveg óháð því hvort við göngum inn í ESB eða ekki. Nánast öll okkar viðskipti eru enda við Evrópu. Það sem af er ári hafa 81,6% af öllum útflutningi Íslendinga ratað inn á Evrópska efnahagssvæðið (EES). Um 61% af öllum vörum sem við flytjum inn kemur þaðan. Þorri erlendra eigna lífeyrissjóða okkar er í evrum. Og svo framvegis. Og vandræðin hafa, ótrúlegt en satt, ekki bara áhrif á Ísland, heldur heiminn allan. Tæplega 27% af gjaldeyrisvaraforða hans eru í evrum. Veikist gjaldmiðillinn rýrna þær eignir. Kínverjar eiga stærsta gjaldeyrisvaraforða allra. Hann er þrefalt stærri en varaforði Japana, sem er næststærstur. Af þeim tíu löndum sem eiga mestu umframeignirnar eru sjö í Asíu, eitt í Suður-Ameríku (Brasilía) og tvö í Evrópu (Rússland og Sviss). Ekkert Evrópusambandsland er á topp tíu. Bandaríski seðlabankinn hefur sagt að vandræði Grikklands og Ítalíu hafi ekki mikil áhrif á banka þar í landi. Þeir eigi mest undir bönkum í Frakklandi og Þýskalandi. Kröfuhafar Grikkja, sem hafa samþykkt að gefa eftir helming krafna sinna, eru að hluta til franskir stórbankar á borð við Société General og BNP Parisbas. Þeir eru líka að hluta til þýskir bankar á borð við Deutsche Bank og Commerzbank. Tæpur helmingur skulda Ítalíu við banka er við franskar fjármálastofnanir. Stór hluti hins helmingsins er við þýskar. Því hafa vandræði Grikkja og Ítala áhrif á franska og þýska banka, sem hafa áhrif á bandaríska banka, sem hafa áhrif á bandaríska hagkerfið. Um 60% af öllum gjaldeyrisvaraforða heimsins eru í dollurum og veiking þess gjaldmiðils hefur því áhrif víða. Og svo koll af kolli. Þau vandamál sem evrusvæðið glímir við í dag eru ekki bara vandamál þeirra ríkja sem nota evru sem mynt. Þau eru heldur ekki bara vandamál Evrópu. Þau eru sameiginleg vandamál alþjóðafjármálakerfisins og þurfa að leysast sem slík. Í þeim fasa þurfa öll ríki að taka til í sínum ríkisfjármálum og gera samrekstur íbúa sinna sjálfbæran. Ef það tekst ekki þarf allur heimurinn að glíma við afleiðingarnar. Líka Ísland.
Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun
Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun