Skítuga kvöldið í Kópavogi Atli Fannar Bjarkason skrifar 19. nóvember 2011 11:00 Í einfeldni minni hef ég stundum talið að eitthvað geti ekki gerst á Íslandi. Að þetta skrítna sem gerist úti í heimi geti ekki átt sér stað hér á landi. Þetta er auðvitað þvæla. Fólk er alls staðar fólk og Íslendingar geta gert alveg jafn rækilega í buxurnar og útlendingar. Kvöldskemmtun í Kópavogi undir yfirskriftinni Dirty Night fór fram í síðustu viku. Myndband á netinu, sem auglýsti teitið, olli talsverðum taugatitringi og varð meðal annars til þess að forsprakkinn var kærður. Fyrir hvað er ennþá á reiki, en ljóst er væri smekkleysi ólöglegt ættu ófáir yfir höfði sér ákæru. Í myndbandinu sjást draugfullir unglingar fækka fötum og nudda sér upp við hver annan, á meðan þeir baða sig í sviðsljósinu frá myndavélunum. Myndbandið er í besta falli hrollvekjandi uppljóstrun, en í versta falli spegill á heila kynslóð sem hefur villst illilega af leið (og fær mann í fyrrnefndri einfeldni til að efast um þjóðerni sitt). En forsprakki kvöldskemmtunarinnar gerir lítið úr áhyggjum fólks og segir engin lög brotin. Nú má vel vera að þessir krakkar komi fram á nærfötunum af einskærum áhuga á nærfötum. Að með því að spranga um hálfnakinn á sveittum bar í Kópavogi séu þeir að vinna óeigingjarnt hugsjónastarf í þágu efnislítilla undirfata. Allt er til. Og ég ætla ekki að gera lítið úr því að fólkið í umræddu myndbandi er eflaust flest sjálfráða og því treystandi til að taka sjálfstæðar ákvarðanir um líf sitt. En það hræðir mig hins vegar að skyn þessa fólks á smekkleysi sé jafn útbreitt og geirfuglinn. Skítugu kvöldin eru samt hluti af stærra vandamáli. Vandamáli sem hlýtur að skrifast á andvaraleysi foreldra, sem bera framar öðrum ábyrgð á siðferðislegu uppeldi barnanna sinna. Heil kynslóð af klámóðum unglingum verður ekki til á einni nóttu þótt sólbrúnn strákur frá Keflavík haldi partí í Kópavogi. Jafnvel þótt hann bjóði fólki vinnu við að láta sveitta perverta sleikja salt af mögunum og lepja tekíla úr nöflunum. Jafnvel þótt starfslýsingin feli í sér að viðkomandi sprangi um á nærfötum á meðan pervertarnir hrína eins og vergjarnir geltir og meira að segja þótt hann skaffi búr undir skemmtikraftana. Eitthvað fór úrskeiðis og það verður ekki leiðrétt með því að skjóta sendiboðann. Hann útvegar vissulega húsnæði, undirföt og áfengi í liðið ásamt því að hagnast á öllu saman, en rót vandans liggur dýpra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Atli Fannar Bjarkason Mest lesið Skuggaspil valdsins Anna Kristín Jensdóttir Skoðun Borgum rétta vexti - Landsbankinn verði banki allra landsmanna Baldur Borgþórsson Skoðun Skólaforðun: Rangnefni sem þarfnast nýrrar nálgunar Rakel Norðfjörð Vilhjálmsdóttir Skoðun Hvernig gerðist þetta? Tryggvi Hjaltason Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson Skoðun Gleymdu leikskólabörnin Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir Skoðun
Í einfeldni minni hef ég stundum talið að eitthvað geti ekki gerst á Íslandi. Að þetta skrítna sem gerist úti í heimi geti ekki átt sér stað hér á landi. Þetta er auðvitað þvæla. Fólk er alls staðar fólk og Íslendingar geta gert alveg jafn rækilega í buxurnar og útlendingar. Kvöldskemmtun í Kópavogi undir yfirskriftinni Dirty Night fór fram í síðustu viku. Myndband á netinu, sem auglýsti teitið, olli talsverðum taugatitringi og varð meðal annars til þess að forsprakkinn var kærður. Fyrir hvað er ennþá á reiki, en ljóst er væri smekkleysi ólöglegt ættu ófáir yfir höfði sér ákæru. Í myndbandinu sjást draugfullir unglingar fækka fötum og nudda sér upp við hver annan, á meðan þeir baða sig í sviðsljósinu frá myndavélunum. Myndbandið er í besta falli hrollvekjandi uppljóstrun, en í versta falli spegill á heila kynslóð sem hefur villst illilega af leið (og fær mann í fyrrnefndri einfeldni til að efast um þjóðerni sitt). En forsprakki kvöldskemmtunarinnar gerir lítið úr áhyggjum fólks og segir engin lög brotin. Nú má vel vera að þessir krakkar komi fram á nærfötunum af einskærum áhuga á nærfötum. Að með því að spranga um hálfnakinn á sveittum bar í Kópavogi séu þeir að vinna óeigingjarnt hugsjónastarf í þágu efnislítilla undirfata. Allt er til. Og ég ætla ekki að gera lítið úr því að fólkið í umræddu myndbandi er eflaust flest sjálfráða og því treystandi til að taka sjálfstæðar ákvarðanir um líf sitt. En það hræðir mig hins vegar að skyn þessa fólks á smekkleysi sé jafn útbreitt og geirfuglinn. Skítugu kvöldin eru samt hluti af stærra vandamáli. Vandamáli sem hlýtur að skrifast á andvaraleysi foreldra, sem bera framar öðrum ábyrgð á siðferðislegu uppeldi barnanna sinna. Heil kynslóð af klámóðum unglingum verður ekki til á einni nóttu þótt sólbrúnn strákur frá Keflavík haldi partí í Kópavogi. Jafnvel þótt hann bjóði fólki vinnu við að láta sveitta perverta sleikja salt af mögunum og lepja tekíla úr nöflunum. Jafnvel þótt starfslýsingin feli í sér að viðkomandi sprangi um á nærfötum á meðan pervertarnir hrína eins og vergjarnir geltir og meira að segja þótt hann skaffi búr undir skemmtikraftana. Eitthvað fór úrskeiðis og það verður ekki leiðrétt með því að skjóta sendiboðann. Hann útvegar vissulega húsnæði, undirföt og áfengi í liðið ásamt því að hagnast á öllu saman, en rót vandans liggur dýpra.