Man Utd sendir Reguilon aftur til Tottenham Spænski bakvörðurinn Sergio Reguilon er genginn aftir til liðs við Tottenham eftir stutta lánsdvöl hjá Manchester United. Fótbolti 2. janúar 2024 22:31
Markalaust jafntefli batt enda á sigurgöngu West Ham Eftir þrjá sigurleiki í röð í ensku úrvalsdeildinni er sigurganga West Ham United á enda eftir markalaust jafntefli gegn Brighton & Hove Albion í kvöld. Fótbolti 2. janúar 2024 21:24
Hissa á að meiddur Mitoma hafi verið tekinn með á Asíumótið Roberto de Zerbi, knattspyrnustjóri Brighton & Hove Albion, segist vera ansi hissa á því að vængmaðurinn Kaoru Mitoma hafi verið kallaður inn í japanska landsliðið fyrir Asíumótið sem hefst í næstu viku. Fótbolti 2. janúar 2024 18:30
Fyrsta heimsókn Ratcliffes á Old Trafford eftir kaupin Sir Jim Ratcliffe mætti á Old Trafford í dag, í fyrsta sinn síðan hann keypti fjórðungshlut í Manchester United. Enski boltinn 2. janúar 2024 16:30
Liverpool setti xG-met gegn Newcastle Liverpool setti met yfir flest vænt mörk (xG) þegar liðið sigraði Newcastle United, 4-2, í ensku úrvalsdeildinni í gær. Enski boltinn 2. janúar 2024 14:30
Salah skipti um skó eftir að hann klúðraði vítinu Mohamed Salah skoraði tvívegis í sigri Liverpool í ensku úrvalsdeildinni í gærkvöldi og er nú markahæstur í deildinni ásamt Erling Haaland hjá Manchester City. Báðir hafa skorað fjórtán deildarmörk. Enski boltinn 2. janúar 2024 13:30
Wayne Rooney rekinn Wayne Rooney entist aðeins í tvo og hálfan mánuð sem knattspyrnustjóri enska félagsins Birmingham en hann hefur nú verið rekinn úr starfi. Enski boltinn 2. janúar 2024 10:33
Sérfræðingarnir saka Liverpool manninn um leikaraskap Diogo Jota fiskaði vítaspyrnu á mikilvægum tímapunkti undir lok leiks Liverpool og Newcastle í ensku úrvalsdeildinni í gærkvöldi og margir sérfræðingar sökuðu hann í kjölfarið um leikaraskap. Enski boltinn 2. janúar 2024 09:31
Myndatökumaðurinn kom Jürgen Klopp til bjargar Fögnuður Jürgen Klopp, knattspyrnustjóra Liverpool, eftir sigurinn á Newcastle í ensku úrvalsdeildinni í gærkvöldi breyttist snögglega í andstöðu sína þegar hann týndi giftingarhringnum sínum. Enski boltinn 2. janúar 2024 08:01
Tomiyasu að framlengja við Arsenal Japaninn Takehiro Tomiyasu, leikmaður Arsenal, er við það að framlengja samning sinn við félagið ef marka má nýjustu fréttir. Enski boltinn 2. janúar 2024 06:16
Meiðslavandræði Newcastle halda áfram Meiðslavandræði Newcastle halda áfram en þeir Kieran Trippier og Callum Wilson eru báðir fjarri góðu gamni gegn Liverpool í kvöld Enski boltinn 1. janúar 2024 20:00
Nýja árið fer vel af stað hjá Liverpool Liverpool styrkti stöðu sína á toppi deildarinnar með 4-2 sigri á Newcastle í fyrsta leik ársins í ensku úrvalsdeildinni. Enski boltinn 1. janúar 2024 19:31
Arnór skoraði í jafntefli Blackburn Arnór Sigurðsson og félagar í Blackburn gerðu 2-2 jafntefli við Rotherdam í Championship deildinni í dag. Enski boltinn 1. janúar 2024 17:05
Klopp: Alltof snemmt Jurgen Klopp, þjálfari Liverpool, segist ekki vilja að hann né leikmennirnir fari fram úr sér í tali um titilbaráttuna. Enski boltinn 1. janúar 2024 16:01
Howe: Þurfum að spila fullkominn leik Eddie Howe, þjálfari Newcastle, segir að hans lið verði að spila nánast fullkominn leik gegn toppliði Liverpool í kvöld ætli liðið sér að fá eitthvað úr leiknum. Enski boltinn 1. janúar 2024 14:01
Lockyer eftir hjartaáfallið: Ég er þakklátur hetjunum Tom Lockyer, leikmaður og fyrirliði Luton, segist ætla að velta fyrir sér sínum valmöguleikum á næstu vikum. Enski boltinn 1. janúar 2024 13:02
Sarr hjá Tottenham til 2030 Pape Matar Sarr, leikmaður Tottenham, hefur samþykkt að skrifa undir nýjan sex ára samning við félagið. Enski boltinn 1. janúar 2024 11:31
Kvartaði til lögreglu vegna kynþáttaníðs fulls fótboltamanns Starfsmaður í mótttökuþjónustu í húsnæði með lúxusíbúðum á Bretlandi kvartaði til lögreglu vegna meints kynþáttaníðs af hendi ónefnds fótboltamanns í ensku úrvalsdeildinni. Sá sem hann ber sökunum hafi verið drukkinn. Enski boltinn 1. janúar 2024 08:01
„Versti leikur okkar á leiktíðinni“ Arsenal þurfti að þola annað tap sitt í röð í ensku úrvalsdeildinni er Fulham vann 2-1 sigur á liðinu á Craven Cottage í dag. Knattspyrnustjóri Arsenal segir leikinn hafa verið afar slakan af hálfu hans manna. Enski boltinn 31. desember 2023 21:01
Fyrstir til að vinna Bournemouth síðan í nóvember Tottenham lagði Bournemouth 3-1 á Tottenham-vellinum í Lundúnum í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Bournemouth tapar þar með sínum fyrsta leik í deildinni síðan snemma í nóvember. Enski boltinn 31. desember 2023 16:05
Strembið hjá Skyttunum sem töpuðu aftur Fulham vann 2-1 heimasigur á Arsenal á Craven Cottage í Lundúnum á síðasta degi ársins. Arsenal mistókst að fara á topp deildarinnar og erfitt gengi liðsins heldur áframþ Enski boltinn 31. desember 2023 16:00
86 milljón punda vængmaðurinn sem skorar hvorki né leggur upp Sóknarvandræði Manchester United virðast engan enda ætla að taka en liðið virkaði mjög bitlaust fram á við í tapleik gegn Nottingham Forest í gær. Sá leikmaður sem hefur verið hvað harðast gagnrýndur er Antony en hann hefur hvorki skorað né lagt upp mark á tímabilinu. Fótbolti 31. desember 2023 09:00
Forest nýtti bæði færin og tók öll stigin gegn United Nottingham Forest og Manchester United unnu bæði góða sigra í síðustu umferð og vildu eflaust enda árið á sömu nótum. Eftir tíðindalítinn fyrri hálfleik voru það heimamenn sem nýttu færin sín í þeim seinni. Enski boltinn 30. desember 2023 19:33
Enginn Højlund í hópnum hjá United í dag Manchester United sækir Nottingham Forest heim í ensku úrvalsdeildinni þessa stundina en framherjinn Rasmus Højlund er fjarri góðu gamni vegna veikinda. Fótbolti 30. desember 2023 17:45
Jóhann Berg lagði upp í grátlegu tapi Burnley Jóhann Berg Guðmundsson var í byrjunarliði Burnley sem tapaði naumlega gegn Aston Villa í dag. Úlfarnir unnu sinn þriðja leik í röð í úrvalsdeildinni. Enski boltinn 30. desember 2023 17:06
Öruggt hjá meisturunum gegn botnliðinu Manchester City vann þægilegan sigur á botnliði Sheffield United í ensku úrvalsdeildinni í dag. City er nú komið uppfyrir Arsenal á markatölu. Enski boltinn 30. desember 2023 16:56
United að framlengja við Lindelöf Samningur Victor Lindelöf hjá Manchester United er að renna út í sumar en félagið hefur nú ákveðið að framlengja samningi hans. Enski boltinn 30. desember 2023 15:16
Chelsea marði sigur á nýliðunum í markaleik Chelsea vann 3-2 sigur á Luton í frábærum leik í ensku úrvalsdeildinni. Luton var nálægt því að jafna metin eftir að hafa lent þremur mörkum undir. Enski boltinn 30. desember 2023 14:31
Madrid, Liverpool, París eða Sádi Arabía? Samningur Kylian Mbappe hjá franska stórliðinu PSG rennur út næsta sumar. Frá og með áramótum geta önnur félög því hafið samningaviðræður við stórstjörnuna. Enski boltinn 30. desember 2023 13:31
Pep gefur leikmönnum ráð eftir innbrotið hjá Grealish Brotist var inn á heimili Jack Grealish í vikunni á meðan fjölskylda hans var heima. Pep Guardiola knattspyrnustjóri Manchester City vill að leikmenn minnki tíma sinn á samfélagsmiðlum til að gera innbrotsþjófum erfiðara fyrir. Enski boltinn 30. desember 2023 12:46
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti