Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 21. apríl 2025 16:12 Alfons Sampsted fagnar. Birmingham City Hægri bakvörðurinn Alfons Sampsted skoraði sitt fyrsta mark í treyju Birmingham City þegar liðið vann Burton Albion 2-0 á útivelli í ensku C-deildinni á Englandi. Alfons kom sínum mönnum yfir þegar ein mínúta var til loka venjulegs leiktíma í fyrri hálfleik. Staðan var hins vegar 0-2 í hálfleik þar sem Jay Stansfield tvöfaldaði forystuna í uppbótartíma. Back underway, looking for more of the same. 👊🟡 0-2 ⚪️ [45] | #BCFC pic.twitter.com/wRQ8i3tJFZ— (C) Birmingham City FC (@BCFC) April 21, 2025 Ekkert var skorað í síðari hálfleik og lauk leiknum með 2-0 sigri gestanna. Alfons og Willum Þór Willumsson léku allan leikinn í liði Birmingham á meðan Jón Daði Böðvarsson kom inn af bekknum hjá Burton þegar stundarfjórðungur lifði leiks. Alfons and Stanno serving up an Easter treat. 👨🍳 pic.twitter.com/5OyEgxcFA8— (C) Birmingham City FC (@BCFC) April 21, 2025 Birmingham hefur þegar tryggt sér sigur í C-deildinni og er nú með 99 stig þegar liðið á enn fjóra leiki eftir á meðan flest lið eiga aðeins tvo eftir. Það er því nægur tími til að brjóta 100 stiga múrinn. Jón Daði og félagar hanga rétt fyrir ofan fallsæti þökk sé því að Bristol Rovers er með verri markatölu þar sem bæði lið eru með 43 stig. Benóný Breki Andrésson spilaði síðasta hálftímann í 2-1 sigri Stockport County á Huddersfield Town. Hann fiskaði vítið sem sigurmarkið kom úr. Með sigrinum hefur Stockport tryggt sæti sitt í umspili um sæti í B-deildinni að hefðbundinni deildarkeppni lokinni. Sem stendur situr liðið í 5. sæti með 81 stig. Liðin í 3. til 6. sæti fara í umspil. This team just never, ever gives in 😍 #StockportCounty pic.twitter.com/SBXuxtCzFa— Stockport County (@StockportCounty) April 21, 2025 Guðlaugur Victor Pálsson spilaði allan leikinn þegar Plymouth Argyle vann 3-1 sigur á Coventry City. Sigurinn þýðir að Plymouth lifi í voninni um að halda sæti sínu í B-deild. Þegar tvær umferðir eru eftir er liðið á botni deildarinnar með 43 stig, aðeins þremur stigum frá öruggu sæti. Stefán Teitur Þórðarson nældi sér í gult spjald þegar Preston North End tapaði 2-1 fyrir Hull City. Skagamaðurinn og félagar í Preston eru í 18. sæti með 49 stig. Jason Daði Svanþórsson nældi sér í gult spjald þegar Grimsby Town henti frá sér tveggja marka forystu gegn Port Vale í ensku D-deildinni. Jason Daði var tekinn af velli á 82. mínútu þegar staðan var enn 2-1 fyrir Grimsby. Grimsby situr sem stendur í 7. sæti með 67 stig en Jason Daði og félagar hafa ekki unnið í síðustu þremur deildarleikjum sínum. Liðin í 4. til 7. sæti D-deildar fara í umspil um sæti í C-deildinni á næstu leiktíð. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Sport Toone með sögulega fullkomna tölfræði Fótbolti Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Körfubolti Raggi Nat á Nesið Körfubolti Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Fótbolti Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Sjá meira
Alfons kom sínum mönnum yfir þegar ein mínúta var til loka venjulegs leiktíma í fyrri hálfleik. Staðan var hins vegar 0-2 í hálfleik þar sem Jay Stansfield tvöfaldaði forystuna í uppbótartíma. Back underway, looking for more of the same. 👊🟡 0-2 ⚪️ [45] | #BCFC pic.twitter.com/wRQ8i3tJFZ— (C) Birmingham City FC (@BCFC) April 21, 2025 Ekkert var skorað í síðari hálfleik og lauk leiknum með 2-0 sigri gestanna. Alfons og Willum Þór Willumsson léku allan leikinn í liði Birmingham á meðan Jón Daði Böðvarsson kom inn af bekknum hjá Burton þegar stundarfjórðungur lifði leiks. Alfons and Stanno serving up an Easter treat. 👨🍳 pic.twitter.com/5OyEgxcFA8— (C) Birmingham City FC (@BCFC) April 21, 2025 Birmingham hefur þegar tryggt sér sigur í C-deildinni og er nú með 99 stig þegar liðið á enn fjóra leiki eftir á meðan flest lið eiga aðeins tvo eftir. Það er því nægur tími til að brjóta 100 stiga múrinn. Jón Daði og félagar hanga rétt fyrir ofan fallsæti þökk sé því að Bristol Rovers er með verri markatölu þar sem bæði lið eru með 43 stig. Benóný Breki Andrésson spilaði síðasta hálftímann í 2-1 sigri Stockport County á Huddersfield Town. Hann fiskaði vítið sem sigurmarkið kom úr. Með sigrinum hefur Stockport tryggt sæti sitt í umspili um sæti í B-deildinni að hefðbundinni deildarkeppni lokinni. Sem stendur situr liðið í 5. sæti með 81 stig. Liðin í 3. til 6. sæti fara í umspil. This team just never, ever gives in 😍 #StockportCounty pic.twitter.com/SBXuxtCzFa— Stockport County (@StockportCounty) April 21, 2025 Guðlaugur Victor Pálsson spilaði allan leikinn þegar Plymouth Argyle vann 3-1 sigur á Coventry City. Sigurinn þýðir að Plymouth lifi í voninni um að halda sæti sínu í B-deild. Þegar tvær umferðir eru eftir er liðið á botni deildarinnar með 43 stig, aðeins þremur stigum frá öruggu sæti. Stefán Teitur Þórðarson nældi sér í gult spjald þegar Preston North End tapaði 2-1 fyrir Hull City. Skagamaðurinn og félagar í Preston eru í 18. sæti með 49 stig. Jason Daði Svanþórsson nældi sér í gult spjald þegar Grimsby Town henti frá sér tveggja marka forystu gegn Port Vale í ensku D-deildinni. Jason Daði var tekinn af velli á 82. mínútu þegar staðan var enn 2-1 fyrir Grimsby. Grimsby situr sem stendur í 7. sæti með 67 stig en Jason Daði og félagar hafa ekki unnið í síðustu þremur deildarleikjum sínum. Liðin í 4. til 7. sæti D-deildar fara í umspil um sæti í C-deildinni á næstu leiktíð.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Sport Toone með sögulega fullkomna tölfræði Fótbolti Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Körfubolti Raggi Nat á Nesið Körfubolti Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Fótbolti Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Sjá meira