Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 21. apríl 2025 16:12 Alfons Sampsted fagnar. Birmingham City Hægri bakvörðurinn Alfons Sampsted skoraði sitt fyrsta mark í treyju Birmingham City þegar liðið vann Burton Albion 2-0 á útivelli í ensku C-deildinni á Englandi. Alfons kom sínum mönnum yfir þegar ein mínúta var til loka venjulegs leiktíma í fyrri hálfleik. Staðan var hins vegar 0-2 í hálfleik þar sem Jay Stansfield tvöfaldaði forystuna í uppbótartíma. Back underway, looking for more of the same. 👊🟡 0-2 ⚪️ [45] | #BCFC pic.twitter.com/wRQ8i3tJFZ— (C) Birmingham City FC (@BCFC) April 21, 2025 Ekkert var skorað í síðari hálfleik og lauk leiknum með 2-0 sigri gestanna. Alfons og Willum Þór Willumsson léku allan leikinn í liði Birmingham á meðan Jón Daði Böðvarsson kom inn af bekknum hjá Burton þegar stundarfjórðungur lifði leiks. Alfons and Stanno serving up an Easter treat. 👨🍳 pic.twitter.com/5OyEgxcFA8— (C) Birmingham City FC (@BCFC) April 21, 2025 Birmingham hefur þegar tryggt sér sigur í C-deildinni og er nú með 99 stig þegar liðið á enn fjóra leiki eftir á meðan flest lið eiga aðeins tvo eftir. Það er því nægur tími til að brjóta 100 stiga múrinn. Jón Daði og félagar hanga rétt fyrir ofan fallsæti þökk sé því að Bristol Rovers er með verri markatölu þar sem bæði lið eru með 43 stig. Benóný Breki Andrésson spilaði síðasta hálftímann í 2-1 sigri Stockport County á Huddersfield Town. Hann fiskaði vítið sem sigurmarkið kom úr. Með sigrinum hefur Stockport tryggt sæti sitt í umspili um sæti í B-deildinni að hefðbundinni deildarkeppni lokinni. Sem stendur situr liðið í 5. sæti með 81 stig. Liðin í 3. til 6. sæti fara í umspil. This team just never, ever gives in 😍 #StockportCounty pic.twitter.com/SBXuxtCzFa— Stockport County (@StockportCounty) April 21, 2025 Guðlaugur Victor Pálsson spilaði allan leikinn þegar Plymouth Argyle vann 3-1 sigur á Coventry City. Sigurinn þýðir að Plymouth lifi í voninni um að halda sæti sínu í B-deild. Þegar tvær umferðir eru eftir er liðið á botni deildarinnar með 43 stig, aðeins þremur stigum frá öruggu sæti. Stefán Teitur Þórðarson nældi sér í gult spjald þegar Preston North End tapaði 2-1 fyrir Hull City. Skagamaðurinn og félagar í Preston eru í 18. sæti með 49 stig. Jason Daði Svanþórsson nældi sér í gult spjald þegar Grimsby Town henti frá sér tveggja marka forystu gegn Port Vale í ensku D-deildinni. Jason Daði var tekinn af velli á 82. mínútu þegar staðan var enn 2-1 fyrir Grimsby. Grimsby situr sem stendur í 7. sæti með 67 stig en Jason Daði og félagar hafa ekki unnið í síðustu þremur deildarleikjum sínum. Liðin í 4. til 7. sæti D-deildar fara í umspil um sæti í C-deildinni á næstu leiktíð. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Enski boltinn Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu Körfubolti Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Körfubolti Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Körfubolti „Við erum meistarar, ekki þeir“ Enski boltinn Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Kudus bætir gráu ofan á svart Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Tækifæri fyrir Fanneyju eftir að Häcken lánaði markvörðinn til Liverpool Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Tvenna frá Sesko dugði United skammt Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Nýi stjórinn sá tíu Chelsea-menn tapa Mitoma bætti hag Arsenal á toppnum Keegan með krabbamein Fjórir snúa aftur hjá Man. Utd undir stjórn Fletchers „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Stjóri Palace heimspekilegur í svörum um sölu á Guéhi til Man. City Sjáðu dóminn sem færði Forest sigur og West Ham kallaði brandara Fletcher fékk blessun frá Ferguson Aðeins fimmti svarti Englendingurinn í sögunni Segir rugl að ætla að ræða United Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Sjá meira
Alfons kom sínum mönnum yfir þegar ein mínúta var til loka venjulegs leiktíma í fyrri hálfleik. Staðan var hins vegar 0-2 í hálfleik þar sem Jay Stansfield tvöfaldaði forystuna í uppbótartíma. Back underway, looking for more of the same. 👊🟡 0-2 ⚪️ [45] | #BCFC pic.twitter.com/wRQ8i3tJFZ— (C) Birmingham City FC (@BCFC) April 21, 2025 Ekkert var skorað í síðari hálfleik og lauk leiknum með 2-0 sigri gestanna. Alfons og Willum Þór Willumsson léku allan leikinn í liði Birmingham á meðan Jón Daði Böðvarsson kom inn af bekknum hjá Burton þegar stundarfjórðungur lifði leiks. Alfons and Stanno serving up an Easter treat. 👨🍳 pic.twitter.com/5OyEgxcFA8— (C) Birmingham City FC (@BCFC) April 21, 2025 Birmingham hefur þegar tryggt sér sigur í C-deildinni og er nú með 99 stig þegar liðið á enn fjóra leiki eftir á meðan flest lið eiga aðeins tvo eftir. Það er því nægur tími til að brjóta 100 stiga múrinn. Jón Daði og félagar hanga rétt fyrir ofan fallsæti þökk sé því að Bristol Rovers er með verri markatölu þar sem bæði lið eru með 43 stig. Benóný Breki Andrésson spilaði síðasta hálftímann í 2-1 sigri Stockport County á Huddersfield Town. Hann fiskaði vítið sem sigurmarkið kom úr. Með sigrinum hefur Stockport tryggt sæti sitt í umspili um sæti í B-deildinni að hefðbundinni deildarkeppni lokinni. Sem stendur situr liðið í 5. sæti með 81 stig. Liðin í 3. til 6. sæti fara í umspil. This team just never, ever gives in 😍 #StockportCounty pic.twitter.com/SBXuxtCzFa— Stockport County (@StockportCounty) April 21, 2025 Guðlaugur Victor Pálsson spilaði allan leikinn þegar Plymouth Argyle vann 3-1 sigur á Coventry City. Sigurinn þýðir að Plymouth lifi í voninni um að halda sæti sínu í B-deild. Þegar tvær umferðir eru eftir er liðið á botni deildarinnar með 43 stig, aðeins þremur stigum frá öruggu sæti. Stefán Teitur Þórðarson nældi sér í gult spjald þegar Preston North End tapaði 2-1 fyrir Hull City. Skagamaðurinn og félagar í Preston eru í 18. sæti með 49 stig. Jason Daði Svanþórsson nældi sér í gult spjald þegar Grimsby Town henti frá sér tveggja marka forystu gegn Port Vale í ensku D-deildinni. Jason Daði var tekinn af velli á 82. mínútu þegar staðan var enn 2-1 fyrir Grimsby. Grimsby situr sem stendur í 7. sæti með 67 stig en Jason Daði og félagar hafa ekki unnið í síðustu þremur deildarleikjum sínum. Liðin í 4. til 7. sæti D-deildar fara í umspil um sæti í C-deildinni á næstu leiktíð.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Enski boltinn Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu Körfubolti Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Körfubolti Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Körfubolti „Við erum meistarar, ekki þeir“ Enski boltinn Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Kudus bætir gráu ofan á svart Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Tækifæri fyrir Fanneyju eftir að Häcken lánaði markvörðinn til Liverpool Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Tvenna frá Sesko dugði United skammt Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Nýi stjórinn sá tíu Chelsea-menn tapa Mitoma bætti hag Arsenal á toppnum Keegan með krabbamein Fjórir snúa aftur hjá Man. Utd undir stjórn Fletchers „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Stjóri Palace heimspekilegur í svörum um sölu á Guéhi til Man. City Sjáðu dóminn sem færði Forest sigur og West Ham kallaði brandara Fletcher fékk blessun frá Ferguson Aðeins fimmti svarti Englendingurinn í sögunni Segir rugl að ætla að ræða United Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Sjá meira