Chelsea áfram eftir vítaspyrnukeppni Evrópumeistarar Chelsea eru komnir áfram í 16-liða úrslit enska deildarbikarsins eftir sigur á Aston Villa í vítaspyrnukeppni. Enski boltinn 22. september 2021 21:00
Hamrarnir hefndu fyrir tapið um helgina og eru komnir áfram West Ham United vann 1-0 útisigur á Manchester United er liðin mættust í enska deildarbikarnum í kvöld. Þar með sannast gamalkunna kvæðið að lið geti ekki unnið sama mótherja er liðin mætast tvisvar í röð í tveimur mismunandi keppnum. Enski boltinn 22. september 2021 20:45
Kólumbíumaðurinn farinn til Katar James Rodríguez hefur yfirgefið enska knattspyrnufélagið Everton og mun nú leika listir sínar með Al Rayyan í Katar. Hvorki kemur fram hvað kappinn kostaði né hversu langan samning hann gerir í Katar. Fótbolti 22. september 2021 19:01
Sagði að ungir varnarmenn City hefðu lært mikið af því að mæta goðsögninni hjá Wycombe Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, hrósaði framherja Wycombe Wanderers í hástert eftir leik liðanna í 3. umferð enska deildabikarsins í gær. Enski boltinn 22. september 2021 16:31
Derby í greiðslustöðvun og missir tólf stig Enska B-deildarliðið Derby County hefur verið sett í greiðslustöðvun vegna fjárhagsörðugleika. Sport 22. september 2021 12:48
„Sjáum til þess að hann geri þessi mistök ekki aftur“ „Eftir samtalið okkar þá mun hann ekki gera svona mistök aftur,“ sagði gramur Daniel Farke, knattspyrnustjóri Norwich, um gríska landsliðsmanninn Christos Tzolis sem klúðraði víti gegn Liverpool í gær. Enski boltinn 22. september 2021 09:00
Úr „helvíti“ í hóp hjá United í kvöld Manchester United og West Ham mætast í annað sinn á fjórum dögum þegar þau eigast við í enska deildabikarnum í fótbolta í kvöld. Phil Jones snýr aftur í leikmannahóp United eftir 20 mánaða fjarveru. Enski boltinn 22. september 2021 07:31
City valtaði yfir Wycombe | Jay Rodriguez skoraði fjögur fyrir Burnley Tíu leikir fóru fram í 32-liða úrslitum enska deildarbikarsins í kvöld. Manchester City vann öruggan 6-1 sigur gegn Wycombe Wanderers og Jay Rodriguez skoraði öll fjögur mörk Burnley þegar að liðið vann 4-1 sigur gegn Rochdale svo eitthvað sé nefnt. Enski boltinn 21. september 2021 21:38
Liverpool áfram í deildarbikarnum eftir öruggan sigur Liverpool er komið í 16-liða úrslit enska deildarbikarsins eftir öruggan 3-0 sigur gegn Norwich. Takumi Minamino og Divok Origi sáu um markaskorun liðsin í kvöld. Enski boltinn 21. september 2021 20:39
Sextán ára „demantur“ mögulega frumsýndur hjá Liverpool í kvöld Stuðningsmenn Liverpool gætu fengið að sjá nýjan spennandi leikmann spila í enska deildabikarnum í kvöld þegar liðið mætir Norwich í beinni á Stöð 2 Sport 2. Enski boltinn 21. september 2021 12:31
James á leið til Katar James Rodríguez hefur líklega spilað sinn síðasta leik fyrir Everton. Hann er farinn til Katar til viðræðna við þarlent félag. Enski boltinn 20. september 2021 16:30
Keane hneykslaður á Kane: „Líkamstjáningin og frammistaðan, guð minn góður“ Roy Keane fannst lítið til frammistöðu Tottenham gegn Chelsea í ensku úrvalsdeildinni í gær koma. Og hann var sérstaklega hneykslaður á Harry Kane. Enski boltinn 20. september 2021 13:31
Fékk hjálp Sterlings til að krækja í fimmtán ára Fyrrverandi umboðsmaður Raheems Sterling braut reglur enska knattspyrnusambandsins með því að semja við leikmenn undir 16 ára aldri. Hann fékk Sterling til að hjálpa sér. Enski boltinn 20. september 2021 10:01
Liverpool aðeins tapað átta af fyrstu hundrað leikjum Van Dijk Hollenski miðvörðurinn Virgil van Dijk hefur heldur betur staðið fyrir sínu frá því hann gekk í raðir Liverpool frá Southampton. Í fyrstu 100 leikjum hans fyrir félagið hefur það aðeins tapað átta leikjum. Enski boltinn 19. september 2021 23:00
Vonast til að Ronaldo fái vítaspyrnu sem fyrst og segir De Gea vera nýjan mann Ole Gunnar Solskjær, þjálfari Manchester United, hrósaði Jesse Lingard og David De Gea í hástert eftir 2-1 sigur sinna manna á West Ham United í ensku úrvalsdeildinni í dag. Enski boltinn 19. september 2021 20:00
Miðverðirnir gerðu gæfumuninn er Chelsea vann nágrannaslaginn Chelsea vann 3-0 útisigur er liðið heimsótti erkifjendur sína í Tottenham Hotspur í ensku úrvalsdeildinni í dag. Var þetta annað 3-0 tap Tottenham í röð. Enski boltinn 19. september 2021 17:30
Ótrúlegar lokamínútur tryggðu Man United stigin þrjú Manchester United vann 2-1 sigur þegar að liðið heimsótti West Ham í ensku úrvalsdeildinni í dag. Jesse Lingard kom inn á sem varamaður og skoraði sigurmarkið gegn sínum gömlu félögum, en það var David De Gea sem var hetja liðsins þegar hann varði vítaspyrnu í uppbótartíma. Enski boltinn 19. september 2021 15:15
Góð byrjun Brighton heldur áfram Brighton vann í dag góðan 2-1 sigur gegn Leicester í fimmtu umferð ensku úrvalsdeildarinnar. Liðið hefur nú unnið fjóra af fyrstu fimm leikjum tímabilsins. Enski boltinn 19. september 2021 15:00
Ætlar sér að hjálpa því starfsfólki sem missir vinnuna Wayne Rooney, þjálfari Derby County í ensku B-deildinni , segist ætla að gera það sem í hans valdi stendur til að hjálpa starfsfólki félagsins sem mun missa starfið á næstu dögum. Enski boltinn 19. september 2021 12:01
Segir endurkomu Ronaldo ekki gera Man Utd líklegra til að vinna titla Jamie Carragher, fyrrverandi leikmaður Liverpool og núverandi sparkspekingur, telur ekki að endurkoma Cristiano Ronaldo á Old Trafford geri liðið líklegra til að vinna ensku úrvalsdeildina. Enski boltinn 19. september 2021 10:30
Stefnir á jafn farsælt samband með Maguire og hann átti með Ramos Franski miðvörðurinn Raphaël Xavier Varane vonast eftir að samstarf hans og Harry Maguire í hjarta varnar Manchester United verði jafn farsælt og samstarf hans með Sergio Ramos hjá Real Madríd. Enski boltinn 18. september 2021 23:01
Fyrsta tap Everton kom gegn Aston Villa Síðasti leikur dagsins í ensku úrvalsdeildinni var viðureign Aston Villa og Everton. Fór það svo að Villa vann öruggan 3-0 sigur en fyrir leikinn hafði Everton ekki tapað undir stjórn Rafa Benitez. Enski boltinn 18. september 2021 18:25
Klopp mjög sáttur með sigur í erfiðum leik: „Vorum ekki að spila frábærlega“ „Einn erfiðasti 3-0 sigur sem ég hef upplifað,“ sagði Jürgen Klopp um sigur Liverpool á Crystal Palace í ensku úrvalsdeildinni í dag. Enski boltinn 18. september 2021 17:01
Meistararnir misstigu sig | Watford hafði betur í uppgjöri nýliðanna Englandsmeistarar Manchester City gerði óvænt markalaust jafntefli á heimavelli gegn Southampton og nýliðaslagur Watford og Norwich endaði með 3-1 útisigri Watford. Enski boltinn 18. september 2021 16:15
Annar sigurleikur Arsenal í röð Eftir erfiða byrjun á tímabilinu er Arsenal nú búið að vinna tvo leiki í röð, en liðið vann í dag 1-0 útisigur gegn Burnley. Enski boltinn 18. september 2021 15:55
Liverpool á toppi ensku úrvalsdeildarinnar Liverpool kom sér í toppsæti ensku úrvalsdeildarinnar með 3-0 sigri gegn Crystal Palace. Sadio Mané og Mohamed Salah skoruðu báðir fyrir Liverpool eins og svo oft áður og Naby Keita bætti því þriðja við. Enski boltinn 18. september 2021 15:54
Tíu leikmenn Brentford sigruðu Úlfana Nýliðar Brentford unnu góðan 2-0 útisigur gegn Wolves í fyrsta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Enski boltinn 18. september 2021 13:27
Arsenal í viðræðum við Jack Wilshere Mikel Arteta, knattspyrnustjóri Arsenal, hefur staðfest það að félagið sé í viðræðum við fyrrum leikmann félagsins, Jack Wilshere, um að aðstoða hann við að koma ferlinum af stað á ný. Mikil meiðsli hafa litað feril Wilshere sem er nú án félags. Enski boltinn 18. september 2021 09:30
Tólf stig verða tekin af Derby vegna fjárhagsvandræða Tólf stig verða dregin af enska knattspyrnufélaginu Derby County ef félagið finnur ekki nýja eigendur á næstu dögum. Kórónuveirufaraldurinn hefur sett strik í reikninginn og félagið er í miklum fjárhagsvandræðum. Enski boltinn 18. september 2021 08:00
Pep hótar að hætta með City Spænski knattspyrnustjórinn Pep Guardiola hefur hótað því að segja upp starfi sínu hjá Manchester City eftir að framkvæmdastjóri stuðningsmannaklúbbs félagsins bað hann um að halda sig við þjálfun. Enski boltinn 17. september 2021 23:01