Skytturnar á toppinn eftir sigur á Brúnni Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 6. nóvember 2022 13:55 Sigurmarki dagsins fagnað. John Walton/Getty Images Ótrúlegt gengi Arsenal í ensku úrvalsdeildinni heldur áfram en liðið vann 1-0 útisigur á nágrönnum sínum í Chelsea. Sigurmarkið skoraði varnarmaðurinn Gabriel um miðbik síðari hálfleiks. Chelsea hafði byrjað vel undir stjórn Graham Potters en hefur átt erfitt uppdráttar í undanförnum leikjum. Liðið gerði jafntefli við bæði Manchester United og Brentford áður en það steinlá gegn fyrrum félagi Potters, Brighton & Hove Albion. Á sama tíma hefur Arsenal verið óstöðvandi á leiktíðinni. Aðeins Manchester United hefur unnið Skytturnar á þessu tímabili og var ljóst að með sigri myndu lærisveinar Mikel Arteta fara aftur á topp deildarinnar. Arsenal var meira með boltann í fyrri hálfleik en annars minnti hann helst á málningu að þorna. Það var lítið færi og enn minna um gæði. Þegar rúm klukkustund var liðin af leiknum fékk Arsenal hornspyrnu. Bukayo Saka gaf fyrir og sveif boltinn inn að marki, hann fór fram hjá einum ef ekki tveimur og jafnvel þremur leikmönnum Chelsea – og virtist vera á leið í netið – þegar Gabriel stakk út löpp og skóflaði boltanum yfir línuna. All nine of Gabriel's #PL goals for @Arsenal have come from corners! @biel_m04 | #CHEARS pic.twitter.com/YLqAedRfoe— Premier League (@premierleague) November 6, 2022 Staðan orðin 1-0 og þó Chelsea hafi reynt hvað það gat til að jafna metin þá var sóknarleikur þeirra einkar bitlaus og gestirnir unnu sanngjarnan 1-0 sigur á Brúnni. Arsenal er komið á topp deildarinnar á nýjan leik. Nú með 34 stig, tveimur meira en Manchester City, að loknum 13 umferðum. Á sama tíma er Chelsea með 21 stig í 7. sæti. Fótbolti Enski boltinn
Ótrúlegt gengi Arsenal í ensku úrvalsdeildinni heldur áfram en liðið vann 1-0 útisigur á nágrönnum sínum í Chelsea. Sigurmarkið skoraði varnarmaðurinn Gabriel um miðbik síðari hálfleiks. Chelsea hafði byrjað vel undir stjórn Graham Potters en hefur átt erfitt uppdráttar í undanförnum leikjum. Liðið gerði jafntefli við bæði Manchester United og Brentford áður en það steinlá gegn fyrrum félagi Potters, Brighton & Hove Albion. Á sama tíma hefur Arsenal verið óstöðvandi á leiktíðinni. Aðeins Manchester United hefur unnið Skytturnar á þessu tímabili og var ljóst að með sigri myndu lærisveinar Mikel Arteta fara aftur á topp deildarinnar. Arsenal var meira með boltann í fyrri hálfleik en annars minnti hann helst á málningu að þorna. Það var lítið færi og enn minna um gæði. Þegar rúm klukkustund var liðin af leiknum fékk Arsenal hornspyrnu. Bukayo Saka gaf fyrir og sveif boltinn inn að marki, hann fór fram hjá einum ef ekki tveimur og jafnvel þremur leikmönnum Chelsea – og virtist vera á leið í netið – þegar Gabriel stakk út löpp og skóflaði boltanum yfir línuna. All nine of Gabriel's #PL goals for @Arsenal have come from corners! @biel_m04 | #CHEARS pic.twitter.com/YLqAedRfoe— Premier League (@premierleague) November 6, 2022 Staðan orðin 1-0 og þó Chelsea hafi reynt hvað það gat til að jafna metin þá var sóknarleikur þeirra einkar bitlaus og gestirnir unnu sanngjarnan 1-0 sigur á Brúnni. Arsenal er komið á topp deildarinnar á nýjan leik. Nú með 34 stig, tveimur meira en Manchester City, að loknum 13 umferðum. Á sama tíma er Chelsea með 21 stig í 7. sæti.
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti