Enski boltinn

Enski boltinn

Fréttir, myndbönd og tölfræði úr ensku deildinni.

Leikirnir





    Fréttamynd

    Chiesa ekki með gegn Ítölunum

    Ítalinn Federico Chiesa verður ekki með Liverpool gegn liði Bologna í Meistaradeild Evrópu annað kvöld. Diogo Jota ætti þó að ná leiknum eftir að hafa glímt við smávægileg meiðsli í vikunni.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Spilar ekki gegn Arsenal eftir há­vaða­rif­rildi

    Ousmane Dembélé, leikmaður Paris Saint-Germain, verður ekki með í för þegar liðið mætir Arsenal í Meistaradeild Evrópu í Lundúnum annað kvöld. Um er að kenna ósætti milli hans og Luis Enrique, þjálfara franska liðsins.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Ten Hag verði ekki rekinn

    Breski miðilinn The Telegraph heldur því fram í morgun að staða Hollendingsins Erik ten Hag í starfi knattspyrnustjóra Manchester United sé örugg þrátt fyrir afleit úrslit að undanförnu. Ten Hag mætti snemma til vinnu í dag eftir þungt tap á heimavelli gegn Tottenham í ensku úrvalsdeildinni í gær. 

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Tottenham lék tíu United-menn grátt

    Tottenham vann frábæran 3-0 útisigur gegn Manchester United í ensku úrvalsdeildinni í dag og jók þar með enn pressuna á Erik ten Hag, knattspyrnustjóra United. Heimamenn misstu Bruno Fernandes af velli með rautt spjald og verða án hans í næstu deildarleikjum.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Upp­hafið að endinum hjá Ten Hag?

    Manchester United hefur farið illa af stað í ensku úrvalsdeild karla í knattspyrnu og þá gerði liðið jafntefli við Twente frá Hollandi í Evrópudeildinni í vikunni. Næstu þrír leikir liðsins eru í erfiðari kantinum og gætu verið upphafið að endinum hjá þjálfara liðsins, Erik ten Hag.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Liverpool á toppnum

    Liverpool er komið á topp ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta eftir 2-1 sigur á útivelli gegn botnliðinu, Úlfunum, í lokaleik dagsins.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    „Við tökum stiginu“

    „Þeir áttu sín augnablik á fyrstu tíu mínútum leiksins og eftir jöfnunarmarkið en að mestu spiluðum við virkilega vel,“ sagði Pep Guardiola eftir 1-1 jafntefli sinna manna í Manchester City gegn Newcastle United.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Vand­ræði Man City án Rodri halda á­fram

    Englandsmeisturum Manchester City tókst ekki að hrista af sér þá staðreynd að liðinu gengur gríðarlega illa án miðjumannsins Rodri en liðið gerði 1-1 jafntefli við Newcastle United í Norður-Englandi í fyrsta leik 6. umferðar ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta.

    Enski boltinn