
Mendy sýknaður af einni nauðgunarákæru
Knattspyrnumaðurinn Benjamin Mendy hefur verið sýknaður af einni nauðgunarákæru. Hann er þó enn ákærður fyrir sjö nauðganir, eina tilraun til nauðgunnar og kynferðislegt áreiti gegn sex ungum konum.
Fréttir, myndbönd og tölfræði úr ensku deildinni.
Knattspyrnumaðurinn Benjamin Mendy hefur verið sýknaður af einni nauðgunarákæru. Hann er þó enn ákærður fyrir sjö nauðganir, eina tilraun til nauðgunnar og kynferðislegt áreiti gegn sex ungum konum.
Liverpool steinlá 4-1 þegar lærisveinar Jürgen Klopp heimsóttu Napoli í Meistaradeild Evrópu í síðustu viku. Klopp telur það vera verstu frammistöðu liðsins undir sinni stjórn.
Þremur leikjum sem fram áttu að fara í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu um komandi helgi hefur verið frestað. Þar á meðal er stórleikur Chelsea og Liverpool sem og leikur erkifjendanna Manchester United og Leeds United.
Leik Arsenal við PSV Eindhoven í Evrópudeildinni í fótbolta hefur verið frestað sökum andláts Elísabetar II Bretadrottningar. Óvissa er um leiki komandi helgar í ensku deildarkeppnunum.
Fráfall Elísabetar Bretlandsdrottningar hefur haft sín áhrif á íþróttalífið í Bretlandi og ein breyting verður áberandi fyrir landsleiki og aðra viðburði þar sem Bretar kyrja þjóðsöng sinn.
Þó að franski landsliðsmiðjumaðurinn N‘Golo Kanté hafi verið lykilmaður hjá Chelsea um árabil þá hafa meiðsli sett strik í reikninginn síðustu ár. Hann gæti yfirgefið félagið frítt næsta sumar.
Þýski knattspyrnustjórinn Thomas Tuchel hefur tjáð sig í fyrsta sinn eftir brottreksturinn frá enska úrvalsdeildarliðinu Chelsea en hann sendi frá sér tilfinningaríka yfirlýsingu í kvöld.
Sóknarmaðurinn umdeildi, Anthony Martial, fór í áhugavert viðtal á dögunum þar sem hann skýtur föstum skotum á fyrrum knattspyrnustjóra sína hjá Manchester United.
Sparkspekingarnir Gary Neville, Peter Crouch og Piers Morgan eru ekki sammála þeirri ákvörðun ensku úrvalsdeildarinnar að fresta öllum leikjum helgarinnar en leikjunum var frestað vegna andláts Elísabetar Bretlandsdrottningar.
Í ítarlegri grein The Athletic um brottrekstur Thomas Tuchel og hvað leiddi til hans er farið djúpt ofan í það sem hefur gengið á hjá enska knattspyrnufélaginu Chelsea undanfarna mánuði. Þar kemur fram að Todd Boehly, bandarískur eigandi félagsins, hafi stungið upp á að Tuchel myndi spila leikkerfið 4-4-3.
Það hefur verið mikið rætt og ritað um Nottingham Forest undanfarnar vikur en félagið komst loks upp í ensku úrvalsdeildina eftir meira en tveggja áratuga fjarveru. Til að auka möguleika sína á að halda sæti sínu hefur félagið sótt hvern leikmanninn á fætur öðrum, 22 alls. Það eru tvö heil byrjunarlið.
Graham Potter er nýr þjálfari enska úrvalsdeildarliðsins Chelsea. Hann hefði getað fengið tækifæri til að stýra öðru toppfélagi á Englandi en tvívegis kom nafn hans upp er Manchester United var að leita að nýjum þjálfara. Skortur á reynslu í Meistaradeild Evrópu stöðvaði hins vegar Man United í að fara lengra með áhuga sinn.
Fyrrum knattspyrnumaðurinn Trevor Sinclair hefur verið sendur í leyfi vegna ummæla sinna á samfélagsmiðlinum Twitter. Þar sagði hann að fólk dökkt að hörund ætti ekki að syrgja drottninguna.
Liverpool hefði frekar átt að kaupa Ivan Toney en Darwin Nunez. Þetta segir stjórnarformaður Peterborough United, Darragh MacAnthony.
Öllum fyrirhuguðum íþróttaviðburðum á Englandi um helgina hefur verið frestað. Því verða engir leikir í enska boltanum.
Úkraínski kantmaðurinn Mykhaylo Mudryk, sem sló í gegn í sigri Shakhtar Donetsk á RB Leipzig í Meistaradeild Evrópu á þriðjudaginn, hefur gefið Arsenal hressilega undir fótinn.
Trevor Sinclair, fyrrverandi landsliðsmaður Englands í fótbolta, var harðlega gagnrýndur fyrir ummæli sín um að fólk sem er dökkt á hörund ætti ekki að syrgja Elísabetu II Bretadrottningu sem féll frá í gær, 96 ára að aldri.
Umboðsmenn knattspyrnumanna þurfa margir hverjir ekki að hafa áhyggjur af því að eiga ekki fyrir salti í grautinn á næstunni. Samkvæmt alþjóðaknattspyrnusambandinu FIFA þénuðu þeir tæplega 431 milljón punda í félagsskiptaglugga sumarsins sem lokaði í seinustu viku.
Eftir andlát Elísabetar II Bretlandsdrottningar í dag þykir afar ólíklegt að leikir í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu, sem og neðri deildum landsins, muni fara fram.
Brighton Hove & Albion missti ekki ekki aðeins aðalþjálfara sinn Graham Potter til Chelsea í dag, heldur lungann úr starfsliði aðalliðs félagsins. Leikmaður félagsins er í tveggja manna teymi sem mun stýra liðinu um helgina.
Keira Walsh varð í gær dýrasti leikmaður í sögu kvennafótboltans í gær. Vissulega er um að ræða dropa í hafið er kemur að kaupum og sölum á leikmönnum karla megin en þó er talið að kaup Barcelona á miðjumanni Manchester City geti markað tímamót.
Graham Potter hefur skrifað undir fimm ára samning sem nýr þjálfari Chelsea í ensku úrvalsdeildinni. Skiptin hafa legið í loftinu frá því að Thomas Tuchel var sagt upp störfum í gærmorgun.
Enska úrvalsdeildarfélagið Wolverhampton Wanderers hefur samið við Diego Costa um að leika með liðinu út leiktíðina. Það vekur sérstaka athygli þar sem framherjinn geðþekki hefur nælt í fleiri gul spjöld en hann hefur skorað af mörkum síðan hann fór frá Chelsea árið 2017.
Samkvæmt heimildum Sky Sports hefur Graham Potter samþykkt að verða næsti þjálfari enska úrvalsdeildarliðsins Chelsea. Enn á eftir að setja blek á blað en það virðist styttast í að Potter verði kynntur sem næsti þjálfari Lundúnaliðsins.
Thomas Tuchel var rekinn úr starfi knattspyrnustjóra Chelsea í gær. Samband Tuchel við Todd Boehly, eiganda Chelsea, hafði verið slæmt í allt sumar en upphaf þess má rekja til hugsanlegra félagaskipta Cristiano Ronaldo frá Manchester United til Chelsea.
Lee Mason, dómari í ensku úrvalsdeildinni, fær ekki að sinna myndbandsdómgæslu næstu helgi eftir mistök hans í leik Crystal Palace og Newcastle í síðustu umferð.
Jamie Carragher, sérfræðingur á Sky Sports og fyrrum leikmaður Liverpool til fjölda ára, kveðst óviss um hvort það væri rétt skref fyrir Graham Potter, þjálfara Brighton, að taka við Chelsea. Lundúnafélagið hefur haft samband við stjórann í dag.
John Terry, fyrrum fyrirliði Chelsea til fjölda ára, kveðst mjög spenntur fyrir möguleikanum að Graham Potter þjálfi félagið. Thomas Tuchel var sagt upp störfum í morgun.
Barcelona hefur gengið frá kaupum á Evrópumeistarann Keiru Walsh frá Manchester City á Englandi. Hún verður dýrasta knattspyrnukona sögunnar með skiptunum.
Pierre Emerick-Aubameyang skrifaði undir hjá enska úrvalsdeildarfélaginu Chelsea á dögunum. Hann mun klæðast treyju númer níu hjá félaginu en talið er að það hvíli á henni bölvun. Má eflaust færa rök fyrir því með því að benda á hvernig fyrsti leikur Aubameyang í téðri treyju fór og hvað gerðist í kjölfarið.