Liverpool ekki búið að segja sitt síðasta í VAR hneyksli helgarinnar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. október 2023 09:01 Mohamed Salah og félagar í Liverpool töpuðu sínum fyrsta leik um helgina en þótti á sér brotið. Getty/Ryan Pierse Varsjáin er oft á milli tannanna á fólki eftir hverja helgi í ensku úrvalsdeildinni en það er nýtt af nálinni að dómarar séu farnir að dæma af lögleg mörk og verja sig svo með því að þetta hafi allt verið einhver misskilningur eins og Georg Bjarnfreðarson forðum. Enska úrvalsdeildarfélagið Liverpool var fórnarlamb mistaka myndbandadómara um helgina þegar löglegt mark var dæmt af liðinu í tapleik á móti Tottenham. Liverpool sendi frá sér yfirlýsingu í gær. Liverpool var nýbúið að missa Curtis Jones af velli með rautt spjald þegar Luis Diaz kom liðinu í 1-0. Niðurstaða Varsjárinnar var hins vegar rangstæða og markið var dæmt af. Tottenham komst síðan yfir fljótlega í kjölfarið. Liverpool Football Club acknowledges PGMOL s admission of their failures last night. It is clear that the correct application of the laws of the game did not occur, resulting in sporting integrity being undermined.— Liverpool FC (@LFC) October 1, 2023 Þegar sönnunargögnin komu fram í dagsljósið var það ljóst öllum sem vildu sjá að Diaz var réttstæður og markið átti því að standa. Stuðningsmenn og fjölmiðlar hneyksluðust á ákvörðun myndbandadómarana en Liverpool endaði á því að tapa leiknum á sjálfsmarki á lokasekúndunum. Enska úrvalsdeildin hefur beðist formlega afsökunar á mistökum dómara sinna en Liverpool sættir sig ekki við að málið endi þar. Dómararnir sem voru í VAR-herberginu voru sendir í skammarkrókinn og teknir af næstu verkefnum en Liverpool vill leita réttar síns. Í yfirlýsingu félagsins segir að með þessu hafi verið grafið undir heiðarleika íþróttanna og Liverpool ætli að kanna hvað sé í boði til að fá ásættanlega niðurstöðu í þetta leiðinlega mál. Mannleg mistök voru skýringin á mistökunum en mynbandadómarinn taldi sig við vera staðfesta að ekki hafi verið rangstaða en ekki að það hafi verið rangstaða. Liverpool segir að útskýring ensku úrvalsdeildarinnar sé óásættanleg og kallar eftir rannsókn með fullu gagnsæi. Key points from Liverpool's statement after PGMOL apologised for their mistake at the weekend "Exploring a range of options given clear need for escalation and resolution." pic.twitter.com/fwjqYSDmKy— Football Daily (@footballdaily) October 2, 2023 Enski boltinn Mest lesið Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti „Þetta var allsherjar klúður þarna“ Handbolti FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Fótbolti „Þurfum að taka Dani til fyrirmyndar“ Handbolti Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Enski boltinn Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Enski boltinn Yfir hundrað gallaðir verðlaunapeningar frá ÓL í París Sport Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu Fótbolti Aron skráður inn á HM og löglegur á morgun Handbolti Lofar því að fá sér kengúru húðflúr Sport Fleiri fréttir Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Denis Law látinn Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Foden: Við erum ekki heimskir, titillinn er farinn Arsenal kom til baka og vann slaginn um Norður-London Isak áfram í stuði og Moyes tapaði fyrsta leik Amorim: Southampton mun kenna mér meira en Liverpool og Arsenal Klopp: Ég held partý ef Man City missir titlana Slot segir að Forest sé í titilbaráttu Glazer-systkinin dvöldu á Vopnafirði í sumar Arftakar Linekers í Match of the Day kynntir Fenginn aftur til Chelsea og spilar ekki í kvöld Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Malen mættur til Villa Jafnt í toppslagnum í Skírisskógi Ótrúleg endurkoma heimamanna James bjargaði heimaliðinu Fyrrum fyrirliði og þjálfari Man City látinn Segja að Zubimendi fari til Arsenal í sumar Arteta um ógeðslegu skilaboðin: „Verður að draga línu í sandinn“ Engin stig tekin af ensku liðunum Tímabilinu líklega lokið hjá Jesus Guardiola skilinn eftir þrjátíu ára samband Fyrirliði Man United sendi Jóa Berg og fjölskyldu fallega gjöf Á morgun opinberar enska úrvalsdeildin hvaða liðum verður refsað Sjá meira
Enska úrvalsdeildarfélagið Liverpool var fórnarlamb mistaka myndbandadómara um helgina þegar löglegt mark var dæmt af liðinu í tapleik á móti Tottenham. Liverpool sendi frá sér yfirlýsingu í gær. Liverpool var nýbúið að missa Curtis Jones af velli með rautt spjald þegar Luis Diaz kom liðinu í 1-0. Niðurstaða Varsjárinnar var hins vegar rangstæða og markið var dæmt af. Tottenham komst síðan yfir fljótlega í kjölfarið. Liverpool Football Club acknowledges PGMOL s admission of their failures last night. It is clear that the correct application of the laws of the game did not occur, resulting in sporting integrity being undermined.— Liverpool FC (@LFC) October 1, 2023 Þegar sönnunargögnin komu fram í dagsljósið var það ljóst öllum sem vildu sjá að Diaz var réttstæður og markið átti því að standa. Stuðningsmenn og fjölmiðlar hneyksluðust á ákvörðun myndbandadómarana en Liverpool endaði á því að tapa leiknum á sjálfsmarki á lokasekúndunum. Enska úrvalsdeildin hefur beðist formlega afsökunar á mistökum dómara sinna en Liverpool sættir sig ekki við að málið endi þar. Dómararnir sem voru í VAR-herberginu voru sendir í skammarkrókinn og teknir af næstu verkefnum en Liverpool vill leita réttar síns. Í yfirlýsingu félagsins segir að með þessu hafi verið grafið undir heiðarleika íþróttanna og Liverpool ætli að kanna hvað sé í boði til að fá ásættanlega niðurstöðu í þetta leiðinlega mál. Mannleg mistök voru skýringin á mistökunum en mynbandadómarinn taldi sig við vera staðfesta að ekki hafi verið rangstaða en ekki að það hafi verið rangstaða. Liverpool segir að útskýring ensku úrvalsdeildarinnar sé óásættanleg og kallar eftir rannsókn með fullu gagnsæi. Key points from Liverpool's statement after PGMOL apologised for their mistake at the weekend "Exploring a range of options given clear need for escalation and resolution." pic.twitter.com/fwjqYSDmKy— Football Daily (@footballdaily) October 2, 2023
Enski boltinn Mest lesið Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti „Þetta var allsherjar klúður þarna“ Handbolti FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Fótbolti „Þurfum að taka Dani til fyrirmyndar“ Handbolti Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Enski boltinn Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Enski boltinn Yfir hundrað gallaðir verðlaunapeningar frá ÓL í París Sport Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu Fótbolti Aron skráður inn á HM og löglegur á morgun Handbolti Lofar því að fá sér kengúru húðflúr Sport Fleiri fréttir Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Denis Law látinn Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Foden: Við erum ekki heimskir, titillinn er farinn Arsenal kom til baka og vann slaginn um Norður-London Isak áfram í stuði og Moyes tapaði fyrsta leik Amorim: Southampton mun kenna mér meira en Liverpool og Arsenal Klopp: Ég held partý ef Man City missir titlana Slot segir að Forest sé í titilbaráttu Glazer-systkinin dvöldu á Vopnafirði í sumar Arftakar Linekers í Match of the Day kynntir Fenginn aftur til Chelsea og spilar ekki í kvöld Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Malen mættur til Villa Jafnt í toppslagnum í Skírisskógi Ótrúleg endurkoma heimamanna James bjargaði heimaliðinu Fyrrum fyrirliði og þjálfari Man City látinn Segja að Zubimendi fari til Arsenal í sumar Arteta um ógeðslegu skilaboðin: „Verður að draga línu í sandinn“ Engin stig tekin af ensku liðunum Tímabilinu líklega lokið hjá Jesus Guardiola skilinn eftir þrjátíu ára samband Fyrirliði Man United sendi Jóa Berg og fjölskyldu fallega gjöf Á morgun opinberar enska úrvalsdeildin hvaða liðum verður refsað Sjá meira