Enski boltinn

Enski boltinn

Fréttir, myndbönd og tölfræði úr ensku deildinni.

Leikirnir





    Fréttamynd

    Hverjir eru að reyna kaupa Manchester United?

    Enska knattspyrnufélagið Manchester United er til sölu. Á föstudaginn var þurftu áhugasamir að hafa skilað inn kauptilboði til núverandi eiganda félagsins, Glazer-fjölskyldunnar. Tvö tilboð bárust, annars vegar frá Jim Ratcliffe sem hefur stutt Manchester United síðan í æsku og hins vegar frá Sheikh Jassim bin Hamad Al Thani.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Karius snýr aftur í úr­slitum deildar­bikarsins

    Loris Karius, þýski markvörðurinn sem upplifði martröð allra markvarða í úrslitum Meistaradeildar Evrópu þegar Liverpool beið lægri hlut gegn Real Madríd árið 2018, mun standa í marki Newcastle United þegar liðið mætir Manchester United í úrslitum enska deildarbikarsins.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    „Farið að líta út eins og það Liver­pool sem við erum vanir“

    „Þetta var rosalega mikilvægt, þetta var stór sigur. Náðum í sigur gegn Everton, það var líka stór sigur fyrir okkur en hefði ekki þýtt neitt hefðum við ekki komið hingað og unnið,“ sagði Trent Alexander-Arnold, hægri bakvörður Liverpool, um sigur sinna manna á Newcastle United í ensku úrvalsdeildinni.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    „Ekki boð­legt“

    „Að fara á Emirates og spila eins og við gerðum þar. Koma svo hingað, það er ekki boðlegt,“ sagði varnarmaðurinn Kyle Walker eftir 1-1 jafntefli Manchester City og Nottingham Forest í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Stoltur af sínum mönnum eftir dramatískan sigur

    „Við sýndum mikinn karakter og þrautseigju með því að koma tvívegis til baka og enda á að vinna leikinn,“ sagði Mikel Arteta um dramatískan 4-2 sigur sinna manna í Arsenal á Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni fyrr í dag.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Dýrkeypt mistök kostuðu Lee Mason starfið

    Knattspyrnudómarinn Lee Mason og dómarasambandið PGMOL hafa komist að samkomulagi um að Mason muni yfirgefa sambandið eftir dýrkeypt mistök. Hann mun því ekki dæma aftur í ensku úrvalsdeildinni.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Conte snýr ekki aftur til vinnu fyrr en hann hefur náð fullum bata

    Antonio Conte, knattspyrnustjóri Tottenham, verður ekki á hliðarlínunni þegar liðið tekur á móti West Ham í ensku úrvalsdeildinni næstkomandi sunnudag. Hann verður frá vinnu þar til hann hefur náð fullum bata eftir að hafa gengist undir aðgerð þar sem gallblaðran var fjarlægð úr honum.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Jói Berg og félagar björguðu stigi í uppbótartíma

    Jóhann Breg Guðmundsson og félagar hans í Burnley þurftu svo sannarlega að hafa fyrir stiginu er liðið tók á móti Watford í ensku B-deildinni í fótbolta í kvöld. Lokatölur 1-1, en heimamenn jöfnuðu metin á fimmtu mínútu uppbótartíma.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Fyrsti sigur Liverpool á árinu kom í borgarslagnum

    Eftir að hafa byrjað árið á þremur töpum og einu jafntefli náði Liverpool loksins í þrjú stig er liðið tók á móti Everton í Bítlaborgarslag í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Lokatölur 2-0 og Cody Gakpo skoraði sitt fyrsta mark fyrir liðið.

    Enski boltinn