Newcastle reis upp frá dauðum í lokin Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. mars 2024 14:39 Harvey Barnes tryggði Newcastle United sigurinn með tveimur mörkum undir lokin. Getty/Stu Forster Hamrarnir misstu frá sér frábæra stöðu á St. James Park í hádegisleiknum í ensku úrvalsdeildinni í dag þegar Newcastle tryggði sér 4-3 sigur á West Ham með því að skora þrjú mörk á lokamínútum leiksins. Leikurinn var frábær skemmtun, sjö mörk og mikið líf og fjör allan tímann. Harvey Barnes var hetjan því hann skoraði síðustu tvö mörkin eftir að hafa komið inn á sem varamaður á 67. mínútu þegar Newcastle liðið var 3-1 undir. West Ham var 3-1 yfir í leiknum þegar Newcastle fékk sitt annað víti í leiknum á 75. mínútu. Það kveikti heldur betur í heimamönnum sem höfðu ekki litið allt of vel út lengstum í leiknum. Alexander Isak skoraði tvö mörk fyrir Newcastle en þau komu bæði úr vítum. West Ham menn hefðu hoppað upp að hlð Manhester United í sjötta sætinu með sigri og náð ennfremur sjö stiga forskot á Newcastle í töflunni. Nú munar bata einu stigi á þeim, West Ham er í sjöunda sætinu en Newscastle í áttunda sæti. Newcastle fékk draumabyrjun á sjöttu mínútu þegar Anthony Gordon fiskaði víti og Svíinn Alexander Isak skoraði af öryggi úr vítaspyrnunni. West Ham jafnaði á 21. mínútu og þar munaði mestu um frábæra stungusendingu frá Lucas Paqueta. Michail Antonio fékk boltann inn fyrir vörnin og skoraði laglega. Mohammed Kudus kom síðan West Ham síðan yfir á tíundu mínútu í uppbótatíma í fyrri hálfleik. Lucas Paqueta var fljótur að taka aukaspyrnu og Jarrod Bowen fann Kudus í framhaldinu. West Ham endaði fyrri hálfleikinn vel og byrjaði þann seinni frábærlega. Bowen skoraði þá þriðja markið eftir að hafa sloppið í gegnum vörnina eftir skyndisókn og sendingu frá Kudus. Fimmtánda deildarmark Bowen á leiktíðinni. Það leit allt út fyrir útisigur. Newcastle menn vöknuðu þegar tuttugu mínútur voru eftir af leiknum. Anthony Gordon fiskaði aðra vítaspyrnu á 76. mínútu og Alexander Isak fór aftur á punktinn og skoraði aftur af miklu öryggi. Newcastle menn héldu áfram og tókst síðan að jafna metin í 3-3 með marki frá Harvey Barnes á 83. mínútu. Hann fékk þá stungusendingu frá umræddum Isak. Barnes var ekki hættur því hann skoraði sigurmarkið á 90. mínútu og kórónaði endurkomu Newcastle í leiknum. Ótrúlegur endurkomusigur í stórkostlegum fótboltaleik. Enski boltinn Mest lesið Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Handbolti Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Fótbolti Dagskráin í dag: Nágrannaslagir í Bestu karla og Bónus kvenna Sport Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Körfubolti Fleiri fréttir Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Dramatík í Manchester United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Sjá meira
Leikurinn var frábær skemmtun, sjö mörk og mikið líf og fjör allan tímann. Harvey Barnes var hetjan því hann skoraði síðustu tvö mörkin eftir að hafa komið inn á sem varamaður á 67. mínútu þegar Newcastle liðið var 3-1 undir. West Ham var 3-1 yfir í leiknum þegar Newcastle fékk sitt annað víti í leiknum á 75. mínútu. Það kveikti heldur betur í heimamönnum sem höfðu ekki litið allt of vel út lengstum í leiknum. Alexander Isak skoraði tvö mörk fyrir Newcastle en þau komu bæði úr vítum. West Ham menn hefðu hoppað upp að hlð Manhester United í sjötta sætinu með sigri og náð ennfremur sjö stiga forskot á Newcastle í töflunni. Nú munar bata einu stigi á þeim, West Ham er í sjöunda sætinu en Newscastle í áttunda sæti. Newcastle fékk draumabyrjun á sjöttu mínútu þegar Anthony Gordon fiskaði víti og Svíinn Alexander Isak skoraði af öryggi úr vítaspyrnunni. West Ham jafnaði á 21. mínútu og þar munaði mestu um frábæra stungusendingu frá Lucas Paqueta. Michail Antonio fékk boltann inn fyrir vörnin og skoraði laglega. Mohammed Kudus kom síðan West Ham síðan yfir á tíundu mínútu í uppbótatíma í fyrri hálfleik. Lucas Paqueta var fljótur að taka aukaspyrnu og Jarrod Bowen fann Kudus í framhaldinu. West Ham endaði fyrri hálfleikinn vel og byrjaði þann seinni frábærlega. Bowen skoraði þá þriðja markið eftir að hafa sloppið í gegnum vörnina eftir skyndisókn og sendingu frá Kudus. Fimmtánda deildarmark Bowen á leiktíðinni. Það leit allt út fyrir útisigur. Newcastle menn vöknuðu þegar tuttugu mínútur voru eftir af leiknum. Anthony Gordon fiskaði aðra vítaspyrnu á 76. mínútu og Alexander Isak fór aftur á punktinn og skoraði aftur af miklu öryggi. Newcastle menn héldu áfram og tókst síðan að jafna metin í 3-3 með marki frá Harvey Barnes á 83. mínútu. Hann fékk þá stungusendingu frá umræddum Isak. Barnes var ekki hættur því hann skoraði sigurmarkið á 90. mínútu og kórónaði endurkomu Newcastle í leiknum. Ótrúlegur endurkomusigur í stórkostlegum fótboltaleik.
Enski boltinn Mest lesið Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Handbolti Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Fótbolti Dagskráin í dag: Nágrannaslagir í Bestu karla og Bónus kvenna Sport Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Körfubolti Fleiri fréttir Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Dramatík í Manchester United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Sjá meira