Reynir að lægja öldurnar eftir stórsjó ævisögunnar Sarina Wiegman, landsliðsþjálfari enska kvennalandsliðsins í fótolta, hefur nú svarað fullyrðingum sem Mary Earps, fyrrverandi markvörður landsliðsins setti fram um ákvörðun sína að hætta spila fyrir landsiðið í nýútkominni ævisögu sinni. Fótbolti 18.11.2025 17:17
Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Pia Sundhage fær ekki nýjan samning sem þjálfari svissneska kvennalandsliðsins í fótbolta og sú sænska var beðin um að taka hatt sinn og staf umsvifalaust. Fótbolti 4.11.2025 11:30
Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit Það verður Tyrkland sem mætir Þýskalandi í úrslitum Evrópumóts karla í körfubolta. Það varð ljóst eftir ótrúlegan sigur Tyrklands á Giannis Antetokounmpo og félögum í gríska landsliðinu. Körfubolti 12.9.2025 20:05
UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Evrópumót kvenna í fótbolta er nýlokið í Sviss og þótti það heppnast mjög vel. Leikirnir voru flestir mjög skemmtilegir, það vantaði ekki dramatíkina og aldrei áður hafa fleiri áhorfendur mætt á Evrópumót kvenna. Fótbolti 30. júlí 2025 10:31
Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Leikmenn enska kvennalandsliðsins hafa fagnað vel og innilega síðan þær urðu Evrópumeistarar um liðna helgi. Hin stóíska Sarina Wiegman, þjálfari liðsins, stal hins vegar senunni í kjölfar fagnaðarláta liðsins heima fyrir. Fótbolti 29. júlí 2025 18:30
Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins England og Spánn áttu langflesta leikmenn í úrvalsliði Evrópumótsins í Sviss eða átta af ellefu. Evrópumeistarar Englands eru með fjóra leikmenn í liðinu og silfurlið Spánar með aðra fjóra þar af alla miðjumenn liðsins. Fótbolti 29. júlí 2025 17:15
Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Hannah Hampton, markvörður Evrópumeistara Englands, hefur heldur betur þurft að hafa fyrir því að komast þangað sem hún er í dag. Ofan á allt sem hún hefur tæklað til þessa á ferlinum þurfti hún að tækla mikla sorg í aðdraganda Evrópumótsins þar sem afi hennar lést skömmu fyrir mót. Fótbolti 29. júlí 2025 07:00
Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Spænski miðjumaðurinn Aitana Bonmatí var valin besti leikmaður Evrópumóts kvenna í fótbolta en hún brosti ekki þegar hún sótti verðlaunin eftir tap í vítakeppni í úrslitaleiknum á móti Englandi. Fótbolti 28. júlí 2025 10:01
Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Enska kvennalandsliðið í fótbolta varði Evrópumeistaratitil sinn í gær eftir sigur á heimsmeisturum Spánar í vítakeppni í Basel. Hetja liðsins var ásamt fleirum markvörðurinn Hannah Hampton. Fótbolti 28. júlí 2025 09:03
Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Lucy Bronze er ein af hetjum enska kvennalandsliðsins sem tryggði sér Evrópumeistartitilinn í gær en hún bjó líklegast til nýja skilgreiningu á því á þessu móti hvað það þýðir að harka af sér. Fótbolti 28. júlí 2025 07:31
Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Eftir sigur enska landsliðsins á Evrópumóti kvenna í knattspyrnu hefur hamingjuóskunum rignt yfir liðið. Breska konungsfjölskyldan lét ekki sitt eftir liggja. Fótbolti 28. júlí 2025 07:00
Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú Evrópumóti kvenna lauk í dag með úrslitaleik Englands og Spánar. Aldrei hafa fleiri áhorfendur sótt EM en í ár. Fótbolti 27. júlí 2025 22:45
„Ég klikka ekki á tveimur vítaspyrnum í röð“ „Ég er svo stolt af þessu liði. Svo þakklát fyrir að fá að bera þetta merki. Svo þakklát fyrir að vera Englendingur,“ sagði Chloe Kelly eftir að Englendingar tryggðu sér sinn annan Evrópumeistaratitil í röð í kvöld. Fótbolti 27. júlí 2025 20:01
Englendingar Evrópumeistarar eftir vítaspyrnukeppni England er Evrópumeistari kvenna í knattspyrnu eftir sigur gegn Spánverjum í úrslitum í dag. Fótbolti 27. júlí 2025 15:15
James með á æfingu í dag England og Spánn mætast í úrslitaleik Evrópumóts kvenna í knattspyrnu á morgun en stærsta spurningamerkið í uppstillingu Englands hefur verið Lauren James. Fótbolti 26. júlí 2025 14:15
Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Íslenska kvennalandsliðið var í meirihluta þegar kom að þeim liðum á Evrópumótinu í Sviss sem spiluðu með fyrirliðaband í regnbogalitunum. Fótbolti 26. júlí 2025 09:02
Spánverjar í úrslitaleikinn: Bonmatí sýndi af hverju hún er best í heimi Spánverjar eru komnir í úrslitaleik Evrópumóts kvenna í fótbolta í Sviss eftir 1-0 sigur í kvöld í framlengdum undanúrslitaleik á móti Þjóðverjum. Fótbolti 23. júlí 2025 21:34
Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Þorvaldur Örlygsson, formaður KSÍ, segir líklegra en ekki að Þorsteinn Halldórsson stýri áfram íslenska kvennalandsliðinu í fótbolta. Árangur liðsins á yfirstandandi Evrópumóti var undir væntingum. Fótbolti 23. júlí 2025 15:15
Fer ekki á stórmót án þess að fara í úrslit Sarina Wiegman stýrði Englandi í úrslitaleik Evrópumóts kvenna í fótbolta í gærkvöld. Það ætti að koma fáum á óvart, enda fara hennar lið ávallt í úrslit. Fótbolti 23. júlí 2025 12:46
Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Michelle Agyemang hefur skotist hratt upp á stjörnuhimininn. Fyrir fjórum árum var hún boltasækir á Wembley en í dag er hún helsta hetja enska landsliðsins sem er komið í úrslitaleik á Evrópumótinu í Sviss. Fótbolti 23. júlí 2025 07:28
„Við viljum meira“ England er komið í úrslit á þriðja stórmótinu í röð þökk sé sigurmarki Chloe Kelly í framlengingu gegn Ítalíu. Þær ensku hafa þó hikstað á Evrópumótinu sem nú fram fer í Sviss. Fótbolti 22. júlí 2025 23:15
Enskar í úrslit eftir dramatík Ríkjandi Evrópumeistarar Englands geta varið titil sinn eftir hádramatískan sigur á Ítalíu í undanúrslitum EM kvenna í knattspyrnu í Genf. Lokatölur 2-1 eftir framlengdan leik. Fótbolti 22. júlí 2025 21:50
„Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Georgia Stanway, miðjumaður Bayern München og ríkjandi Evrópumeistara Englands, er meira en klár í undanúrslitaleikinn gegn Ítalíu annað kvöld, þriðjudag. Hún segir liðið standa þétt bakvið Jess Carter sem hefur mátt þola algjöran viðbjóð á samfélagsmiðlum eftir nauman sigur á Svíþjóð í 8-liða úrslitum. Fótbolti 21. júlí 2025 22:46
Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Lucy Bronze, varnarmaður enska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, segir að leikmenn hafi þurft að þola enn fleiri árásir eftir því sem kvennaboltinn hefur stækkað. Fótbolti 21. júlí 2025 09:47