

EM í fótbolta 2024
Evrópumótið í fótbolta karla fer fram í Þýskalandi dagana 14. júní til 14. júlí 2024.
Leikirnir

Frakkar í undanúrslit án þess að skora mark í opnum leik
Frakkland mætir Spáni í undanúrslitum Evrópumóts karla í knattspyrnu. Frakkar hafa ekki enn skorað mark í opnum leik en þeir þurftu vítaspyrnukeppni til að slá Portúgal úr leik.

Þessi ömurlega sápuópera haldi áfram þar til Ronaldo segi stopp
Fótboltaspekingurinn Óskar Hrafn Þorvaldsson sparaði ekki stóru orðin í garð Cristiano Ronaldo í kvöld, í umræðum á RÚV um leik Portúgals og Frakklands á EM.

Frakkar sluppu inn í undanúrslit
Cristiano Ronaldo og félagar í portúgalska landsliðinu eru úr leik á EM eftir tap í vítaspyrnukeppni gegn Frökkum, í 8-liða úrslitum í Þýskalandi í kvöld.

Hetja Spánar hermdi eftir pabba á sama stað
Mikel Merino, hetja Spánar í sigrinum gegn Þýskalandi á EM í kvöld, hermdi eftir fagnaðarlátum föður síns sem skoraði á sama velli fyrir 33 árum síðan.

Shaw gæti mætt Sviss en Trippier frábær í að tala
Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englands, greindi frá því á blaðamannafundi í dag að vinstri bakvörðurinn Luke Shaw, leikmaður Manchester United, væri klár í slaginn gegn Sviss á morgun í 8-liða úrslitum EM í fótbolta.

Óvænt hetja bjargaði Spáni frá vító
Gestgjafar Evrópumótsins, Þjóðverjar, eru úr leik eftir dramatískt tap í átta liða úrslitum gegn Spáni í kvöld, 2-1, í framlengdum leik.

Þegar Atli Eðvalds skoraði með hælnum á móti Frökkum
Frakkar spila í kvöld á móti Portúgal í átta liða úrslitum Evrópumótsins í fótbolta og þá er að sjá hvort einhver leiki eftir tilþrif Atla Eðvaldssonar frá árinu 1990.

Spánverjar hafa aldrei unnið heimaþjóð þegar allt er undir
Spænska fótboltalandsliðið hefur spilað vel á Evrópumótinu í Þýskalandi en nú bíður liðsins afar krefjandi verkefni og múr sem landslið Spánverja hefur aldrei komist í gegnum.

Bellingham í skilorðsbundið bann og sektaður fyrir klámfenginn fögnuð
Jude Bellingham hefur verið dæmdur í eins leiks skilorðsbundið bann og fengið 30.000 evra sekt fyrir klámfengin fagnaðarlæti eftir jöfnunarmarkið gegn Slóvakíu. Hann má því spila átta liða úrslitaleikinn gegn Sviss á morgun.

Tyrkir segja að Demiral hafi ekki verið dæmdur í bann
Þýska blaðið Bild sló því upp í gær að hetja tyrkneska landsliðsins, Merih Demiral, væri kominn í tveggja leikja bann og myndi missa af leikjum í átta liða úrslitum og undanúrslitum á Evrópumótinu í Þýskalandi. Tyrkneska sambandið hafnar þessum fréttum.

Segir að markið hans Bellingham gæti breytt öllu fyrir enska landsliðið
John Stones trúir því að mark liðsfélaga hans Jude Bellingham í sextán liða úrslitunum gæti verið vendipunktur fyrir enska landsliðið á þessu Evrópumóti.

Kom Ronaldo til varnar: Er ekki í lagi að gráta?
Fótboltaáhugafólk um allan heim sá Cristiano Ronaldo gjörsamlega brotna saman í leik Portúgals við Slóveníu í 16-liða úrslitum EM. Áminning um það að stærstu fótboltastjörnur heims eru líka mannlegar, segir liðsfélagi hans Bernardo Silva.

Pabbinn telur að bænirnar hafi komið til bjargar
Faðir tyrkneska markvarðarins Mert Günok var að sjálfsögðu stoltur eftir magnaða markvörslu sonarins sem tryggði Tyrkjum sigur á Austurríki, á EM í fótbolta. Hann telur þó að æðri máttarvöld hafi haft sitt að segja.

Hetja Tyrkja í bann fyrir úlfafagnið
Tyrkir hafa orðið fyrir miklu áfalli fyrir leikinn við Holland í 8-liða úrslitum EM karla í fótbolta í Þýskalandi, því maðurinn sem kom þeim þangað verður í banni.

Segir Rodri bestan í heimi eftir langar kennslustundir
Ilkay Gündogan, fyrirliði Þýskalands, jós lofi yfir sinn gamla liðsfélaga hjá Manchester City, Rodri, fyrir stórleikinn við Spán á morgun í 8-liða úrslitum EM í fótbolta.

Segja að Southgate gæti skipt um leikkerfi
Ekki hefur vantað gagnrýnina á leik enska landsliðsins á EM þótt að liðið hafi unnið sinn riðil og sé komið alla leið í átta liða úrslitin. Nú er von á breytingum hjá landsliðsþjálfaranum Gareth Southgate.

Bannar eiginkonurnar ef þeir vinna leikinn
Eiginkonur þýsku landsliðsmannanna hafa fengið á heimsækja þá á Evrópumótinu til þessa en það mun breytast ef þýska liðið kemst í undanúrslitin.

Foden finnur til með Southgate
Phil Foden, leikmaður enska landsliðsins, segir að leikmenn liðsins verði líka að líta í eigin barm þegar kemur að slakri frammistöðu liðsins á Evrópumótinu. Hann vorkennir landsliðsþjálfaranum Gareth Southgate sem hefur mátt þola mikla gagnrýni.

Enskir dómarar á stórleikjum föstudagsins
Átta liða úrslit Evrópumóts karla í knattspyrnu hefjast á föstudag með tveimur stórleikjum. Englendingarnir Anthony Taylor og Michael Oliver munu dæma leikina.

Arsenal með augastað á Calafiori
Arsenal, silfurlið ensku úrvalsdeildarinnar undanfarin tvö ár, hefur áhuga á einum af fáum Ítölum sem stóðu sig í stykkinu á EM í Þýskalandi.

Segir að varnarmenn geri í buxurnar þegar Gakpo fer á ferðina
Cody Gakpo, leikmaður Liverpool, fékk ansi sérstakt hrós eftir sigur Hollands á Rúmeníu, 0-3, í sextán liða úrslitum Evrópumótsins í Þýskalandi.

Rangnick drepleiddist yfir öðrum leikjum á EM: „Ég átti erfitt með að halda mér vakandi“
Ralf Rangnick, þjálfari austurríska karlalandsliðsins í Austurríki, segir að nokkrir leikir á EM í Þýskalandi hafi gengið fram af honum vegna leiðinda.

Fylgdust með hjartslætti Ronaldo í leiknum á móti Slóveníu
Það voru ekki bara augu á Cristiano Ronaldo í leiknum við Slóvena í sextán liða úrslitum Evrópumótsins því einnig var fylgst náið með hjartslætti leikmannsins í þessum mikilvæga leik.

Kallaður hinn tyrkneski Gordon Banks eftir hetjumarkvörslu sína
Tyrkir tryggðu sér sæti í átta liða úrslitum Evrópumótsins í gærkvöldi eftir 2-1 sigur á Austurríkismönnum í lokaleik sextán liða úrslitanna. Það voru margar hetjur í þessum frekar óvænta sigri tyrkneska liðsins en einn af þeim var án efa markvörðurinn Mert Gunok.

Skór á vellinum þegar Hollendingar skoruðu: Sjáðu mörkin á EM í kvöld
Hollendingar og Tyrkir urðu í kvöld tvær síðustu þjóðirnar til að tryggja sér sæti í átta liða úrslitum Evrópumótsins í fótbolta í Þýskalandi.

Enska liðið fékk einkatónleika frá Ed Sheeran
Enska landsliðið er komið áfram í átta liða úrslitin á Evrópumótinu í fótbolta eftir dramatískan sigur á Slóvökum. Þeir fengu að launum einkatónleika frá einum frægasta tónlistarmanni Englendinga.

Leysir frá brandaraskjóðunni
Kristjana Arnarsdóttir íþróttafréttamaður á RÚV átti erfitt með þáttastjórn EM stofunnar í hálfleik Portúgals og Slóveníu vegna hláturskasts. Það kom til vegna brandara frá Hjörvari Hafliðasyni sparkspekingi.

Tyrkir í átta liða úrslit: Draumabyrjun og draumakvöld hjá Demiral
Tyrkir urðu í kvöld áttunda og síðasta liðið til að tryggja sér sæti í átta liða úrslitum Evrópumótsins eftir 2-1 sigur á Austurríkismönnum í lokaleik sextán liða úrslitanna.

Cody Gakpo: Sagði við mig í gærkvöldi að ég myndi skora fyrsta markið
Cody Gakpo skoraði og lagði upp mark þegar Holland tryggði sér sæti í átta liða úrslitum á EM með 3-0 sigri á Rúmenum í kvöld.

Holland í átta liða úrslit EM í fyrsta sinn í sextán ár
Hollendingar eru komnir í átta liða úrslit á Evrópumótinu í fótbolta í Þýskalandi eftir 3-0 sigur á Rúmenum í næstsíðasta leik sextán liða úrslitanna.