Fylgdust með hjartslætti Ronaldo í leiknum á móti Slóveníu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. júlí 2024 10:00 Cristiano Ronaldo grét sáran eftir að hann klúðraði víti sínu en náði aftur tökum á sér og nýtti mikilvægt víti í vítakeppninni. Getty/Robbie Jay Barratt Það voru ekki bara augu á Cristiano Ronaldo í leiknum við Slóvena í sextán liða úrslitum Evrópumótsins því einnig var fylgst náið með hjartslætti leikmannsins í þessum mikilvæga leik. Ronaldo náði ekki að skora sitt fyrsta mark á Evrópumótinu en hann kom engu að síður mikið við sögu. Hann fékk frábært tækifæri í framlengingunni en klikkaði þá á vítaspyrnu. Hann bætti síðan fyrir það með því að skora úr fyrstu vítaspyrnu Portúgala í vítakeppninni. Ronaldo er 39 ára gamall og spilaði allar 120 mínútur leiksins. Hann fékk smá hvíld í leiknum við Georgíu en annars hefur hann verið allan tímann inn á vellinum hjá Portúgölum. Það er því athyglisvert að skoða hvernig hjartsláttur hans var á þessum æsispennandi lokamínútum á mánudagskvöldið. Ronaldo er í samstarfi við Whoop sem fékk að birta grafíska mynda af hjartslætti hans á lokakafla leiksins. Þar sést að hjartsláttur er mjög hár þegar leikurinn er flautaður af og ljóst að vítaspyrnukeppni muni ráða úrslitum. Ronaldo nær í framhaldinu að róa niður hjartslátt sinn og hann er aldrei lægri en einmitt þegar hann tekur þetta mikilvæga víti sitt í vítakeppninni. Hjartslátturinn tekur síðan kipp þegar markvörður Portúgala, Diogo Costa, ver sitt annað víti sem og við annað mark Portúgala í vítakeppninni sem Bruno Fernandes skoraði. Hjartsláttur Ronaldo rýkur síðan upp þegar Bernando Silva tryggir portúgalska liðinu sigurinn í vítakeppninni og um leið sæti í átta liða úrslitum keppninnar. Það má sjá þessa athyglisverðu grafík hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by WHOOP (@whoop) EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Fleiri fréttir Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Sjá meira
Ronaldo náði ekki að skora sitt fyrsta mark á Evrópumótinu en hann kom engu að síður mikið við sögu. Hann fékk frábært tækifæri í framlengingunni en klikkaði þá á vítaspyrnu. Hann bætti síðan fyrir það með því að skora úr fyrstu vítaspyrnu Portúgala í vítakeppninni. Ronaldo er 39 ára gamall og spilaði allar 120 mínútur leiksins. Hann fékk smá hvíld í leiknum við Georgíu en annars hefur hann verið allan tímann inn á vellinum hjá Portúgölum. Það er því athyglisvert að skoða hvernig hjartsláttur hans var á þessum æsispennandi lokamínútum á mánudagskvöldið. Ronaldo er í samstarfi við Whoop sem fékk að birta grafíska mynda af hjartslætti hans á lokakafla leiksins. Þar sést að hjartsláttur er mjög hár þegar leikurinn er flautaður af og ljóst að vítaspyrnukeppni muni ráða úrslitum. Ronaldo nær í framhaldinu að róa niður hjartslátt sinn og hann er aldrei lægri en einmitt þegar hann tekur þetta mikilvæga víti sitt í vítakeppninni. Hjartslátturinn tekur síðan kipp þegar markvörður Portúgala, Diogo Costa, ver sitt annað víti sem og við annað mark Portúgala í vítakeppninni sem Bruno Fernandes skoraði. Hjartsláttur Ronaldo rýkur síðan upp þegar Bernando Silva tryggir portúgalska liðinu sigurinn í vítakeppninni og um leið sæti í átta liða úrslitum keppninnar. Það má sjá þessa athyglisverðu grafík hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by WHOOP (@whoop)
EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Fleiri fréttir Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Sjá meira