

EM í fótbolta 2024
Evrópumótið í fótbolta karla fer fram í Þýskalandi dagana 14. júní til 14. júlí 2024.
Leikirnir

Åge um Guðlaug: Með mjög mikinn karakter
Á blaðamannafundi eftir leik Íslands og Slóvakíu fyrr í kvöld var þjálfari liðsins, Åge Hareide, spurður út í frammistöðu Guðlaugs Victors Pálssonar en hann missti stjúpföður sinn á dögunum. Guðlaugur átti mjög góðan leik og mátti ekki sjá á honum að hafa orðið fyrir áfalli skömmu fyrir leikinn.

Albert: „Hefði átt að klára færin mín betur“
Albert Guðmundsson lék í fremstu víglínu hjá íslenska karlalandsliðinu í fótbolta þegar liðið laut í lægra haldi fyrir Slóvakíu í undankeppni EM 2024 á Laugardalsvelli í kvöld. Albert við iðinn við að koma sér í góðar stöður og færi en náði ekki að reka smiðshöggið á þær sóknir.

„Áttum aldrei að tapa þessum leik“
„Menn eru bara gríðarlega svekktir. Það er erfitt að kyngja þessu tapi, það er ekki spurning,“ sagði markaskorari Íslands, Alfreð Finnbogason, eftir svekkjandi 2-1 tap liðsins gegn Slóvakíu í kvöld.

Rúnar Alex: „Seinna markið alger grís“
Rúnar Alex Rúnarsson sem stóð á milli stanganna á marki íslenska karlalandsliðsins í fótbolta segir margt jákvætt hægt að taka frá leik liðsins gegn Slóvakíu í undankeppni EM 2024 á Laugardalsvelli í kvöld þrátt fyrir svekkjandi 2-1 tap.

„Að mínu viti rífur hann mig niður“
Alfons Sampsted, leikmaður íslenska landsliðsins, var að vonum svekktur eftir 2-1 tap liðsins gegn Slóvakíu í kvöld.

Einkunnir Íslands: Guðlaugur bestur í svekkjandi tapi
Ísland tapaði 2-1 fyrir Slóvakíu í fyrsta leik karlalandsliðsins undir stjórn Age Hareide í undankeppni EM 2024 í fótbolta. Leikmönnum liðsins gekk misvel að fóta sig í svekkjandi tapi.

Portúgal heldur áfram að leika á als oddi
Portúgal fer afar vel af stað í J-riðli undankeppninnar fyrir EM 2024 í knattspyrnu karla. Portúgal vann sannfærandi 3-0 sigur á móti Bosníu Hersegóveníu í þriðju umferð undankeppninnar á Estadio da Luz í Lissabon í kvöld.

Umfjöllun: Ísland - Slóvakía 1-2 | Skrípamark gerði leiðina á EM torfæra
Íslenska karlalandsliðið í fótbolta tapaði fyrir Slóvakíu, 1-2, í J-riðli undankeppni EM 2024 í kvöld. Þetta var fyrsti leikur Íslands undir stjórn Åge Hareide.

Aron Einar meiddist í upphitun og verður ekki með
Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, spilar ekki leik dagsins við Slóvakíu í undankeppni EM 2024. Hann var upprunalega skráður í byrjunarliðið en meiðsli gerðu vart við sig í upphitun.

Leikmenn íslenska liðsins bera sorgarbönd í kvöld
Leikmenn íslenska karlalandsliðsins í fótbolta verða með sorgarbönd þegar liðið mætir Slóvakíu í undankeppni EM 2024 á Laugardalsvellinum í kvöld.

Noregur fer afleitlega af stað í undankeppninni
Skotland er með fullt hús stiga eftir þrjár umferðir í A-riðli undankeppninnar fyrir EM 2024 í fótbolta karla en skoska liðið lagði Noreg, sem fer illa af stað í undankeppninni, að velli með tveömur mörkum gegn einu á Ullevaal í Osló í dag.

Fyrsta byrjunarlið Åge: Albert og Willum byrja
Byrjunarlið íslenska karlalandsliðsins í fótbolta í leiknum mikilvæga við Slóvakíu í undankeppni EM 2024 liggur fyrir.

Lúxemborg hafði sætaskipti við Ísland
Lúxemborg skaust upp í þriðja sæti J-riðils í unankeppni EM 2024 í fótbolta karla með 2-0 sigri sínum gegn Liechtenstein í leik liðanna sem fram fór í Lúxemborg í dag.

„Ég finn fyrir því bæði á æfingum og inni á hóteli að það er einbeiting“
Bakvörðurinn Alfons Sampsted, leikmaður FC Twente og íslenska landsliðsins, var afar léttur í lundu í spjalli fyrir leikinn en sagði að leikmenn liðsins væru þó almennt mjög einbeittir og fyrirmælin frá Hareide væru skýr.

KSÍ keyrir upp þjóðhátíðarstemmingu fyrir leikinn frá kl. 15:00
Leikdag Íslands og Slóvaíku ber uppi á sjálfan þjóðhátíðardaginn, en það verður nóg um að vera við völlinn. KSÍ opnar svokallað „fan zone“ kl. 15:00 þar sem allskonar afþreying verður í boði fyrir unga sem aldna.

Rétt yfir tvö þúsund miðar eftir á stórleik kvöldsins
Búast má við mikilli stemningu á Laugardalsvelli í kvöld þegar að íslenska karlalandsliðið í fótbolta etur kappi við Slóvakíu í afar mikilvægum leik í undankeppni EM 2024.

„Við sjáum alveg hvað við getum gert til að brjóta þá niður, bæði með og án bolta“
Guðlaugur Victor Pálsson, leikmaður D.C. United og íslenska landsliðsins, segir að Åge Hareide sé búinn að undirbúa íslenska hópinn vel fyrir leikinn gegn Slóvakíu og telur að Ísland eigi góða möguleika á að sækja þrjú stig í kvöld.

„Við verðum að ná í úrslit og förum auðvitað í leikinn til að vinna hann“
Framherjinn Alfreð Finnbogason, leikmaður Lyngby og íslenska landsliðsins, er vel stemmdur fyrir komandi landsliðsverkefni í undankeppni EM. Hann segir alltaf gaman að koma heim til Íslands á sumrin og segir að liðið stefni á sigur í dag.

Leik lokið: Malta - England 0-4 | Kane bætti í markametið
England vann auðveldan sigur á Möltu undankeppni EM 2024 í knattspyrnu. Sumir reiknuðu eflaust með fleiri mörkum en þægilegur 0-4 sigur var niðurstaðan.

Leik lokið: Danmörk - Norður Írland 1-0 | Danir á toppinn í H-riðli
Eftir óvænt tap í Kasakstan mátti Danmörk ekki við því að tapa stigum á heimavelli í undankeppni EM 2024 í knattspyrnu. N-Írar mættu til Kaupmannahafnar í von um að lyfta sér upp fyrir Dani í H-riðli en varð ekki kápan úr því klæðinu.

Vonast til að hárið á Hamsik fái fólk á völlinn
Landsliðsþjálfari Íslands í fótbolta vill ekki að Marek Hamsik og Milan Skrniar, tvær af skærustu stjörnum Slóvakíu, spili leikinn gegn Íslandi bara því þeir séu ekki í sínu besta standi. Hann segir þó að Hamsik geti trekkt fólk að.

Svona var blaðamannafundur Íslands fyrir leikinn gegn Slóvakíu
Blaðamannafundur fyrir leik Íslands og Slóvakíu í undankeppni EM 2024 í knattspyrnu fór fram klukkan 12.45 í Laugardal í dag. Landsliðsþjálfarinn Åge Hareide og fyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson sátu fyrir svörum og sjá má upptöku af fundinum hér að neðan.

Arnór meiddur og ekki með
Arnór Sigurðsson hefur þurft að draga sig út úr landsliðshópnum í fótbolta og verður ekki með í leikjunum gegn Slóvakíu og Portúgal í undankeppni EM 2024.

Lars horfði á lokaæfinguna fyrir Slóvakíuleikinn
Lars Lagerbäck var á Laugardalsvelli í hádeginu og fylgdist með síðustu æfingu íslenska karlalandsliðsins fyrir leikinn mikilvæga gegn Slóvakíu í undankeppni EM 2024.

Þjálfari Slóvakíu segir Ísland með sterka liðsheild og býst við líkamlega erfiðum leik
Francesco Calzona, þjálfari Slóvakíu, er spenntur fyrir leik Íslands og Slóvakíu þann 17. júní. Hann segir íslenska liðið spila sem eina liðsheild og býst við líkamlega erfiðum leik.

Lagerbäck: „Afar góð ákvörðun hjá KSÍ að ráða Åge til starfa“
Lars Lagerbäck, fyrrum landsliðsþjálfari íslenska landsliðsins í fótbolta, er spenntur fyrir stjórnartíð Åge Hareide með liðið. Aðstæður nú séu að mörgu leiti ansi svipaðar þeim sem voru til staðar þegar Lars tók við liðinu á sínum tíma.

„Auðvitað er þetta gríðarlega mikilvægur leikur í riðlinum“
Jón Dagur Þorsteinsson, leikmaður OH Leuven í Belgíu og íslenska landsliðsins, segist fullur tilhlökkunar fyrir komandi landsliðverkefni í undankeppni EM. Ísland mætir Slóvakíu á sjálfan þjóðarhátíðardaginn, 17. júní kl. 18:45.

„Áttum okkur á að leikurinn á laugardag er mjög mikilvægur upp á framhaldið“
Landsliðsmaðurinn Arnór Sigurðsson er spenntur fyrir leik Íslands og Slóvakíu á Laugardalsvelli á laugardaginn kemur. Hann segir mikilvægt að einbeita sér fyrst að þeim leik áður en horft til leiksins gegn Portúgal þremur dögum síðar.

Alfreð vill vera áfram hjá Lyngby en Arnór er á leiðinni frá Nörrköping og fer ekki aftur til Rússlands
Alfreð Finnbogason segist hafa lært mikið af því þegar hann vann síðast með Age Hareide fyrir rúmlega áratugi síðan.

Haaland hættur að fagna og lentur í Noregi
Erling Haaland er kominn heim til Noregs eftir stíf fagnaðarhöld Manchester City í kjölfar þess að liðið tryggði sér þrennuna með sigri á Inter í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu á laugardag.