„Ég finn fyrir því bæði á æfingum og inni á hóteli að það er einbeiting“ Siggeir Ævarsson skrifar 17. júní 2023 13:59 Alfons Sampsted fagnar því að geta loksins talað smá íslensku vísir/Diego Bakvörðurinn Alfons Sampsted, leikmaður FC Twente og íslenska landsliðsins, var afar léttur í lundu í spjalli fyrir leikinn en sagði að leikmenn liðsins væru þó almennt mjög einbeittir og fyrirmælin frá Hareide væru skýr. Hann sagði ekki mikið rætt um mikilvægi leiksins og að ná fram góðum úrslitum. Fókusinn væri á mikilvægi undirbúningsins, sem væri búinn að vera góður og allir væru einbeittir í sínum verkefnum. „Ekki beint um mikilvægi leiksins. Við erum búnir að tala um mikilvægi þess að undirbúa okkur fyrir leikinn. Ég finn fyrir því bæði á æfingum og inni á hóteli að það er einbeiting. Þegar við setjumst niður og erum með fundi eru allir að hlusta og þegar við erum að vinna í hlutum út á æfingasvæði.“ „Á meðan við erum að vinna eru menn einbeittir. En þess á milli þá er bara nokkuð létt yfir mönnum. Menn eru bara í stuði.“ FC Twente enduðu tímabilið í Hollandi á háu nótunum. Alfons sagði að það væri mjög gott að koma inn í þetta landsliðsverkefni beint úr þeirri stemmingu og það væri líka gott að geta talað íslensku við fólk á ný. „Það var mjög gaman. Það er náttúrulega alltaf gaman að hitta strákana og geta aðeins talað íslensku og koma inn í íslenska hugarfarið aftur. En eins þú segir, þá gekk mjög vel úti og við enduðum á mjög góðum nótum.“ „Við endum í 5. sæti deildinnar, förum í umspilið og klárum þessar tvær umferðir sem voru þar og erum með miðann í Sambandsdeildina á næsta ári. Það gefur bæði mér og stuðningsmönnum heilan helling. Styttir aðeins sumarfríið en það skiptir ekki máli. Það verður virkilega gaman að koma aftur.“ Líður orðið eins og heima hjá sér Alfons fékk takmarkaðan spilatíma undir lok tímabilsins en Hollendingurinn Joshua Brenet, sem keppir upp stöðu hægri bakvarðar við Alfons, fór á kostum. Hann skoraði tíu mörk á tímabilinu og lagði upp fjögur. Alfons hefur þó ekki látið samkeppnina draga úr sér og hefur nýtt tímann vel og sagði framhaldið vera spennandi. „Fyrir mig, virkilega spennandi. Ég er búinn að nýta síðustu 4-5 mánuði síðan ég kom vel til að læra tungumálið, læra inn á leikstílinn. Þetta er náttúrulega öðruvísi leikstíll en í Noregi. Fara að líða vel, líða eins og heima. Núna finnst mér eins og allt sé komið á sinn stað til að fara að standa sig.“ Alfons líst vel á nýja landsliðsþjálfarann, Åge Hareide. „Virkilega vel. Hann hefur ekki haft mikinn tíma en hugmyndirnar hans og leikstíllinn og það sem hann vill fá frá okkur er virkilega skýrt. Það er mjög létt að skilja hvað hann vill að við komum með inn í liðið. Mér líður þannig eftir þrjár æfingar að ég sé með virkilega góða hugmynd af því um hvað mitt hlutverk er og það er góður staður til að vera á fyrir þessa tvo leiki sem eru að koma.“ Viðtalið í heild má horfa á í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Alfons um Slóvakana Fótbolti Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Sport Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Enski boltinn Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Fótbolti Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Íslenski boltinn Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Enski boltinn Fleiri fréttir Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Barcelona með fjögurra stiga forskot inn í nýtt ár Alvöru innkoma: Kjartan með stoðsendingu gegn Celtic í sínum fyrsta leik Sandra María hetjan og með þeim markahæstu í Þýskalandi Katla skoraði annan leikinn í röð Tómas Bent og félagar unnu Rangers og náðu átta stiga forskoti á toppnum Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Hildur áfram í bikarnum og Amanda enn á toppnum Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Sjá meira
Hann sagði ekki mikið rætt um mikilvægi leiksins og að ná fram góðum úrslitum. Fókusinn væri á mikilvægi undirbúningsins, sem væri búinn að vera góður og allir væru einbeittir í sínum verkefnum. „Ekki beint um mikilvægi leiksins. Við erum búnir að tala um mikilvægi þess að undirbúa okkur fyrir leikinn. Ég finn fyrir því bæði á æfingum og inni á hóteli að það er einbeiting. Þegar við setjumst niður og erum með fundi eru allir að hlusta og þegar við erum að vinna í hlutum út á æfingasvæði.“ „Á meðan við erum að vinna eru menn einbeittir. En þess á milli þá er bara nokkuð létt yfir mönnum. Menn eru bara í stuði.“ FC Twente enduðu tímabilið í Hollandi á háu nótunum. Alfons sagði að það væri mjög gott að koma inn í þetta landsliðsverkefni beint úr þeirri stemmingu og það væri líka gott að geta talað íslensku við fólk á ný. „Það var mjög gaman. Það er náttúrulega alltaf gaman að hitta strákana og geta aðeins talað íslensku og koma inn í íslenska hugarfarið aftur. En eins þú segir, þá gekk mjög vel úti og við enduðum á mjög góðum nótum.“ „Við endum í 5. sæti deildinnar, förum í umspilið og klárum þessar tvær umferðir sem voru þar og erum með miðann í Sambandsdeildina á næsta ári. Það gefur bæði mér og stuðningsmönnum heilan helling. Styttir aðeins sumarfríið en það skiptir ekki máli. Það verður virkilega gaman að koma aftur.“ Líður orðið eins og heima hjá sér Alfons fékk takmarkaðan spilatíma undir lok tímabilsins en Hollendingurinn Joshua Brenet, sem keppir upp stöðu hægri bakvarðar við Alfons, fór á kostum. Hann skoraði tíu mörk á tímabilinu og lagði upp fjögur. Alfons hefur þó ekki látið samkeppnina draga úr sér og hefur nýtt tímann vel og sagði framhaldið vera spennandi. „Fyrir mig, virkilega spennandi. Ég er búinn að nýta síðustu 4-5 mánuði síðan ég kom vel til að læra tungumálið, læra inn á leikstílinn. Þetta er náttúrulega öðruvísi leikstíll en í Noregi. Fara að líða vel, líða eins og heima. Núna finnst mér eins og allt sé komið á sinn stað til að fara að standa sig.“ Alfons líst vel á nýja landsliðsþjálfarann, Åge Hareide. „Virkilega vel. Hann hefur ekki haft mikinn tíma en hugmyndirnar hans og leikstíllinn og það sem hann vill fá frá okkur er virkilega skýrt. Það er mjög létt að skilja hvað hann vill að við komum með inn í liðið. Mér líður þannig eftir þrjár æfingar að ég sé með virkilega góða hugmynd af því um hvað mitt hlutverk er og það er góður staður til að vera á fyrir þessa tvo leiki sem eru að koma.“ Viðtalið í heild má horfa á í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Alfons um Slóvakana
Fótbolti Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Sport Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Enski boltinn Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Fótbolti Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Íslenski boltinn Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Enski boltinn Fleiri fréttir Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Barcelona með fjögurra stiga forskot inn í nýtt ár Alvöru innkoma: Kjartan með stoðsendingu gegn Celtic í sínum fyrsta leik Sandra María hetjan og með þeim markahæstu í Þýskalandi Katla skoraði annan leikinn í röð Tómas Bent og félagar unnu Rangers og náðu átta stiga forskoti á toppnum Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Hildur áfram í bikarnum og Amanda enn á toppnum Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Sjá meira