„Að mínu viti rífur hann mig niður“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 17. júní 2023 21:43 Alfons Sampsted var eðlilega svekktur eftir tapið í kvöld. VÍSIR/HULDA MARGRÉT Alfons Sampsted, leikmaður íslenska landsliðsins, var að vonum svekktur eftir 2-1 tap liðsins gegn Slóvakíu í kvöld. „Stemningin í klefanum er þung. Persónulega hefðum við getað nýtt fyrri hálfleikinn betur og fengið meira út úr honum en við gerðum,“ sagði Alfons í leikslok. „Við mættum með mikinn kraft, en síðan rennur það út í sandinn í seinni hálfleikinn þegar þessi orka og kraftur og færi sem við vorum að skapa í fyrri hálfleik voru ekki alveg að koma. Þannig að þetta var súrt því við teljum okkur hafa getað fengið meira út úr þessum leik. En heilt yfir var þetta kannski allt í lagi leikur.“ Íslenska liðið missti fyrirliðann Aron Einar Gunnarsson úr liðinu stuttu fyrir leik, en hann meiddist í upphitun. „Það hefur alltaf einhver áhrif. Við erum búnir að undirbúa eitthvað upplegg en síðan breytist það. En miðað við þennan fyrri hálfleik þá vorum við kannski með þá orku sem til þurfti þannig það er kannski ekki hægt að kenna því um.“ En hvað veldur því að liðið heldur ekki sama orkustigi eftir hálfleikshléið? „Við hlaupum nú nokkuð mikið, en kannski hefði mátt nýta þá tímapunkta sem við höfðum til að stjórna leiknum og láta þá hlaupa. Við gerum kannski of lítið af því. En heilt yfir eru jákvæðir punktar þarna sem við getum tekið með okkur, en þetta er að sjálfsögðu svekkjandi.“ Sigurmark Slóvaka var skoðað í VAR-herberginu þar sem mögulega var brotið á Alfons í aðdraganda marksins. Hann segir að um klárt brot hafi verið að ræða, en ekkert var dæmt. „Ég ætla bara að taka mér mína stöðu og setja líkamann á milli manns og bolta, en að mínu viti þá rífur hann mig niður og það hefði mátt dæma aukaspyrnu. Ég hef reyndar ekki séð þetta aftur þannig ég veit ekki hvernig þetta lítur út frá dómaranum séð. Ég sé samt ekki hagnaðinn í því fyrir mig að vera að henda mér niður.“ „Það er það sem ég finn [að togað sé í hann] og eins og ég segi þá sé ég ekki alveg hagnaðinn í því að vera eitthvað að henda mér niður. Þannig að það er eitthvað sem fær mig til að detta.“ Þá segir Alfons að skilaboðin frá Åge Hareide, þjálfara liðsins, hafi verið skýr eftir leik. Ísland tekur á móti Portúgal eftir þrjá daga og „Skilaboðin voru skýr. Það eru jákvæðir hlutir og það er eitthvað sem við getum tekið með okkur. Nú er bara leikur eftir þrjá daga og við höfum engan tíma til að vera svekkja okkur og missa andann sem við vorum búnir að byggja upp fyrir þennan leik. Það er bara ekkert í boði. Nú fáum við tvo daga til að jafna okkur og svo er bara að mæta með orku í úrslitaleik á móti Portúgal,“ sagði Alfons að lokum. Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Tengdar fréttir Einkunnir Íslands: Guðlaugur bestur í svekkjandi tapi Ísland tapaði 2-1 fyrir Slóvakíu í fyrsta leik karlalandsliðsins undir stjórn Age Hareide í undankeppni EM 2024 í fótbolta. Leikmönnum liðsins gekk misvel að fóta sig í svekkjandi tapi. 17. júní 2023 21:00 Einkunnir Íslands: Guðlaugur bestur í svekkjandi tapi Ísland tapaði 2-1 fyrir Slóvakíu í fyrsta leik karlalandsliðsins undir stjórn Age Hareide í undankeppni EM 2024 í fótbolta. Leikmönnum liðsins gekk misvel að fóta sig í svekkjandi tapi. 17. júní 2023 21:00 Umfjöllun: Ísland - Slóvakía 1-2 | Skrípamark gerði leiðina á EM torfæra Íslenska karlalandsliðið í fótbolta tapaði fyrir Slóvakíu, 1-2, í J-riðli undankeppni EM 2024 í kvöld. Þetta var fyrsti leikur Íslands undir stjórn Åge Hareide. 17. júní 2023 20:30 Mest lesið Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Sport Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Enski boltinn Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Íslenski boltinn Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Fótbolti Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Enski boltinn Fleiri fréttir Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Barcelona með fjögurra stiga forskot inn í nýtt ár Alvöru innkoma: Kjartan með stoðsendingu gegn Celtic í sínum fyrsta leik Sandra María hetjan og með þeim markahæstu í Þýskalandi Katla skoraði annan leikinn í röð Tómas Bent og félagar unnu Rangers og náðu átta stiga forskoti á toppnum Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Hildur áfram í bikarnum og Amanda enn á toppnum Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Sjá meira
„Stemningin í klefanum er þung. Persónulega hefðum við getað nýtt fyrri hálfleikinn betur og fengið meira út úr honum en við gerðum,“ sagði Alfons í leikslok. „Við mættum með mikinn kraft, en síðan rennur það út í sandinn í seinni hálfleikinn þegar þessi orka og kraftur og færi sem við vorum að skapa í fyrri hálfleik voru ekki alveg að koma. Þannig að þetta var súrt því við teljum okkur hafa getað fengið meira út úr þessum leik. En heilt yfir var þetta kannski allt í lagi leikur.“ Íslenska liðið missti fyrirliðann Aron Einar Gunnarsson úr liðinu stuttu fyrir leik, en hann meiddist í upphitun. „Það hefur alltaf einhver áhrif. Við erum búnir að undirbúa eitthvað upplegg en síðan breytist það. En miðað við þennan fyrri hálfleik þá vorum við kannski með þá orku sem til þurfti þannig það er kannski ekki hægt að kenna því um.“ En hvað veldur því að liðið heldur ekki sama orkustigi eftir hálfleikshléið? „Við hlaupum nú nokkuð mikið, en kannski hefði mátt nýta þá tímapunkta sem við höfðum til að stjórna leiknum og láta þá hlaupa. Við gerum kannski of lítið af því. En heilt yfir eru jákvæðir punktar þarna sem við getum tekið með okkur, en þetta er að sjálfsögðu svekkjandi.“ Sigurmark Slóvaka var skoðað í VAR-herberginu þar sem mögulega var brotið á Alfons í aðdraganda marksins. Hann segir að um klárt brot hafi verið að ræða, en ekkert var dæmt. „Ég ætla bara að taka mér mína stöðu og setja líkamann á milli manns og bolta, en að mínu viti þá rífur hann mig niður og það hefði mátt dæma aukaspyrnu. Ég hef reyndar ekki séð þetta aftur þannig ég veit ekki hvernig þetta lítur út frá dómaranum séð. Ég sé samt ekki hagnaðinn í því fyrir mig að vera að henda mér niður.“ „Það er það sem ég finn [að togað sé í hann] og eins og ég segi þá sé ég ekki alveg hagnaðinn í því að vera eitthvað að henda mér niður. Þannig að það er eitthvað sem fær mig til að detta.“ Þá segir Alfons að skilaboðin frá Åge Hareide, þjálfara liðsins, hafi verið skýr eftir leik. Ísland tekur á móti Portúgal eftir þrjá daga og „Skilaboðin voru skýr. Það eru jákvæðir hlutir og það er eitthvað sem við getum tekið með okkur. Nú er bara leikur eftir þrjá daga og við höfum engan tíma til að vera svekkja okkur og missa andann sem við vorum búnir að byggja upp fyrir þennan leik. Það er bara ekkert í boði. Nú fáum við tvo daga til að jafna okkur og svo er bara að mæta með orku í úrslitaleik á móti Portúgal,“ sagði Alfons að lokum.
Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Tengdar fréttir Einkunnir Íslands: Guðlaugur bestur í svekkjandi tapi Ísland tapaði 2-1 fyrir Slóvakíu í fyrsta leik karlalandsliðsins undir stjórn Age Hareide í undankeppni EM 2024 í fótbolta. Leikmönnum liðsins gekk misvel að fóta sig í svekkjandi tapi. 17. júní 2023 21:00 Einkunnir Íslands: Guðlaugur bestur í svekkjandi tapi Ísland tapaði 2-1 fyrir Slóvakíu í fyrsta leik karlalandsliðsins undir stjórn Age Hareide í undankeppni EM 2024 í fótbolta. Leikmönnum liðsins gekk misvel að fóta sig í svekkjandi tapi. 17. júní 2023 21:00 Umfjöllun: Ísland - Slóvakía 1-2 | Skrípamark gerði leiðina á EM torfæra Íslenska karlalandsliðið í fótbolta tapaði fyrir Slóvakíu, 1-2, í J-riðli undankeppni EM 2024 í kvöld. Þetta var fyrsti leikur Íslands undir stjórn Åge Hareide. 17. júní 2023 20:30 Mest lesið Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Sport Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Enski boltinn Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Íslenski boltinn Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Fótbolti Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Enski boltinn Fleiri fréttir Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Barcelona með fjögurra stiga forskot inn í nýtt ár Alvöru innkoma: Kjartan með stoðsendingu gegn Celtic í sínum fyrsta leik Sandra María hetjan og með þeim markahæstu í Þýskalandi Katla skoraði annan leikinn í röð Tómas Bent og félagar unnu Rangers og náðu átta stiga forskoti á toppnum Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Hildur áfram í bikarnum og Amanda enn á toppnum Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Sjá meira
Einkunnir Íslands: Guðlaugur bestur í svekkjandi tapi Ísland tapaði 2-1 fyrir Slóvakíu í fyrsta leik karlalandsliðsins undir stjórn Age Hareide í undankeppni EM 2024 í fótbolta. Leikmönnum liðsins gekk misvel að fóta sig í svekkjandi tapi. 17. júní 2023 21:00
Einkunnir Íslands: Guðlaugur bestur í svekkjandi tapi Ísland tapaði 2-1 fyrir Slóvakíu í fyrsta leik karlalandsliðsins undir stjórn Age Hareide í undankeppni EM 2024 í fótbolta. Leikmönnum liðsins gekk misvel að fóta sig í svekkjandi tapi. 17. júní 2023 21:00
Umfjöllun: Ísland - Slóvakía 1-2 | Skrípamark gerði leiðina á EM torfæra Íslenska karlalandsliðið í fótbolta tapaði fyrir Slóvakíu, 1-2, í J-riðli undankeppni EM 2024 í kvöld. Þetta var fyrsti leikur Íslands undir stjórn Åge Hareide. 17. júní 2023 20:30