„Við sjáum alveg hvað við getum gert til að brjóta þá niður, bæði með og án bolta“ Siggeir Ævarsson skrifar 17. júní 2023 12:05 Guðlaugur Victor Pálsson segir Ísland eiga góða möguleika á sigri gegn Slóvökum í kvöld Vísir/Vilhelm Guðlaugur Victor Pálsson, leikmaður D.C. United og íslenska landsliðsins, segir að Åge Hareide sé búinn að undirbúa íslenska hópinn vel fyrir leikinn gegn Slóvakíu og telur að Ísland eigi góða möguleika á að sækja þrjú stig í kvöld. „Við erum að undirbúa okkur mjög vel. Við erum að æfa vel og erum mikið að leikgreina. Flestir leikmennirnir eru búnir að vera hérna lengur en ég, ég er bara nýkominn. En það er farið í öll þau smáatriði sem þarf svo að við vinnum þennan mikilvæga leik.“ Guðlaugur vildi ekki eyða of mörgum orðum í stórleikinn gegn Portúgal á þriðjudaginn. Leikurinn gegn Slóvakíu væri verkefnið sem hópurinn er að hugsa um núna. „Að sjálfsögðu verður það gaman. Eins og þú sérð þá er þjóðin spenntari fyrir því en Slóvakíu en það er annað mál. En ég vil bara fókusera á laugardagsleikinn.“ Hann sagði að Ísland ætti góðan séns á að ná í stigin þrjú í kvöld en það yrði ekki auðsótt. „Þeir eru klárlega til staðar. Þetta er gott lið. Þetta eru leikmenn sem eru að spila í mjög góðum liðum í góðum deildum. En við sjáum alveg hvað við getum gert til að brjóta þá niður, bæði með og án bolta. En eins og ég segi, við erum bara líka þannig lið að við þurfum að vera allir upp á tíu til að ná í góð úrslit.“ Guðlaugur segir að hópurinn sé vel stemmdur enda séu leikmennirnir farnir að þekkjast vel. „Bara mjög flottur. Við náttúrulega þekkja allir hvern annan og erum allir búnir að spila vel. Kannski einn tveir sem eru að koma inn í þetta núna, ungir og efnilegir strákar en heilt yfir mjög jákvætt.“ Hann segir að Åge Hareide hafi komið sterkur inn, en Guðlaugur kannast aðeins við hans fyrri störf síðan hann spilaði sjálfur í Svíþjóð. Hareide er búinn að leggja upp með ákveðið plan og allir þekki sín hlutverk og nú sé það liðsins að fara eftir því. „Mér líst mjög vel á hann. Ég þekki aðeins til hans frá tímanum mínum í Svíþjóð. Þetta er maður sem hefur gert frábæra hluti bæði með félagsliðum og landsliðum og hann veit alveg hvað hann er að gera. Hann er mjög skýr. Við erum búnir að fara mikið í gegnum taktíkina og hvernig hann vill gera þetta. Hann er mjög skýr og vill hafa hlutina svona og því verður bara að fylgja.“ Viðtalið í heild við Guðlaug Victor má sjá hér að neðan, en í seinni hluta þess fer hann yfir stöðuna í bandarísku deildinni, samstarfið við Wayne Rooney þjálfara D.C. United og áhrif komu Lionel Messi á deildina. Klippa: Guðlaugur Victor um Slóvakíu Fótbolti Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Handbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti „Þetta er mjög ljúft“ Handbolti Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Fótbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Handbolti Hummels kom Rómverjum til bjargar Fótbolti Hófu titilvörnina með öruggum sigri Handbolti Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Fleiri fréttir Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Yamal Gulldrengur ársins og López Gullstúlka ársins Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Dramatík á Villa Park Mascherano þjálfar Messi á Miami Elfar Árni heim í Völsung „Gefur enga mynd af því sem við erum að fara að ganga í gegnum“ Amma Bellinghams fór ekki út úr húsi á meðan EM stóð Sjá meira
„Við erum að undirbúa okkur mjög vel. Við erum að æfa vel og erum mikið að leikgreina. Flestir leikmennirnir eru búnir að vera hérna lengur en ég, ég er bara nýkominn. En það er farið í öll þau smáatriði sem þarf svo að við vinnum þennan mikilvæga leik.“ Guðlaugur vildi ekki eyða of mörgum orðum í stórleikinn gegn Portúgal á þriðjudaginn. Leikurinn gegn Slóvakíu væri verkefnið sem hópurinn er að hugsa um núna. „Að sjálfsögðu verður það gaman. Eins og þú sérð þá er þjóðin spenntari fyrir því en Slóvakíu en það er annað mál. En ég vil bara fókusera á laugardagsleikinn.“ Hann sagði að Ísland ætti góðan séns á að ná í stigin þrjú í kvöld en það yrði ekki auðsótt. „Þeir eru klárlega til staðar. Þetta er gott lið. Þetta eru leikmenn sem eru að spila í mjög góðum liðum í góðum deildum. En við sjáum alveg hvað við getum gert til að brjóta þá niður, bæði með og án bolta. En eins og ég segi, við erum bara líka þannig lið að við þurfum að vera allir upp á tíu til að ná í góð úrslit.“ Guðlaugur segir að hópurinn sé vel stemmdur enda séu leikmennirnir farnir að þekkjast vel. „Bara mjög flottur. Við náttúrulega þekkja allir hvern annan og erum allir búnir að spila vel. Kannski einn tveir sem eru að koma inn í þetta núna, ungir og efnilegir strákar en heilt yfir mjög jákvætt.“ Hann segir að Åge Hareide hafi komið sterkur inn, en Guðlaugur kannast aðeins við hans fyrri störf síðan hann spilaði sjálfur í Svíþjóð. Hareide er búinn að leggja upp með ákveðið plan og allir þekki sín hlutverk og nú sé það liðsins að fara eftir því. „Mér líst mjög vel á hann. Ég þekki aðeins til hans frá tímanum mínum í Svíþjóð. Þetta er maður sem hefur gert frábæra hluti bæði með félagsliðum og landsliðum og hann veit alveg hvað hann er að gera. Hann er mjög skýr. Við erum búnir að fara mikið í gegnum taktíkina og hvernig hann vill gera þetta. Hann er mjög skýr og vill hafa hlutina svona og því verður bara að fylgja.“ Viðtalið í heild við Guðlaug Victor má sjá hér að neðan, en í seinni hluta þess fer hann yfir stöðuna í bandarísku deildinni, samstarfið við Wayne Rooney þjálfara D.C. United og áhrif komu Lionel Messi á deildina. Klippa: Guðlaugur Victor um Slóvakíu
Fótbolti Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Handbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti „Þetta er mjög ljúft“ Handbolti Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Fótbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Handbolti Hummels kom Rómverjum til bjargar Fótbolti Hófu titilvörnina með öruggum sigri Handbolti Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Fleiri fréttir Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Yamal Gulldrengur ársins og López Gullstúlka ársins Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Dramatík á Villa Park Mascherano þjálfar Messi á Miami Elfar Árni heim í Völsung „Gefur enga mynd af því sem við erum að fara að ganga í gegnum“ Amma Bellinghams fór ekki út úr húsi á meðan EM stóð Sjá meira