„Við sjáum alveg hvað við getum gert til að brjóta þá niður, bæði með og án bolta“ Siggeir Ævarsson skrifar 17. júní 2023 12:05 Guðlaugur Victor Pálsson segir Ísland eiga góða möguleika á sigri gegn Slóvökum í kvöld Vísir/Vilhelm Guðlaugur Victor Pálsson, leikmaður D.C. United og íslenska landsliðsins, segir að Åge Hareide sé búinn að undirbúa íslenska hópinn vel fyrir leikinn gegn Slóvakíu og telur að Ísland eigi góða möguleika á að sækja þrjú stig í kvöld. „Við erum að undirbúa okkur mjög vel. Við erum að æfa vel og erum mikið að leikgreina. Flestir leikmennirnir eru búnir að vera hérna lengur en ég, ég er bara nýkominn. En það er farið í öll þau smáatriði sem þarf svo að við vinnum þennan mikilvæga leik.“ Guðlaugur vildi ekki eyða of mörgum orðum í stórleikinn gegn Portúgal á þriðjudaginn. Leikurinn gegn Slóvakíu væri verkefnið sem hópurinn er að hugsa um núna. „Að sjálfsögðu verður það gaman. Eins og þú sérð þá er þjóðin spenntari fyrir því en Slóvakíu en það er annað mál. En ég vil bara fókusera á laugardagsleikinn.“ Hann sagði að Ísland ætti góðan séns á að ná í stigin þrjú í kvöld en það yrði ekki auðsótt. „Þeir eru klárlega til staðar. Þetta er gott lið. Þetta eru leikmenn sem eru að spila í mjög góðum liðum í góðum deildum. En við sjáum alveg hvað við getum gert til að brjóta þá niður, bæði með og án bolta. En eins og ég segi, við erum bara líka þannig lið að við þurfum að vera allir upp á tíu til að ná í góð úrslit.“ Guðlaugur segir að hópurinn sé vel stemmdur enda séu leikmennirnir farnir að þekkjast vel. „Bara mjög flottur. Við náttúrulega þekkja allir hvern annan og erum allir búnir að spila vel. Kannski einn tveir sem eru að koma inn í þetta núna, ungir og efnilegir strákar en heilt yfir mjög jákvætt.“ Hann segir að Åge Hareide hafi komið sterkur inn, en Guðlaugur kannast aðeins við hans fyrri störf síðan hann spilaði sjálfur í Svíþjóð. Hareide er búinn að leggja upp með ákveðið plan og allir þekki sín hlutverk og nú sé það liðsins að fara eftir því. „Mér líst mjög vel á hann. Ég þekki aðeins til hans frá tímanum mínum í Svíþjóð. Þetta er maður sem hefur gert frábæra hluti bæði með félagsliðum og landsliðum og hann veit alveg hvað hann er að gera. Hann er mjög skýr. Við erum búnir að fara mikið í gegnum taktíkina og hvernig hann vill gera þetta. Hann er mjög skýr og vill hafa hlutina svona og því verður bara að fylgja.“ Viðtalið í heild við Guðlaug Victor má sjá hér að neðan, en í seinni hluta þess fer hann yfir stöðuna í bandarísku deildinni, samstarfið við Wayne Rooney þjálfara D.C. United og áhrif komu Lionel Messi á deildina. Klippa: Guðlaugur Victor um Slóvakíu Fótbolti Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Handbolti „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Fótbolti Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann Íslenski boltinn „Ég fer bara sáttur á koddann“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“ „Kærkominn sigur eftir vonbrigðin í fyrstu umferðunum“ „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Ari á skotskónum í dramatískum sigri Elfsborg Meistaradeildarvonir Alberts og félaga vænkast Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Real Madrid fer liða verst út úr myndbandsdómgæslunni Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Frans páfa Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Sjá meira
„Við erum að undirbúa okkur mjög vel. Við erum að æfa vel og erum mikið að leikgreina. Flestir leikmennirnir eru búnir að vera hérna lengur en ég, ég er bara nýkominn. En það er farið í öll þau smáatriði sem þarf svo að við vinnum þennan mikilvæga leik.“ Guðlaugur vildi ekki eyða of mörgum orðum í stórleikinn gegn Portúgal á þriðjudaginn. Leikurinn gegn Slóvakíu væri verkefnið sem hópurinn er að hugsa um núna. „Að sjálfsögðu verður það gaman. Eins og þú sérð þá er þjóðin spenntari fyrir því en Slóvakíu en það er annað mál. En ég vil bara fókusera á laugardagsleikinn.“ Hann sagði að Ísland ætti góðan séns á að ná í stigin þrjú í kvöld en það yrði ekki auðsótt. „Þeir eru klárlega til staðar. Þetta er gott lið. Þetta eru leikmenn sem eru að spila í mjög góðum liðum í góðum deildum. En við sjáum alveg hvað við getum gert til að brjóta þá niður, bæði með og án bolta. En eins og ég segi, við erum bara líka þannig lið að við þurfum að vera allir upp á tíu til að ná í góð úrslit.“ Guðlaugur segir að hópurinn sé vel stemmdur enda séu leikmennirnir farnir að þekkjast vel. „Bara mjög flottur. Við náttúrulega þekkja allir hvern annan og erum allir búnir að spila vel. Kannski einn tveir sem eru að koma inn í þetta núna, ungir og efnilegir strákar en heilt yfir mjög jákvætt.“ Hann segir að Åge Hareide hafi komið sterkur inn, en Guðlaugur kannast aðeins við hans fyrri störf síðan hann spilaði sjálfur í Svíþjóð. Hareide er búinn að leggja upp með ákveðið plan og allir þekki sín hlutverk og nú sé það liðsins að fara eftir því. „Mér líst mjög vel á hann. Ég þekki aðeins til hans frá tímanum mínum í Svíþjóð. Þetta er maður sem hefur gert frábæra hluti bæði með félagsliðum og landsliðum og hann veit alveg hvað hann er að gera. Hann er mjög skýr. Við erum búnir að fara mikið í gegnum taktíkina og hvernig hann vill gera þetta. Hann er mjög skýr og vill hafa hlutina svona og því verður bara að fylgja.“ Viðtalið í heild við Guðlaug Victor má sjá hér að neðan, en í seinni hluta þess fer hann yfir stöðuna í bandarísku deildinni, samstarfið við Wayne Rooney þjálfara D.C. United og áhrif komu Lionel Messi á deildina. Klippa: Guðlaugur Victor um Slóvakíu
Fótbolti Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Handbolti „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Fótbolti Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann Íslenski boltinn „Ég fer bara sáttur á koddann“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“ „Kærkominn sigur eftir vonbrigðin í fyrstu umferðunum“ „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Ari á skotskónum í dramatískum sigri Elfsborg Meistaradeildarvonir Alberts og félaga vænkast Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Real Madrid fer liða verst út úr myndbandsdómgæslunni Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Frans páfa Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Sjá meira