Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hraun ógnar nú innviðum af ýmsu tagi í Svartsengi, þar sem unnið er hörðum höndum að því að hækka varnargarða og bjarga mikilvægum rafmagnsmöstrum. Formaður Samtaka ferðaþjónustunnar segir brýnt að Bláa lónið verði opnað um leið og það er öruggt. Hann óttast ekki að sláandi myndir frá síðustu dögum hafi fælingarmátt. Innlent 23. nóvember 2024 19:52
Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið HS Orka biður viðskiptavini sína á Suðurnesjum um að vera undir það búin að eldgosið við Grindavík gæti haft áhrif á afhendingu á heitu vatni. Íbúar eru hvattir til að fara sparlega með heita vatnið og halda varma inn í húsum með því að hafa glugga lokaða. Innlent 23. nóvember 2024 18:25
Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Enn gýs á þremur stöðum í eldgosinu við Sundhnúksgíga og er virknin enn nokkuð stöðug. Jafnframt mælist gosórói stöðugur en engir jarðskjálftar hafa mælst á svæðinu. Staðan er viðkvæm hvað varðar möguleg áhrif á innviði í og við Svartsengi vegna hraunflæðis. Innlent 23. nóvember 2024 15:39
„Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Framkvæmdastjóri hjá Bláa lóninu segir tilkynningu um opnun lónsins næsta föstudag alls ekki endanlega. Staðan sé endurmetin á hverjum degi. Mikil vinna fer fram á Svartsengis-svæðinu við að vernda innviði. Innlent 23. nóvember 2024 13:35
Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Vinna við að verja tvær stæður á Svartsengislínu gegn hraunflæði úr Sundhnúkagígum, hófst aftur nú í morgun. Vel gekk að verja stæðurnar í nótt, með aðstoð Brunavarna Suðurnesja. Innlent 23. nóvember 2024 11:19
Stöðugt gos og engir skjálftar Enn gýs á þremur stöðum í eldgosinu við Sundhnúksgíga og hefur virknin verið stöðug í nótt. Mest er hún sögð við miðbik gossprungunnar og hafa engir jarðskjálftar mælst í nótt. Innlent 23. nóvember 2024 07:16
Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Til stendur að opna Bláa lónið aftur fyrir gestum 29. nóvember næstkomandi. Þetta kemur fram í tölvupósti sem sendur var til viðskiptavina. Innlent 22. nóvember 2024 21:50
Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Rafmagnsmastur frá Landsneti er í hættu vegna hraunflæðis frá eldgosinu við Sundhnúksgíga. Slökkvistarf er enn í gangi, en erfiðlega hefur gengið að fá vatn á svæðið. Innlent 22. nóvember 2024 21:27
Atburðarás gærdagsins í myndum Eldgos hófst á Sundhnúkagígaröðinni klukkan 23:14 síðastliðinn miðvikudag. Nóttin var ekki úti þegar hraun hafði flætt yfir Grindavíkurveg, og snemma morguns á fimmtudag var hraun komið yfir Njarðvíkuræð, sem sér Suðurnesjum fyrir heitu vatni. Æðin hélt þó. Innlent 22. nóvember 2024 16:33
Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Virkni í eldgosinu við Sundhnúksgígaröðina er enn nokkuð mikil. Nú er virkni í þremur gígum en á sama tíma hefur nokkuð hægt á framrás hrauntungu við Svartsengi. Í nýrri uppfærslu Veðurstofunnar segir að frá því í gær hafi þrjú svæði verið virk á gossprungunni á milli Stóra-Skógfells og Sýlingarfells. Innlent 22. nóvember 2024 15:39
„Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Framkvæmdastjóri hjá Bláa lóninu segir að þrátt fyrir dramatíska atburðarás þegar bílastæði lónsins fór undir hraun í gær, standi allt athafnasvæði lónsins styrkum fótum. Innlent 22. nóvember 2024 13:18
Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Undirbúningur gengur vel við Rockville borholuna á Reykjanesi og standa vonir til að hún verði tilbúin til notkunar í janúar á næsta ári. Þetta kom fram í minnisblaði sem Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra lagði fyrir ríkisstjórn í morgun. Innlent 22. nóvember 2024 13:18
Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Gist var í um tuttugu húsum í Grindavík í nótt og starfsemi er í einhverjum fyrirtækjum í bænum. Almannavarnir fylgjast vel með Njarvíkuæð sem er undir hrauni en segja ómögulegt að vita hversu mikinn þunga eða hita hún þolir. Innlent 22. nóvember 2024 12:59
Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra segir allt kapp lagt á það að vernda innviði á Reykjanesi. Fyllt hafi verið í skarð í varnargarð við Bláa lónið í gær en enn sé ekki þörf á að stækka varnargarðinn, það verði metið síðar. Einnig er unnið að því að skoða hvort hægt sé að gera nýjar akstursleiðir að Bláa lóninu og Northern Light inn en vegirnir að því eru undir hrauni. Innlent 22. nóvember 2024 11:09
Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar „Þetta er bara búið að vera mjög stöðugt í nótt,“ segir Böðvar Sveinsson, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands um þróun gossins á Reykjanesskaga. Innlent 22. nóvember 2024 07:08
Gosið gætið varað í nokkrar vikur Deildarstjóri á Veðurstofu Íslands segir mögulegt að eldgosið vari í nokkrar vikur. Aldrei hafi hrauntunga flætt lengra til vesturs en sú sem hæfði bílastæði Bláa lónsins í dag. Innlent 21. nóvember 2024 19:14
Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur segist standa við þá fullyrðingu að eldgosatímabilinu muni ljúka fljótlega við Sundhnúksgígaröðina. Hann hefur áður fullyrt að því myndi ljúka í haust en það varð ekki raunin. Sjöunda gosið á einu ári hófst klukkan 23:14 í gær, en sjötta gos þessa árs. Innlent 21. nóvember 2024 18:33
Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Helga Árnadóttir framkvæmdastjóri sölu, rekstrar og þjónustu hjá Bláa lóninu, segir að aldrei hafi verið uppi stórkostlegar áhyggjur um að lónið sjálft færi undir hraun. Áætlanir hafi verið til um hvernig skyldi fyllt upp í varnargarða ef til eldgoss kæmi. Innlent 21. nóvember 2024 16:47
Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Það er sameiginlegt verkefni okkar allra að tryggja öryggi samfélagsins. Frá því að eldgosin á Reykjanesi hófust hef ég sem orkumálastjóri lagt ríka áherslu á orkuöryggi svæðisins og unnið að fjölda verkefna sem mörg hver hafa nú þegar orðið að veruleika í samvinnu við ráðuneyti, almannavarnir, stofnanir og fyrirtæki. Skoðun 21. nóvember 2024 16:30
Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Ekki er útlit fyrir að Bláa lóninu sé ógnað af hrauninu sem runnið hefur í átt að lóninu og þakið bílaplan þess. Sviðsstjóri Almannavarna segir vinnu við varnargarða ganga vel. Innlent 21. nóvember 2024 15:33
Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Ferðamenn sem komust óáreittir mjög nálægt gosstöðvunum, vegna þess að það gleymdist að segja það vera töfrum líkast að sjá eldgos í slíku návígi. Einn ferðamannanna segist hafa brostið í grát. Innlent 21. nóvember 2024 13:54
Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Helga Árnadóttir framkvæmdastjóri sölu, rekstrar og þjónustu hjá Bláa lóninu segir varnargarða umhverfis baðlónið vinsæla verja alla starfsemi félagsins. Hraun hefur náð bílastæði lónsins sem er utan varnargarða. Innlent 21. nóvember 2024 12:40
Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Rúmlega fimmtug hjón eru ekki vitund hrædd við eldgosið og gistu heima hjá sér í Grindavík í nótt þrátt fyrir rýmingu. Þau segjast ekki vera neinir þverhausar, bara fólk með sjálfstæða hugsun sem vill verja rétt sinn til að vera heima hjá sér. Innlent 21. nóvember 2024 12:09
„Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Rafmagni var komið aftur á í Grindavík í morgun eftir að hafa dottið út þegar Svartsengislína sló út. Hraun rennur yfir Njarðvíkuræð en forstjóri HS Orku bindur miklar vonir við að varnir haldi. Innlent 21. nóvember 2024 12:00
Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Lögreglustjórinn á Suðurnesjum minnir á að svæði sunnan Voga og Reykjanesbrautar er talið mengað af sprengjum, bæði virkum og óvirkum. Tilefnið er umferð ferðamanna um svæðið vegna eldgossins sem hófst í gærkvöldi. Innlent 21. nóvember 2024 11:52
Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Hraun náði Grindavíkurvegi upp úr klukkan hálf fimm í nótt. Myndir sem ljósmyndari Vísis tók á vettvangi í morgun sýna vel eyðilegginguna sem hrauntungurnar hafa í för með sér. Innlent 21. nóvember 2024 10:53
Svartsengi keyrt á varaafli Orkuveruð í Svartsengi er nú keyrt á varaafli, eftir að Svartsengislína fór út. Rafmagnslaust er í Grindavík. HS Orka fylgist grannt með stöðunni á Njarðvíkuræð, sem sér Suðurnesjunum fyrir heitu vatni. Innlent 21. nóvember 2024 10:20
Hraun náð Njarðvíkuræð „Nú fylgjumst við bara í raun og veru með rennsli hraunsins; hraunið hefur náð þessari veitulínu, Njarðvíkurlínunni,“ segir Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, um stöðu mála við Grindavík. Innlent 21. nóvember 2024 09:04
Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Hjördís Guðmundsdóttir, upplýsingafulltrúi hjá Almannavörnum, segir að þrátt fyrir að gosin hafi öll verið á svipuðum slóðum komi upp nýjar áskoranir í hvert sinn sem gýs. Innlent 21. nóvember 2024 07:36
Hraun rann yfir Grindavíkurveg Hraun rann yfir Grindavíkurveg upp úr klukkan half fimm í nótt og nálgast það nú Njarðvíkuræð. Áætlað hraunrennsli á umræddri hrauntungu er um 300 metrar á klukkustund. Innlent 21. nóvember 2024 07:11