Eldgos á Reykjanesskaga

Eldgos á Reykjanesskaga

Hrina eldgosa á Reykjanesskaga hófst í mars 2021 í Geldingadölum. Það níunda varð norðan Grindavíkur í ágúst 2024.

Fréttamynd

Hraun mjakast yfir varnar­garð

Hrauntunga úr eldgosinu við Sundhnúksgíga hefur teygt sig yfir varnargarð norðan við Grindavík. Hún rennur hægt og engin hætta stafar af henni enn sem komið er.

Innlent
Fréttamynd

Vara við því að fara gangandi að gosinu

Lögreglan á Suðurnesjum varar við því að fara fótgangandi að gosstöðvum. Fram hefur komið í fréttum að líkur aukast með hverjum degi á að ný gossprungja opnist eða að nýtt eldgos hefjist. Vegna þess er fólk varað við því að fara fótgangandi.

Innlent
Fréttamynd

Enn kröftugt gos úr einum gíg

Enn gýs úr einum gíg skammt austan við Sundhnúk. Frá 5. apríl hefur aðeins gosið úr einum gíg í eldgosinu sem hófst þann 16. mars síðastliðinn. Myndatökumaðurinn Björn Steinbekk var á vettvangi í vikunni og myndaði gosið. 

Innlent
Fréttamynd

Börn sofi ekki úti í gos­móðunni suð­vestan­lands

Sýnileg gosmóða frá eldgosinu á Reykjanesi liggur yfir Suðvesturlandi. Mælt er gegn því að börn sofi úti og að viðkvæmir reynir á sig utandyra þegar móðan er sýnileg jafnvel þó að mengun mælist ekki yfir mörkum á loftgæðamælum.

Innlent
Fréttamynd

Bæjar­stjórn fundaði með Þór­kötlu

Bæjarstjórn Grindavíkur fundaði nú á föstudaginn með forsvarsfólki fasteignafélagsins Þórkötlu sem stofnað var 27. febrúar 2024 sérstaklega til að annast kaup, umsýslu og ráðstöfun húsnæðis í Grindavík. Farið var yfir verkferla og hvernig unnið væri með málefni þeirra sem óskað hafa eftir uppkaupum.

Innlent
Fréttamynd

At­vinnu­rek­endur í Grinda­vík krefjast úr­ræða

Hópur grindvískra atvinnurekenda segir fyrirtæki í Grindavík komin að þolmörkum og kalla eftir að úrræði sem kynnt verða fyrir þinglok verði úrræði sem miða að fyrirtækjum sem geta og vilja starfa í Grindavík, fyrirtækjum sem þurfa að flytja starfsemi sína og þeim sem sjá hvorki rekstrargrundvöll í né utan Grindavíkur og vilja uppkaup á atvinnuhúsnæði.

Innlent
Fréttamynd

Björguðu ör­magna göngu­mönnum við gos­stöðvarnar

Björgunarsveitirnar Þorbjörn og Skyggnir í Vogum voru ræstar út til að finna hóp þriggja göngumanna sem ætluðu sér að ganga upp að gosstöðvunum. Þau höfðu verið nokkuð lengi að ganga en hringdu eftir hjálp um hálf sex í dag og voru þá orðin verulega blaut og köld.

Innlent
Fréttamynd

Getur gosið hve­nær sem er

Sviðsstjóri almannavarna segir að nýtt gos geti hafist á Reykjanesi hvenær sem er. Líklegast sé að gjósi þar sem kvika kemur upp núna á Sundhnúkagígaröðinni.

Innlent
Fréttamynd

Telja líkur á öðru eld­gosi

Áframhaldandi landris eykur líkur á öðru kvikuhlaupi þó eldgos sé yfirstandandi Meiri óvissa um þróun jarðhræringanna næstu daga eða vikur. Þetta kemur fram á vef Veðurstofu Íslands.

Innlent
Fréttamynd

Fast­eigna­markaðurinn hitnar en fram­kvæmdum fækkar

Fasteignamarkaðurinn hitnaði verulega í febrúar og líklega í mars líka. Sömu áhrifa er á gæta á leigumarkaði þar sem verð hefur hækkað. Áhrifanna er að mestu að gæta á höfuðborgarsvæðinu og í sveitarfélögunum í kring. Staða íbúa í Grindavík hefur þarna mikil áhrif. Á sama tíma hefur byggingaframkvæmdum fækkað og er yfirvofandi samdráttur í byggingariðnaði.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Varnar­garðar utan um fólkið í Grinda­vík

Í síðustu viku fór tími Alþingis ekki í neitt nema að bíða eftir því að hulunni yrði svipt af nýrri (eða lítillega breyttri) ríkisstjórn. Önnur og mun mikilvægari verkefni voru látin sitja á hakanum. 

Skoðun
Fréttamynd

Grind­víkingar boða til mót­mæla gegn Þór­kötlu

Boðað hefur verið til mótmæla á Austuvelli klukkan 17 á morgun, þar sem vinnubrögðum Fasteignafélagsins Þórkötlu verður mótmælt. Borið hefur á mikilli óánægju meðal Grindvíkinga, sem vilja fá eignir sínar keyptar upp sem fyrst.

Innlent
Fréttamynd

Ný staða uppi á Reykja­nes­skaga

Eldgosið við Sundhnúksgígaröðina nú hefur staðið yfir í mánuð. Í byrjun apríl fór landris að aukast og nú er um það bil jafn stór hluti kvikunnar að flæða upp á yfirborð og safnast fyrir í kvikuhólfinu undir Svartsengi. Ný staða er komin upp að sögn náttúruvásérfræðings hjá Veðurstofunni. 

Innlent
Fréttamynd

Engin skjálfta­virkni eftir mið­nætti

Smáskjálftahrinunni sem hófst í gær við Lágafell, rétt norðvestan við Grindavík, lauk um klukkan hálf fjögur í gær. Alls voru skjálftarnir um 90 talsins og var virknin mest um klukkan 13 og 14 í gær þegar 35 skjálftar mældust.

Innlent
Fréttamynd

Fundu veg nær gosinu fyrir til­viljun

Æ fleiri hafa undanfarið reynt að komast að eldgosinu við Sundhnjúk og bera það augum undanfarið þrátt fyrir að svæðið sé lokað. Bandarískir ferðamenn sem fréttastofa ræddi við voru himinlifandi með útsýnið.

Innlent
Fréttamynd

Hafa tapað milljörðum vegna endur­tekinna lokana

Forsvarsmenn Bláa lónsins áætla að beinn kostnaður vegna lokana sökum jarðhræringa sé um fimm milljarðar króna. Þetta kom fram í kvöldfréttum Stöðvar 2 þar sem rætt var við Helgu Árnadóttur, framkvæmdastjóra sölu, rekstrar og þjónustu Bláa lónsins.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Ekki merki um að kvika sé á ferðinni

Skjálftavirkni sem mælst hefur í dag norðvestur af Grindavík er sambærileg virkni sem mældist á svæðinu um miðjan mars. Skjálftavirknin er því ekki merki um einhverjar breytingar í virkni í eldgosinu á Reykjanesi, né að kvika sé á ferðinni á svæðinu.

Innlent
Fréttamynd

Smáskjálftahrina á Reykja­nesi

Fjölmargir smáir jarðskjálftar hafa greinst á Reykjanesi í dag. Fáir þeirra hafa náði yfir eitt stig að styrk en skjálftavirknin hefur ekki verið meiri frá því eldgosið við Sundhnjúka hófst þann 16. mars.

Innlent
Fréttamynd

Loka Bláa lóninu vegna gasmengunar

Vegna mengunar frá eldgosinu í Sundnhjúkagígaröðinni á Reykjanesskaga þurfti að loka öllum starfsstöðvum Bláa lónsins í morgun. Opnað verður aftur klukkan 14. 

Innlent