Fundu virka sprengju nærri gönguleið Jón Ísak Ragnarsson skrifar 26. ágúst 2024 19:15 Svæðið sunnan Voga og Reykjanesbrautar er mengað af virkum og óvirkum sprengjum, frá æfingum Bandaríkjahers á 20. öldinni. Afar mikilvægt er að ganga eftir þekktum gönguslóðum á svæðinu. Vísir/Vilhelm Virk sprengja hefur fundist nærri gönguleið sunnan Voga og sunnan Reykjanesbrautar við upphaf eldgossins. Svæðið er þekkt sprengjusvæði, en þar stóð bandaríski herinn fyrir skotæfingum allt fram til ársins 1960. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglustjóranum á Suðurnesjunum. Þar segir að svæðið sunnan Voga og Reykjanesbrautar hafi verið sprengjuleitað í gegnum tíðina, en þrátt fyrir það sé svæðið mengað af virkum og óvirkum sprengjum sem geta valdið manntjóni ef þær springa. Staðsetning innan 300 metra frá miðpunkti stórrar sprengju geti valdið manntjóni. Nauðsynlegt sé að vekja athygli á þessu nú þegar erlendir ferðamenn streyma inn á Reykjanesið til að berja gosið augum. Um er að ræða fallbyssukúlur, sprengjuvörpur (Mortar) og æfingasprengjur. Ekki liggja fyrir nákvæmar upplýsingar um útbreiðslu þeirra eða stærð svæðisins sem þær geta verið á. Á kortinu hér að neðan sést svæði þar sem fólk þarf að halda sig við merkta gönguslóða. Heimamenn og útivistarmenn sem hafa gengið um svæðið þekkja þetta vel, en nú sé nauðsynlegt að vekja athygli á þessu. Á svæðinu leynast fallbyssukúlur, sprengjuvörpur og æfingasprengjur.Lögreglan Þá segir einnig að gosstöðvarnar séu ekki aðgengilegar ferðamönnum við núverandi aðstæður. Loftgæði séu slæm og mengunar gæti frá gosinu og gróðureldum. Þrátt fyrir þetta skundi ferðamenn með börn sín inn á hættuleg svæði. Að lokum segir að við ákveðnar aðstæður geti komið til frekari takmarkana á umferð um Grindavíkurveg. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Vogar Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Innlent Fleiri fréttir Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglustjóranum á Suðurnesjunum. Þar segir að svæðið sunnan Voga og Reykjanesbrautar hafi verið sprengjuleitað í gegnum tíðina, en þrátt fyrir það sé svæðið mengað af virkum og óvirkum sprengjum sem geta valdið manntjóni ef þær springa. Staðsetning innan 300 metra frá miðpunkti stórrar sprengju geti valdið manntjóni. Nauðsynlegt sé að vekja athygli á þessu nú þegar erlendir ferðamenn streyma inn á Reykjanesið til að berja gosið augum. Um er að ræða fallbyssukúlur, sprengjuvörpur (Mortar) og æfingasprengjur. Ekki liggja fyrir nákvæmar upplýsingar um útbreiðslu þeirra eða stærð svæðisins sem þær geta verið á. Á kortinu hér að neðan sést svæði þar sem fólk þarf að halda sig við merkta gönguslóða. Heimamenn og útivistarmenn sem hafa gengið um svæðið þekkja þetta vel, en nú sé nauðsynlegt að vekja athygli á þessu. Á svæðinu leynast fallbyssukúlur, sprengjuvörpur og æfingasprengjur.Lögreglan Þá segir einnig að gosstöðvarnar séu ekki aðgengilegar ferðamönnum við núverandi aðstæður. Loftgæði séu slæm og mengunar gæti frá gosinu og gróðureldum. Þrátt fyrir þetta skundi ferðamenn með börn sín inn á hættuleg svæði. Að lokum segir að við ákveðnar aðstæður geti komið til frekari takmarkana á umferð um Grindavíkurveg.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Vogar Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Innlent Fleiri fréttir Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Sjá meira