Gossprungan að lengjast til sex í morgun Lovísa Arnardóttir og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 23. ágúst 2024 11:26 Magnús Tumi fór í eftirlitsflug í gær þegar gosið hófst. Myndin er tekin að því loknu. Vísir/Sigurjón Heildarlengd gossprungunnar er um sjö kílómetrar. Hún hélt áfram að lengjast til um klukkan sex í morgun. Enn dregur úr virkni eldgossins en enn er óljóst hvort því ljúki fljótt eða hvort það haldi áfram með minni hraunstraumi. Magnús Tumi Guðmundsson prófessor í jarðeðlisfræði segir eldgosið hafa vaxið jafnt og þétt í fyrstu klukkutímana. Meira en hálfur sólarhringur er nú frá því það hófst klukkan 21:6 í gærkvöldi. „Svo var sprungan að lengjast alveg þangað til klukkan um sex í morgun. Heildarlengd gossprungunnar var um sjö kílómetrar,“ segir Magnús Tumi. Gossprungan hafi þó ekki verið öll virk í einu og að munurinn á þessu gosi og hinum sé að virknin sé norðar og að hún hafi dáið snemma út nærri Grindavík og byggðin þar því ekki í hættu. „Það er enn töluvert hraunrennsli en það hefur dregið mikið úr eins og gerir alltaf fyrstu klukkutímana.“ Hann segir enn óljóst hversu langt hraunið muni renna en það verði metið í hádeginu þegar jarðvísindamenn fljúga yfir svæðið í þyrlu Landhelgisgæskunnar. Í stórum dráttum virðist gosið vera að þróast á sömu leið og þau fyrri. „Það dregur úr en þetta er töluvert miklu norðar, og það er stóri munurinn,“ segir Magnús Tumi. Gossprungurnar sem opnuðust í gær og í nótt voru tvær.Vísir/Grafík Það sé orðið þröngt sunnantil og því hafi virknin færst norðar í þetta sinn. „Þess vegna erum við að sjá annan atburð og miklu lengra frá öllum innviðum slíkum.“ Magnús Tumi segir alla innviði örugga eins og stendur en mögulega gæti hraun runnið yfir kaldavatnslögn HS Orku en ekkert víst að það gerist. Hraunið fari hægt yfir og hafi til dæmis ekki náð Grindavíkurvegi. Eftir því sem líður á daginn verði hægt að sjá betur hvernig þetta muni þróast en við fyrstu sýn virðist gosið haga sér eins og fyrri gos. Óvíst með lengd Hann segir ekki hægt að vera viss um neitt með tímalengd. Það geti verið eins og fyrri gos og varið í stuttan tíma en alveg eins líklegt sé að það verði eins og tvö síðustu sem vörðu í nokkrar vikur. „Þá var hraunrennsli í nokkurn tíma en hraunrennslið sem er í þessum seinni hluta gossins bara brotabrot af því sem er í upphafi. Það er hundraðfaldur munur á því sem kemur fyrstu klukkutímana og það sem kemur seinna. Það er ekki hægt að gefa sér neitt í þessu en þetta er mun skárri sviðsmynd en var í síðasta gosi,“ segir Magnús Tumi. Þá hafi flætt meðfram Grindavík og orkuverinu í Svartsengi og hraunrennslið ógnað innviðum en runnið meðfram varnargörðunum. Hraunið sé núna langt frá innviðum og varnargörðum. Hvað varðar samanburð við síðasta gos segir Magnús Tumi ekki eins mikinn mun á landrisinu á gosi í mars og í maí. Það hafi verið, hlutfallslega, búið að safnast miklu meira þá en á milli gossins núna og maí. Hann segir vísindamenn ekki sjá mikinn mun á þessu gosi og því síðasta. Fram kom í tilkynningu frá Veðurstofunni fyrr í morgun að það væri að draga úr hraunrennsli en að eldgosið væri ekki búið að ná jafnvægi. Magnús Tumi segir enn vera að draga úr og það megi búast við því áfram. Óljóst sé hvort það slökkni á því eftir það eða hvort því fylgi langur hali. „Það sem aðallega kemur út úr þessu er að við sjáum engin merki um að þessari atburðarás sé að ljúka. Það er ekki enn þá komið neitt fram sem segir að þessu sé nú að ljúka. Við erum þannig í miðri ánni að vaða yfir hana,“ segir Magnús Tumi og að það sé engin leið að segja til um það hvort þetta verði síðasta gosið eða ekki. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Örfáir starfsmenn fara inn í Svartsengi til að huga að búnaði Birna Lárusdóttir upplýsingafulltrúi HS Orku segir það létti hvernig eldgosið og hraunstreymið er að þróast. Eldgosið hófst í gærkvöldi og gýs enn úr tveimur sprungum við Stóra-Skógfell. Birna segir enga innviði í Svartsengi í hættu og hraunið ekki ógna vatnslögn þeirra frá Lágum. 23. ágúst 2024 10:39 Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent Samantekt: Björg Magnúsdóttir leiðir lista Viðreisnar í borginni Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent Stöðvuðu stolinn bíl með naglamottu eftir eftirför um alla borg Innlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Fleiri fréttir Vilhjálmur Árnason leiðir Sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ Baráttan hafi verið Viðreisn til sóma „Lúxusvandamál“ að velja og hafna á listann Stöðvuðu stolinn bíl með naglamottu eftir eftirför um alla borg Sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ velja sér oddvita „Vinna er heilsuefling“ Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Blótað í Grindavík á nýjan leik Samantekt: Björg Magnúsdóttir leiðir lista Viðreisnar í borginni „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Sjá meira
Magnús Tumi Guðmundsson prófessor í jarðeðlisfræði segir eldgosið hafa vaxið jafnt og þétt í fyrstu klukkutímana. Meira en hálfur sólarhringur er nú frá því það hófst klukkan 21:6 í gærkvöldi. „Svo var sprungan að lengjast alveg þangað til klukkan um sex í morgun. Heildarlengd gossprungunnar var um sjö kílómetrar,“ segir Magnús Tumi. Gossprungan hafi þó ekki verið öll virk í einu og að munurinn á þessu gosi og hinum sé að virknin sé norðar og að hún hafi dáið snemma út nærri Grindavík og byggðin þar því ekki í hættu. „Það er enn töluvert hraunrennsli en það hefur dregið mikið úr eins og gerir alltaf fyrstu klukkutímana.“ Hann segir enn óljóst hversu langt hraunið muni renna en það verði metið í hádeginu þegar jarðvísindamenn fljúga yfir svæðið í þyrlu Landhelgisgæskunnar. Í stórum dráttum virðist gosið vera að þróast á sömu leið og þau fyrri. „Það dregur úr en þetta er töluvert miklu norðar, og það er stóri munurinn,“ segir Magnús Tumi. Gossprungurnar sem opnuðust í gær og í nótt voru tvær.Vísir/Grafík Það sé orðið þröngt sunnantil og því hafi virknin færst norðar í þetta sinn. „Þess vegna erum við að sjá annan atburð og miklu lengra frá öllum innviðum slíkum.“ Magnús Tumi segir alla innviði örugga eins og stendur en mögulega gæti hraun runnið yfir kaldavatnslögn HS Orku en ekkert víst að það gerist. Hraunið fari hægt yfir og hafi til dæmis ekki náð Grindavíkurvegi. Eftir því sem líður á daginn verði hægt að sjá betur hvernig þetta muni þróast en við fyrstu sýn virðist gosið haga sér eins og fyrri gos. Óvíst með lengd Hann segir ekki hægt að vera viss um neitt með tímalengd. Það geti verið eins og fyrri gos og varið í stuttan tíma en alveg eins líklegt sé að það verði eins og tvö síðustu sem vörðu í nokkrar vikur. „Þá var hraunrennsli í nokkurn tíma en hraunrennslið sem er í þessum seinni hluta gossins bara brotabrot af því sem er í upphafi. Það er hundraðfaldur munur á því sem kemur fyrstu klukkutímana og það sem kemur seinna. Það er ekki hægt að gefa sér neitt í þessu en þetta er mun skárri sviðsmynd en var í síðasta gosi,“ segir Magnús Tumi. Þá hafi flætt meðfram Grindavík og orkuverinu í Svartsengi og hraunrennslið ógnað innviðum en runnið meðfram varnargörðunum. Hraunið sé núna langt frá innviðum og varnargörðum. Hvað varðar samanburð við síðasta gos segir Magnús Tumi ekki eins mikinn mun á landrisinu á gosi í mars og í maí. Það hafi verið, hlutfallslega, búið að safnast miklu meira þá en á milli gossins núna og maí. Hann segir vísindamenn ekki sjá mikinn mun á þessu gosi og því síðasta. Fram kom í tilkynningu frá Veðurstofunni fyrr í morgun að það væri að draga úr hraunrennsli en að eldgosið væri ekki búið að ná jafnvægi. Magnús Tumi segir enn vera að draga úr og það megi búast við því áfram. Óljóst sé hvort það slökkni á því eftir það eða hvort því fylgi langur hali. „Það sem aðallega kemur út úr þessu er að við sjáum engin merki um að þessari atburðarás sé að ljúka. Það er ekki enn þá komið neitt fram sem segir að þessu sé nú að ljúka. Við erum þannig í miðri ánni að vaða yfir hana,“ segir Magnús Tumi og að það sé engin leið að segja til um það hvort þetta verði síðasta gosið eða ekki.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Örfáir starfsmenn fara inn í Svartsengi til að huga að búnaði Birna Lárusdóttir upplýsingafulltrúi HS Orku segir það létti hvernig eldgosið og hraunstreymið er að þróast. Eldgosið hófst í gærkvöldi og gýs enn úr tveimur sprungum við Stóra-Skógfell. Birna segir enga innviði í Svartsengi í hættu og hraunið ekki ógna vatnslögn þeirra frá Lágum. 23. ágúst 2024 10:39 Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent Samantekt: Björg Magnúsdóttir leiðir lista Viðreisnar í borginni Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent Stöðvuðu stolinn bíl með naglamottu eftir eftirför um alla borg Innlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Fleiri fréttir Vilhjálmur Árnason leiðir Sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ Baráttan hafi verið Viðreisn til sóma „Lúxusvandamál“ að velja og hafna á listann Stöðvuðu stolinn bíl með naglamottu eftir eftirför um alla borg Sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ velja sér oddvita „Vinna er heilsuefling“ Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Blótað í Grindavík á nýjan leik Samantekt: Björg Magnúsdóttir leiðir lista Viðreisnar í borginni „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Sjá meira
Örfáir starfsmenn fara inn í Svartsengi til að huga að búnaði Birna Lárusdóttir upplýsingafulltrúi HS Orku segir það létti hvernig eldgosið og hraunstreymið er að þróast. Eldgosið hófst í gærkvöldi og gýs enn úr tveimur sprungum við Stóra-Skógfell. Birna segir enga innviði í Svartsengi í hættu og hraunið ekki ógna vatnslögn þeirra frá Lágum. 23. ágúst 2024 10:39