Yfirgáfu Grindavík í snarhasti: „Ömurlegt ástand að horfa upp á þetta“ Eiður Þór Árnason skrifar 22. ágúst 2024 23:26 Eiríkur Óli Dagbjartsson og Sólveig Ólafsdóttir eru fædd og uppalin í Grindavík. Aðsend Eiríkur Óli Dagbjartsson og Sólveig Ólafsdóttir voru stödd á heimili sínu í Grindavík þegar eldgos hófst í kvöld. Þau eru nú í Hveragerði en þetta er í annað sinn sem þau þurfa að flýja heimili sitt þegar eldsumbrot hefjast. „Við heyrðum í sírenunum. Reyndar hringdi dóttir okkar sem er í björgunarsveitinni, hún fékk tilkynningu og hringdi í okkur og þá svona föttuðum við þetta. Við vorum með lokaða glugga og vorum ekki alveg að heyra strax,“ segir Eiríkur í samtali við fréttastofu. Næstu skref hafi verið að slökkva á öllu í húsinu, slá út rafmagnstækjum, taka töskurnar, fara út í bíl og drífa sig í burtu. „Það tók bara einhverjar mínútur. Ekkert óðagot, við erum kannski orðin svolítið vön þessu en þetta er ekkert þægilegt. Við gerum bara eins og okkur er sagt og drífum okkur í burtu. Það gengur mjög vel. Þetta er ekki fyrsta rýmingin sem við upplifum.“ Hann hafi einnig verið í bænum þegar þar síðasta gos hófst. Komu sér upp varastað í Hveragerði Enginn var við lokunarpóst þegar hjónin yfirgáfu Grindavík í kvöld, að sögn Eiríks. „Þeir voru greinilega bara farnir svo það var bara greið leið austur úr.“ Hjónin bjuggu í leiguíbúð í Kópavogi í vetur en skiluðu henni 1. júlí og hafa síðan dvalið meira og minna á heimili sínu í suðvesturhluta Grindavíkur. Eiríkur segir að þau hafi keypt lítinn íverustað í Hveragerði í haust þar sem þau geti verið á meðan það er ekki vært í Grindavík. Þrátt fyrir að þau hafi á þessum tímapunkti þolað nokkur eldgosin geti þau enn tekið á sálina. „Þetta er bara drulluóþægilegt sko. Við erum bæði fædd og uppaldir Grindvíkingar og rekjum ættir okkar langt aftur í ættir að miklu leyti. Þannig að við þráum að eiga afturkvæmt og langar ekkert meira. Þetta er bara ömurlegt ástand að horfa upp á þetta og þetta tekur í. Þegar það byrjar að gjósa, það er ekkert grín og svo er þetta alltaf að bíða og bíða og bíða og bið eftir þessu og bið eftir hinu.“ Bænum að blæða út Eiríkur segir lögregluyfirvöld og almannavarnir hafa staðið sig mjög vel í tengslum við jarðhræringarnar en hann gerir athugasemd við þá ákvörðun að takmarka umferð um Grindavík á milli eldgosa. „Hvernig Grindavík hefur verið haldið algjörlega lokaðri allan þennan tíma hefur okkur fundist óþarfi og ofboðsleg forræðishyggja að það hafi ekki bara mátt opna bæinn, því að bænum okkar er bara að blæða út. Það er bara kyrkingartak á honum og það litla lífsmark sem eftir er bara að fjara út. Við erum mörg þarna heima sem hefðum viljað að bærinn fengi að vera meira opinn þegar það er ekkert í gangi. Bara alveg eins og Bláa lónið má vera með opið.“ Þeim finnist bærinn ekki vera óöruggur á milli eldgosa og fundið lítið fyrir skjálftum að undanförnu. „Mjög stór hluti af bænum er bara nákvæmlega eins og hann var fyrir alla þessa atburði, sérstaklega vesturhelmingur bæjarins.“ Eldgos og jarðhræringar Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fleiri fréttir „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Sjá meira
„Við heyrðum í sírenunum. Reyndar hringdi dóttir okkar sem er í björgunarsveitinni, hún fékk tilkynningu og hringdi í okkur og þá svona föttuðum við þetta. Við vorum með lokaða glugga og vorum ekki alveg að heyra strax,“ segir Eiríkur í samtali við fréttastofu. Næstu skref hafi verið að slökkva á öllu í húsinu, slá út rafmagnstækjum, taka töskurnar, fara út í bíl og drífa sig í burtu. „Það tók bara einhverjar mínútur. Ekkert óðagot, við erum kannski orðin svolítið vön þessu en þetta er ekkert þægilegt. Við gerum bara eins og okkur er sagt og drífum okkur í burtu. Það gengur mjög vel. Þetta er ekki fyrsta rýmingin sem við upplifum.“ Hann hafi einnig verið í bænum þegar þar síðasta gos hófst. Komu sér upp varastað í Hveragerði Enginn var við lokunarpóst þegar hjónin yfirgáfu Grindavík í kvöld, að sögn Eiríks. „Þeir voru greinilega bara farnir svo það var bara greið leið austur úr.“ Hjónin bjuggu í leiguíbúð í Kópavogi í vetur en skiluðu henni 1. júlí og hafa síðan dvalið meira og minna á heimili sínu í suðvesturhluta Grindavíkur. Eiríkur segir að þau hafi keypt lítinn íverustað í Hveragerði í haust þar sem þau geti verið á meðan það er ekki vært í Grindavík. Þrátt fyrir að þau hafi á þessum tímapunkti þolað nokkur eldgosin geti þau enn tekið á sálina. „Þetta er bara drulluóþægilegt sko. Við erum bæði fædd og uppaldir Grindvíkingar og rekjum ættir okkar langt aftur í ættir að miklu leyti. Þannig að við þráum að eiga afturkvæmt og langar ekkert meira. Þetta er bara ömurlegt ástand að horfa upp á þetta og þetta tekur í. Þegar það byrjar að gjósa, það er ekkert grín og svo er þetta alltaf að bíða og bíða og bíða og bið eftir þessu og bið eftir hinu.“ Bænum að blæða út Eiríkur segir lögregluyfirvöld og almannavarnir hafa staðið sig mjög vel í tengslum við jarðhræringarnar en hann gerir athugasemd við þá ákvörðun að takmarka umferð um Grindavík á milli eldgosa. „Hvernig Grindavík hefur verið haldið algjörlega lokaðri allan þennan tíma hefur okkur fundist óþarfi og ofboðsleg forræðishyggja að það hafi ekki bara mátt opna bæinn, því að bænum okkar er bara að blæða út. Það er bara kyrkingartak á honum og það litla lífsmark sem eftir er bara að fjara út. Við erum mörg þarna heima sem hefðum viljað að bærinn fengi að vera meira opinn þegar það er ekkert í gangi. Bara alveg eins og Bláa lónið má vera með opið.“ Þeim finnist bærinn ekki vera óöruggur á milli eldgosa og fundið lítið fyrir skjálftum að undanförnu. „Mjög stór hluti af bænum er bara nákvæmlega eins og hann var fyrir alla þessa atburði, sérstaklega vesturhelmingur bæjarins.“
Eldgos og jarðhræringar Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fleiri fréttir „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Sjá meira