Átta ára fangelsi fyrir skotárás á Egilsstöðum Árnmar Jóhannes Guðmundsson hefur verið dæmdur í átta ára fangelsi, meðal annars fyrir tilraun til manndráps, eftir skotárás á Egilsstöðum í ágúst í fyrra. Hann var skotinn af lögregluþjóni eftir að hafa farið vopnaður skammbyssu og haglabyssu að húsi barnsföður kærustu sinnar, þar sem hann beindi byssu að tveimur sonum hans. Innlent 20. apríl 2022 16:37
Páll skorar á strokufangann að gefa sig fram Páll Winkel forstjóri Fangelsismálastofnunar og sálfræðingar stofnunar hafa þungar áhyggjur af því hverjar afleiðingar stroks ungs fanga geti orðið og biðla til hans að gefa sig fram. Innlent 20. apríl 2022 16:24
Leit að Gabríel tekin alvarlega og helst leitað í heimahúsum Lögregla leitar enn að fanganum sem slapp úr haldi við Héraðsdóm Reykjavíkur í gær þar sem mál hans var til meðferðar. Aðstoðaryfirlögregluþjónn segir mikla áherslu lagða á að finna manninn. Innlent 20. apríl 2022 15:13
Strokufanginn ófundinn: Ákærður fyrir rán við Kjarvalsstaði Gabríel Douane Boama, sá sem slapp úr haldi lögreglu við Héraðsdóm Reykjavíkur í gær, er ófundinn. Hann er ákærður fyrir rán við Kjarvalsstaði síðastliðið sumar. Aðalmeðferð málsins fór fram í gær. Innlent 20. apríl 2022 12:14
Lögreglan lýsir eftir manninum sem strauk úr héraðsdómi Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir Gabríel Douane Boama, tuttugu ára gömlum karlmanni, sem strauk úr haldi lögreglu við Héraðsdóm Reykjavíkur í dag. Mál hans var til meðferðar þegar hann flúði en hann er hvattur til að gefa sig strax fram. Innlent 19. apríl 2022 22:53
Leita að gæsluvarðhaldsfanga sem slapp úr haldi lögreglu Yfirvöld leita nú að Gabríel Douane Boama, tvítugum gæsluvarðhaldsfanga sem slapp úr haldi lögreglu við Héraðsdóm Reykjavíkur um sjö leytið dag. Lögregla hefur lýst eftir honum og segir mikilvægt að hann finnist sem fyrst. Innlent 19. apríl 2022 21:58
Fyrrverandi framkvæmdastjóri ADHD-samtakanna í tíu mánaða fangelsi fyrir fjárdrátt Hæstiréttur hefur staðfest dóm Landsréttar yfir Þresti Emilssyni, fyrrverandi framkvæmdastjóra ADHD-samtakanna, sem dæmdur var í tíu mánaða fangelsi fyrir að hafa dregið að sér níu milljónir króna í starfi fyrir samtökin. Innlent 14. apríl 2022 11:00
Vill 27 milljónir frá ríkinu vegna forstjóraskipunar Guðrún Reykdal, sem starfað hefur hjá Gæða og eftirlitsstofnun velferðarmála um árabil, krefur íslenska ríkið um 27 miljónir króna vegna skipunar forstjóra. Innlent 14. apríl 2022 10:29
Dæmd í fjögurra ára fangelsi fyrir að setja stjúpbörn sín í nauðungarvinnu Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt konu í fjögurra ára fangelsi fyrir mansal með því að hafa neytt þrjú stjúpbörn sín til nauðungarvinnu, fyrir brot í nánu sambandi og fyrir peningaþvætti. Innlent 12. apríl 2022 11:06
Jón Ársæll dæmdur til að greiða viðmælanda í Paradísarheimt bætur Jón Ársæll Þórðarson hefur verið dæmdur til að greiða konu, sem hann tók viðtal við í sjónvarpsþáttunum Paradísarheimt sem sýndir voru á RÚV, 800 þúsund krónur í miskabætur og þrjár milljónir króna í málskostnað. Innlent 11. apríl 2022 14:34
Fær hálfa milljón í bætur vegna uppsagnarinnar Strandabyggð þarf að greiða Þorgeiri Pálssyni, fyrrverandi sveitarstjóra sveitarfélagsins, hálfa milljón króna í miskabætur vegna uppsagnar hans. Héraðsdómur telur uppsögnina hafa verið framkvæmda með óeðlilega meiðandi hætti. Innlent 11. apríl 2022 14:13
Sindri hafði betur gegn Sverri vegna ummæla á Twitter Sindri Þór Sigríðarson Hilmarsson hefur verið sýknaður í héraðsdómi af kæru um meiðyrði gegn löfræðingnum og eiganda Nýju vínbúðarinnar Sverri Einari Eiríkssyni. Sverrir krafðist þess að Sindri greiddi honum þrjár milljónir króna í bætur en mun þurfa að greiða málskostnað Sindra Þórs. Innlent 11. apríl 2022 10:31
Árs fangelsi fyrir ítrekuð brot gegn sambýliskonu og stjúpdóttur Karlmaður var nýlega dæmdur í 12 mánaða fangelsi fyrir brot í nánu sambandi gagnvart fyrrverandi sambýliskonu sinni og dóttur hennar, fyrir að hafa ítrekað ógnað lífi þeirra og velferð með líkamlegu og andlegu ofbeldi. Þetta er í þriðja sinn sem maðurinn hlýtur dóm fyrir brot gegn mæðgunum. Innlent 9. apríl 2022 23:00
Fimm ára fangelsi fyrir að brjóta ítrekað á barnungri frænku sinni Landsréttur hefur dæmt karlmann í fimm ára fangelsi fyrir ítrekuð kynferðisbrot gegn systurdóttur sinni yfir tæplega tíu ára tímabil og mildað þar með héraðsdóms yfir manninum um eitt ár. Brotaþoli var fimm ára þegar brotin hófust. Innlent 9. apríl 2022 12:59
Ritstjóri Viðskiptablaðsins sýknaður af kröfum Lúðvíks vegna Óðins Landsréttur sýknaði í dag Trausta Hafliðason, ritstjóra Viðskiptablaðsins, og Myllusetur ehf., útgáfufélag þess, af kröfum Lúðvíks Bergvinssonar, fyrrverandi þingmanns Samfylkingarinnar, sem krafist ómerkingar ummæla sem birtust í skoðanadálkinum Óðni. Innlent 8. apríl 2022 17:31
Óljóst hvað verður um sóknargjöld Zuism Ekki liggur fyrir hvort að sýkna stjórnenda trúfélagsins Zuism af ákæru um fjársvik og peningaþvætti hafi áhrif á greiðslur sóknargjalda til félagsins sem hafa verið fryst í meira en þrjú ár. Enn eru hátt í þúsund félagsmenn í Zuism. Innlent 8. apríl 2022 16:42
Fangelsisdómur Þorsteins vegna kynferðisbrota gegn ungum pilti staðfestur Landsréttur staðfest í dag dóm Héraðsdóms Reykjaness gegn Þorsteini Halldórssyni frá 2020 þar sem honum var gerður upp hegningarauki upp á þrjú og hálft ár fyrir kynferðisbrot gegn ungum pilti. Innlent 8. apríl 2022 16:13
Sýknaðir af ákæru um fjársvik og peningaþvætti í tengslum við Zuism Bræðurnir Ágúst Arnar og Einar Ágústssynir voru í dag sýknaðir af ákæru um að hafa stundað fjársvik og peningaþvætti í tengslum við trúfélagið Zuism. Þá var kröfu ákæruvaldsins um upptöku á eignum þeirra hafnað. Innlent 8. apríl 2022 15:04
Fyrrverandi skrifstofustjóri læknaráðs Landspítala ákærður fyrir fjárdrátt Örn Þ. Þorvarðarson fyrrverandi skrifstofustjóri læknaráðs Landspítalans hefur verið ákærður fyrir fjárdrátt. Hann er sakaður um að hafa dregið sér rúma 4,1 milljón króna úr starfs- og gjafasjóði læknráðs frá 2012 til 2016. Innlent 7. apríl 2022 19:51
Réðst á konu sem hafði lagt bíl sínum fyrir aftan hans Karlmaður á höfuðborgarsvæðinu hefur hlotið dóm fyrir að ráðast á konu sem hafði lagt bíl sínum fyrir aftan bíl mannsins, sem fyrir vikið komst ekki leiðar sinnar. Karlinn hafði lagt í stæði konunnar en merkingar sáust ekki því snjór var yfir öllu. Innlent 7. apríl 2022 14:43
Lést áður en stóri sigurinn vannst í Hæstarétti „Þetta var rosalega erfitt fyrir hana. Hún beið lengi,“ segir Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalags Íslands um konu sem lagði Tryggingastofnun ríkisins fyrir öllum dómstigum í deilu um skerðingu á sérstakri framfærsluuppbót vegna búsetu erlendis. Innlent 7. apríl 2022 12:26
Eigandi Nýju vínbúðarinnar dæmdur fyrir skattsvik Sverrir Einar Eiríksson, eigandi Nýju vínbúðarinnar, hefur verið dæmdur í tíu mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir skattsvik í tengslum við rekstur þriggja einkahlutafélaga. Viðskipti innlent 7. apríl 2022 11:41
Fá milljónir frá ríkinu vegna ofrukkunar á eftirlitsgjaldi á raftæki Landsréttur hefur dæmt íslenska ríkið til að endurgreiða ELKO tæpar nítján milljónir króna, auk vaxta og dráttarvaxta, vegna of hárrar skattainnheimtu vegna sérstaks eftirlitsgjalds á raftæki þar sem ekki hafði verið sýnt fram á eftirlitsvinna hafi verið í samræmi við gjöld. Viðskipti innlent 7. apríl 2022 10:34
Magnús segir þungbært að sjá greiddar bætur til fólks sem kom fjórmenningunum í fangelsi Magnús Leópoldsson, einn þeirra fjögurra sem sat að ósekju rúma hundrað daga í gæsluvarðhaldi í tengslum við rannsókn á Guðmundar- og Geirfinnsmálum, segir það þungbært fyrir sig og félaga sína horfa upp á fólkið sem dró þá saklausa inn í málið nú fá greiddar „himinháar bætur, án þess að fyrir liggi niðurstaða Hæstaréttar um hvort og hvað þá hvaða áhrif sök þeirra eigi að hafa á bótagreiðslur.“ Innlent 7. apríl 2022 07:51
Lífeyrisþegi lagði Tryggingastofnun í Hæstarétti Tryggingastofnun var óheimilt að skerða greiðslur á sérstakri framfærslu uppbót, vegna búsetu erlendis. Þetta er niðurstaða Hæstaréttar sem kvað upp dóm sinn í málinu í dag. Innlent 6. apríl 2022 16:00
Birti vændisauglýsingu í nafni fyrrverandi sambýliskonu og hótaði henni lífláti Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt karlmann í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir stórfelldar ærumeiðingar og hótanir í garð fyrrverandi sambýliskonu sinna. Maðurinn útbjó og birti meðal annars vændisauglýsingar í nafni konunnar, þar sem símanúmer og heimilisfang hennar kom fram, auk þess sem hann hótaði henni lífláti og að hann myndi eyðileggja líf hennar. Innlent 6. apríl 2022 10:34
Jón Páll krafði Víkinga um 26 milljónir en þarf sjálfur að borga Knattspyrnudeild Víkings Ólafsvík hefur verið sýknuð í Héraðsdómi Reykjavíkur af kröfu þjálfarans Jóns Páls Pálmasonar sem krafði félagið um 26 milljónir króna auk dráttarvaxta. Íslenski boltinn 6. apríl 2022 08:00
Óléttri konu gert að bera vitni fyrir framan meintan ofbeldismann sinn Konu, sem komin er minnst sjö mánuði á leið, hefur verið gert að bera vitni fyrir héraðsdómi með meintan brotamann sinn í salnum. Maðurinn er sakaður um stórfelld brot í nánu sambandi gegn þáverandi sambýliskonu sinni, sem hann hefur áður sætt nálgunarbanni fyrir. Innlent 5. apríl 2022 18:45
Kannabisræktandi dæmdur fyrir ofbeldi gegn kærasta Kona á höfuðborgarsvæðinu hefur verið dæmd í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir kannabisræktun og ofbeldi í nánu sambandi. Konan játaði brot sín fyrir dómi. Innlent 5. apríl 2022 14:50
Mun Hæstiréttur verja lögbundin mannréttindi fatlaðs fólks? Klukkan níu næstkomandi miðvikudagsmorgun fer fram málflutningur í Hæstarétti í dómsmáli sem skiptir mannréttindi fatlaðs fólks á Íslandi gríðarlegu máli. Málið snýst í stuttu máli um það hvort sveitarfélög hafi heimild til að setja kvóta á mannréttindi fatlaðs fólks. Skoðun 5. apríl 2022 11:30