Eiginmaðurinn fyrrverandi fylgist með úr öðru herbergi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 22. maí 2023 13:05 Málið er til meðferðar við Héraðsdóm Reykjaness. Vísir/Vilhelm Karlmaður sem sakaður er um gróf kynferðisbrot og ofbeldi í nánu sambandi gagnvart þáverandi eiginkonu sinni skal víkja úr dómsal þegar konan gefur skýrslu. Þetta er niðurstaða þriggja dómara við Landsrétt sem voru ósammála héraðsdómi sem hafði hafnað kröfu ákæruvaldsins að eiginmaðurinn viki úr salnum. Karlmaðurinn er sakaður um kynferðisbrot og stórfelld brot í nánu sambandi bæði á heimili þeirra og í sumarbústað árið 2020. Endurtekin kynferðisbrot Annars vegar nauðgun að nóttu til í miðri viku. Þar hafi hann með með ólögmætri nauðung og án samþykkis haft samræði og endaþarmsmök við konuna og notfært sér að hún gat ekki veitt mótspyrnu sökum svefndrunga og ölvunar. Hlaut hún eymsli á skapabörmum, punktblæðingar við þvagrásarop og gyllinæðagúl við endaþarm. Hins vegar er karlmaðurinn sakaður um að hafa kvöld eitt í nóvember í sumarbústað nýtt sér aflsmun og ítrekað haft samræði við konuna án samþykkis. Hún hafi reynt að ýta manninum af sér og beðið um að hætta. Samræði hafi verið í sófa í stofunni og aftur í svefnherberginu. Hún hafi náð að flýja inn í eldhús augnablik en hann fært hana aftur inni í svefnherbergi. Þar hafi hann haldið samræði áfram með afleiðingum að konan hlaut eymsli á hálsi og herðum og mar á ytri kynfærum. Til viðbótar við fyrrnefnd kynferðisbrot er eiginmaðurinn fyrrverandi ákærður fyrir stórfellt brot í nánu sambandi með því að hafa viðhaft þá háttsemi sem lýst er hér á undan og þannig ítrekað, alvarlega og á sérstaklega meiðandi hátt brotið alvarlega gegn þáverandi eiginkonu sinni og skapað viðvarandi ógnarástand í sambandi þeirra sem olli andlegum þjáningum, kúgun og vanmætti sem hún hafi upplifað við þessar aðstæður sem ógnuðu heilsu og velferð hennar. Vottorð af Landspítala Saksóknari krafðist þess að eiginmaðurinn fyrrverandi viki úr þinghaldi á meðan konan gæfi skýrslu. Brot mannsins hafi haft alvarleg áhrif á hana og sagði konan að það yrði henni íþyngjandi og valda mikilli vanlíðan væri eiginmaðurinn fyrrverandi viðstaddur skýrslugjöf. Lagt var fram vottorð af Landspítalanum og frá fjölskyldufræðingi hjá áfallateymi spítalans. Þar kom fram að konan hafi verið greind með áfallastreituröskun og ekki hlotið meðferð við einkennum. Það gæti því tekið sig upp þegar áföll væru rifjuð upp. Einkenni konunnar birtist í miklum kvíða, líkamlegum einkennum og hugarofsástandi. Það gæti því haft áhrif á framburð hennar og hamlað verulega getu til að greina frá reynslu sinni. Raunverulegar líkur væru á að konan myndi upplifa sterkar neikvæðar tilfinningar og hugsanlega endurupplifun sem gæti skert getu hennar til að greina frá reynslu sinni væri eiginmaðurinn fyrrverandi í salnum. Þá gæti það valdið verulegu bakslagi og hægt á bata. Mikilvægt væri að setja konuna ekki í slíkar aðstæður. Viðsnúningur í Landsrétti Verjandi mannsins mótmælti þessu og vísaði til meginreglu að ákærði fái að vera viðstaddur þinghöld í máli höfðuð gegn honum. Þá væri ekkert í vottorði Landspítalans sem mætti ráða að konan hefði ástæðu til að óttast eiginmanninn fyrrverandi eða að nærvera hans gæti haft áhrif á framburð hennar umfram það sem almennt gengur og gerist í sakamálum. Héraðsdómur Reykjaness sagði að ekki mætti ráða af vottorði áfallateymis Landspítala hvaða sérstöku rök lægu að baki því að nærvera eiginmannsins fyrrverandi gæti orðið konunni til sérstakrar íþyngingar við skýrslugjöf. Ljóst væri að almennt væri íþyngjandi fyrir þolendur í kynferðisbrotamálum að gefa skýrslu. Ekki væru næg skilyrði fyrir hendi til að eiginmaðurinn þyrfti að víkja. Saksóknari kærði úrskurðinn úr héraði til Landsréttar sem horfði málið öðrum augum. Þrír dómarar við Landsrétt féllust á kröfu saksóknara og vísuðu til fleiri vottorða sem styddu vottorð áfallateymisins og þau áhrif sem nærvera eiginmannsins fyrrverandi gæti haft. Eiginmaðurinn fyrrverandi þarf því að víkja en getur fylgst með því sem fram fer úr öðru herbergi þegar aðalmeðferðin fer fram. Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Fleiri fréttir Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Sjá meira
Karlmaðurinn er sakaður um kynferðisbrot og stórfelld brot í nánu sambandi bæði á heimili þeirra og í sumarbústað árið 2020. Endurtekin kynferðisbrot Annars vegar nauðgun að nóttu til í miðri viku. Þar hafi hann með með ólögmætri nauðung og án samþykkis haft samræði og endaþarmsmök við konuna og notfært sér að hún gat ekki veitt mótspyrnu sökum svefndrunga og ölvunar. Hlaut hún eymsli á skapabörmum, punktblæðingar við þvagrásarop og gyllinæðagúl við endaþarm. Hins vegar er karlmaðurinn sakaður um að hafa kvöld eitt í nóvember í sumarbústað nýtt sér aflsmun og ítrekað haft samræði við konuna án samþykkis. Hún hafi reynt að ýta manninum af sér og beðið um að hætta. Samræði hafi verið í sófa í stofunni og aftur í svefnherberginu. Hún hafi náð að flýja inn í eldhús augnablik en hann fært hana aftur inni í svefnherbergi. Þar hafi hann haldið samræði áfram með afleiðingum að konan hlaut eymsli á hálsi og herðum og mar á ytri kynfærum. Til viðbótar við fyrrnefnd kynferðisbrot er eiginmaðurinn fyrrverandi ákærður fyrir stórfellt brot í nánu sambandi með því að hafa viðhaft þá háttsemi sem lýst er hér á undan og þannig ítrekað, alvarlega og á sérstaklega meiðandi hátt brotið alvarlega gegn þáverandi eiginkonu sinni og skapað viðvarandi ógnarástand í sambandi þeirra sem olli andlegum þjáningum, kúgun og vanmætti sem hún hafi upplifað við þessar aðstæður sem ógnuðu heilsu og velferð hennar. Vottorð af Landspítala Saksóknari krafðist þess að eiginmaðurinn fyrrverandi viki úr þinghaldi á meðan konan gæfi skýrslu. Brot mannsins hafi haft alvarleg áhrif á hana og sagði konan að það yrði henni íþyngjandi og valda mikilli vanlíðan væri eiginmaðurinn fyrrverandi viðstaddur skýrslugjöf. Lagt var fram vottorð af Landspítalanum og frá fjölskyldufræðingi hjá áfallateymi spítalans. Þar kom fram að konan hafi verið greind með áfallastreituröskun og ekki hlotið meðferð við einkennum. Það gæti því tekið sig upp þegar áföll væru rifjuð upp. Einkenni konunnar birtist í miklum kvíða, líkamlegum einkennum og hugarofsástandi. Það gæti því haft áhrif á framburð hennar og hamlað verulega getu til að greina frá reynslu sinni. Raunverulegar líkur væru á að konan myndi upplifa sterkar neikvæðar tilfinningar og hugsanlega endurupplifun sem gæti skert getu hennar til að greina frá reynslu sinni væri eiginmaðurinn fyrrverandi í salnum. Þá gæti það valdið verulegu bakslagi og hægt á bata. Mikilvægt væri að setja konuna ekki í slíkar aðstæður. Viðsnúningur í Landsrétti Verjandi mannsins mótmælti þessu og vísaði til meginreglu að ákærði fái að vera viðstaddur þinghöld í máli höfðuð gegn honum. Þá væri ekkert í vottorði Landspítalans sem mætti ráða að konan hefði ástæðu til að óttast eiginmanninn fyrrverandi eða að nærvera hans gæti haft áhrif á framburð hennar umfram það sem almennt gengur og gerist í sakamálum. Héraðsdómur Reykjaness sagði að ekki mætti ráða af vottorði áfallateymis Landspítala hvaða sérstöku rök lægu að baki því að nærvera eiginmannsins fyrrverandi gæti orðið konunni til sérstakrar íþyngingar við skýrslugjöf. Ljóst væri að almennt væri íþyngjandi fyrir þolendur í kynferðisbrotamálum að gefa skýrslu. Ekki væru næg skilyrði fyrir hendi til að eiginmaðurinn þyrfti að víkja. Saksóknari kærði úrskurðinn úr héraði til Landsréttar sem horfði málið öðrum augum. Þrír dómarar við Landsrétt féllust á kröfu saksóknara og vísuðu til fleiri vottorða sem styddu vottorð áfallateymisins og þau áhrif sem nærvera eiginmannsins fyrrverandi gæti haft. Eiginmaðurinn fyrrverandi þarf því að víkja en getur fylgst með því sem fram fer úr öðru herbergi þegar aðalmeðferðin fer fram.
Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Fleiri fréttir Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Sjá meira